Dagur - Tíminn Akureyri - 23.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.05.1997, Blaðsíða 2
14 - töstudagur 23. mai 199/ ^Utegur-ÚlmTöm GARÐALIFIÐ I LANDINU Ráðherrar búa hlið við hlið Sigrún Magnúsdóttir, eiginkona Páls Péturssonar félagsmálaráðherra, og Ingibjörg Rafnar, eiginkona Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra, hvor í sínum garði á Háteigsveginum í Reykjavík. Staurarnir sýna landamerkin. Tveir ráðherrar búa samsíða á Háteigs- veginum íReykja- vík og hafa þar rúmgóðan garð. Ingibjörg Rafnar hefur áhuga á garð- yrkju og Þorsteinn Pálsson hjálpar til í garðinum en Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir nota yfirleitt allarfrí- stundir til aðfara norður á Höllu- staði. Garðurinn situr því frekar á hakanum hvað þau varðar. Búa á æskuheimilinu veir af tíu ráðherrum rxk- isstjórnar Davíðs Odds- sonar, þeir Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra, eru nágrannar. Þeir búa hlið við hlið á Háteigsveginum og garðarnir þeirra eru sam- síða. Þorsteinn og eiginkona hans, Ingibjörg Rafnar lögmað- ur, hafa nú búið í nokkur ár á æskuheimili hennar númer 46 og Páll og eiginkona hans, Sig- rún Magnúsdóttir borgarfull- trúi, búa á 48. Bæði hjónin eru sjaldnast samtímis að vinna í garðinum enda eru það frekar eiginkonurnar sem sjá um garðinn. „Ég hef alltaf haft mjög gam- an af að vinna í garði. í gamla daga var ég öll sumur ýmist í Unglingavinnunni eða verk- stjóri í Unglingavinnunni og svo átti ég því láni að fagna að for- eldrar mínir áttu þetta húsnæði með þessum stóra garði og ég hjálpaði til við að þrífa hann. Svo er ég búin að sjá um hann síðustu fjögur árin. Ég hef voðalega gaman af þessu en ég er þó ekki það mikil garðyrkju- kona að ég þekki nákvæmlega nöfnin á rósunum," segir Ingi- björg Rafnar. Þorsteinn ánægður með „frímerkið“ Ingibjörg og Þorsteinn bjuggu áður með börnum sínum í Foss- voginum og segir Ingibjörg að þeim hafi fundist garðurinn þar vera á við „frímerki" að stærð. Fyrir íjórum árum hafi þau flutt á Háteigsveginn og fengið þar mun stærri garð að rækta. Ingi- björg segir að Þorsteinn hafi að vísu verið ánægður með frí- merkið en „þegar maður er al- inn upp við svona finnst manni þetta skemmtilegra," segir hún og á þar við þennan stóra og myndarlega garð sem þau nú hafa. Hún þekkir garðinn náttúru- lega mjög vel og segir að það sé aðallega slátturinn sem sé erf- iður í garðinum því að hann sé svo gamall. Garðurinn hafi haldist svo til óbreyttur þó að einstaka tré hafi verið fellt. Hún kveðst vera h'tið fyrir breytingar í garðinum og haldi enn „rós- unum hennar mömmu og páskaliljunum en hef endurnýj- að túh'panana og svoleiðis." Ingibjörg tekur rispur í garðin- um af og til, var að vinna í blómabeðunum fyrir um hálf- um mánuði og segir það lítið mál að reyta ef ræturnar fylgi með. Ef reytt sé ofan af þá verði það „eilíí'ðarverk." Ingibjörg og Þorsteinn hjálp- ast talsvert að í garðinum en krakkarnir þeirra þrír, sem flestir eru uppkomnir, hafa ekki mjög gaman af garðyrkju. Svo á fjölskyldan sumarbústað að Flúðum og þar þarf náttúrulega líka að sinna garðinum. Eru garðstörfin þá kannski aðal- áhugamál Ingibjargar? Velur golfið frekar „Garðyrkjan er eitt af áhuga- málunum en ef ég á að velja milli þess að fara í golf eða garðinn þá fer ég í golf,“ svarar hún. Ingibjörg segir að garðurinn sé talsvert notaður af fjölskyld- unni, þó ekki sé það kannski markvisst, og sú hafi verið tíðin að þar hafi mikið verið spilaður fótbolti. Ekki hafi verið gert nógu mikið af því undanfarin ár enda sjáist það á mosanum. Fjölskyldan taki sig þó stundum til og grilli úti í garði. - En er einhver rígur milli garðeigenda? „Ég hef ekki orðið vör við það,“ segir hún. Garðurinn á 48 mætir afgangi Við Páll búum í fjölbýlishúsi og þá hefur maður ekki sömu yfir- ráðakennd yfir garðinum eins og þegar maður býr í einbýli. Á síðustu árum hef ég byrjað á trjárækt fyrir norðan á Höllu- stöðum. Við Páll byggðum okk- ur þar lítið hús og girtum af einn hektara. Það er mitt verk að fylla hann af trjám og gróðri. Það gefur mér gífurlega mikið. Ég skipulegg það allan veturinn og verð svo sorgmædd þegar líður á sumarið og ég hef ekki komið öllu í verk. Maður þarf að sinna skyldustörfum hér og þar og hefur ekki tíma til að sinna því sem maður hefur löngun til. Það má því segja að garðurinn hér í Reykjavík mæti afgangi," segir Sigrún Magnús- dóttir, borgarfulltrúi og eigin- kona Páls Péturssonar félags- málaráðherra. Þegar Sigrún og Páll fluttu inn í húsið við Háteigsveg bjó maðurinn sem hafði byggt hús- ið á neðstu hæðinni og hann sá um garðstörfin og hlúði að gróðrinum. Þessi maður lést fyrir tveimur árum og segist Sigrún viðurkenna fúslega að garðurinn hafi látið á sjá síðan. Ástæðurnar séu tvær: annars vegar hafi hún ekki á tilfinning- unni að hún ráði yfir garðinum því að þau séu í samfloti með öðrum íbúum hússins og hins vegar fari þau hjónin yfirleitt norður strax og þau hafi tæki- færi til. Slær stærri flatir Sigrún hefur „potað niður nokkrum trjám“ á Höllustöðum og vonast til að þar verði með tímanum fallegur skógarlundur. Sigrún og Páll giftu sig árið 1990 og reistu húsið sitt árið 1993 þannig að trén eru bara lítil enn sem komið er. Það er einkum Sigrún sem hefur trjá- ræktina að áhugamáli þvf að Páll vill sinna skepnunum og „slá stærri flatir" þegar hann er fyrir norðan. Hún segir þó að þau hjálpist stundum að við að slá garðinn fyrir sunnan. - Finnur þú fyrir einhverjum ríg eða metnaði út af garðin- um? „Kannski er maður ekki bú- inn að búa hér það lengi að maður finni það en nei, ég hef ekki fundið fyrir því. Þetta er algjör paradís, það sér maður þegar maður stendur á svölun- um og horfir yfir trén. Þau eru sum stærri en fjögurra hæða hús. Fyrir framan húsið er holt og melur. Baka til er garðurinn með svo háum trjám að það minnir mann jafnvel á útlönd. Það er óvíða í Reykjavík sem maður sér svo há tré,“ segir hún. - Þið Ingibjörg farið aldrei saman í garðvinnu eða fáið ykkur kaffi saman úti í garði? „Við höfum ekki gert það en það er ágæt ábending. Ég ætti kannski að dúka einhvern tíma upp borð og bjóða þeim í kaffi úti í garði þegar ég sé þau,“ segir Sigrún Magnúsdóttir að lokum. -GHS ' Sigrún Magnúsdóttir segir að þau Páll Pétursson rjúki yfirleitt norður strax og færi gefst. Þar sinni Páll bústörfum og hún sjálf trjárækt. Þau búa í fjölbýli á Háteigsveginum og deilist því garðvinnan á fleiri. Ingibjörg Rafnar í garðinum við æskuheimili sitt. Hún segir að garðurinn sé gamall og sjálf sé hún svo íhaldssöm að vilja ekki breyta miklu. Hann hefur því haldist í svo til upprunalegri mynd. Ingibjörg er mikið fyrir garð- störfin þó að hún taki golfið fram yfir. Myndir: E.ÓI.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.