Dagur - Tíminn Akureyri - 23.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 23.05.1997, Blaðsíða 7
JDagur-Smmtn Föstudagur 23. maí 1997-19 Beðin í garðinum verða mikiu fallegri með hjálp þekju. Mynd: JHF GARÐALÍFIÐ í LANDINU Dlgresið undir Nú vilja allir vera lífvœnlegir í athöfn- um sínum og segja garðyrkjufrœðingar algjört afturhvarf til gamalla hús- hátta um gróður og jörð. Notkun á eit- urefnum til að drepa arfa er ekki góð afspurnar. Vilmundur Hansen, garð- yrkjufræðingur, hefur t.a.m. dálæti á svokall- aðri þekju sem er græn aðferð til að kæfa illgresi. „Maður tek- ur þá bara heyið úr garðinum og setur það í trjábeð eða önn- ur beð og kæfir þannig arfann. Það er í rauninni hægt að nota hvað sem er í þekjuna; spæni, álpappír, safnhaugamold, tjöru- pappír og jólapappír. Þegar þetta er gert á sér stað gerjun sem llýtir fyrir allri lífsstarf- semi, þetta rotnar bara og fer út í jarðveginn.“ Þekjun fer þannig fram að jarðvegurinn er hulinn með líf- rænum efnum og eykur það rotnun og magn næringarefna í moldinni. ;,Jarðvcgur sem lengi hefur staðið opinn á á hættu að brotna niður og fá óæskilega byggingu en með þekjunni má koma í veg fyrir þetta og bæta þann skaða sem þegar hefur orðið. Aukið fæðuframboð í jarðveginum eykur líka starf- semi ánamaðka en þeir eru bestu vinir jarðeigandans. Þeir ílýta rotnun, bæta jarðvegs- byggingu og auka loftskipti. Um leið og þekja ver jarð- veginn fyrir regni kemur hún í veg fyrir útskolun nær- ingarefna." Greinilega góðra gjalda verð, þekjan, en er ekki óhemju ljótt að hylja garðinn sinn með þess- um hætti yfir sumartímann? „Það er það eina sem menn hafa sett fyrir sig því þetta verður að gerast yfir sumarið. - En menn gera þetta auðvitað ekki ár eftir ár og flestir eru til- búnir til að þekja í eitt sumar og fá svo miklu betri jarðveg og garð næsta sumar. Plönturnar verða miklu fallegri." Vilmundur segir að það megi nota allan lífrænan úrgang í þekjuna, meira að segja dag- blöð en þá er settur sandur yfir þau. Tvískiptur garður Ertu með garð? „Já ég er með garð á Þórs- götunni í Reykjavík. Ilann er tví- skiptur. f öðr- um hlutanum var aðallega rauðamöl en ég stakk saman við hana heyi og laufblöðum þangað til ég náði jarðvegin- um góðum. í þessum hluta er svona nagla- klippu- og fiísatangagróð- ur sem þarf að hugsa mjög vel um en í hinum hlutanum þar sem ég er í sólbaði er allt í fífl- um og sóleyjum og mér finnst það mjög fallegt. Villtir garðar eru líka fallegir." -mar „Flestir garðeig- endur eru tilbúnir aðþekja í eitt sum- ar og fá þannig miklu betri jarðveg og garð nœsta sum- ar. Plönturnar verða miklu fallegri. “ VexMiðuH, 1997 ®Vínartónleikar í ilpróttaskemm- unni á Akureyri Kariakór, kammer- sveit, einsöngur Laugardagfur 24. maí kl. 17:00 Sunnutlag'ur 25. maí kl. 17:00 Einsöngur: Ólöf KolLrún Haráardóttir, sópran, Þorgeir Andrésson, tenór Konsertmeistari: Szymon Kuran StjórnanJi: Roar Kvam Píanóíeikur: Rickard Simm Karl akór Akureyrar - Geysir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 16. sýn. fimmtud. 29. mai. Næstsíðasta sýning. 17. sýn.fimmtud. 5. júní. Siðasta sýning. FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Boch/Stein/Harnick 12. sýn. föstud. 30. maí. Uppselt. 13. sýn. laugard. 31. maí. Uppselt. 14. sýn. sunnud. 1. júní. Uppselt. 15. sýn. miðvikud. 4. júní. Örfá sæti laus. 16. sýn. föstud. 6. júní. Uppselt. 17. sýn. laugard. 7. júní. Uppselt. 18. sýn. föstud. 13. júní. Nokkur sæti laus. 19. sýn. laugard. 14. júní. Nokkur sæti laus. 19. sýn. sunnud. 15. júní. 20. sýn. fimmtud. 19. júní. Tungskinseyjuhópurinn í samvinnu við Þjóðleikhúsið Óperan TUNGLSKINSEYJAN 2. sýn. í kvöld, föstud. 23. maí 3. sýn. laugard. 24. maí 4. sýn. þriðjud. 27. maí „Athyglisverðasta áhugaleikhússýning ársins.“ Leikfélag Selfoss sýnir SMÁBORGARABRÚðKAUP eftir Berthold Brecht í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Sunnud. 25. maí kl. 20.00. Aðeins þessi eina sýning Listdansskóli íslands Nemendasýning Laugard. 24. maíkl. 14.00. Litla sviðið kl. 20.30 LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza Sunnud. 25. mai. Uppselt. Föstud. 30. maí. Uppselt Laugard. 31. maí. Uppselt. Sunnud. 1. júní. Uppselt. Föstud. 6. júní. Uppselt. Laugard. 7. júní Uppselt. Föstud. 13. júní. Nokkur sæti laus. Laugard. 14. júní. Nokkur sæti laus. Sunnud. 15. júnf. Miöasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti' símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Sýningar: Um helgina var uppselt. Vegna fjölda áskorana verða sýningar: Laugardaginn 24. maí kl. 20.30. Sunnudaginn 25. maí kl. 20.30. Allra síðustu sýningar Það ætla allir að sjá Vefarann! Leikstjórn: Halldór E. Laxness Sýningin er ekki við hæfi barna Ekki er hægt a& hleypa gestum inn í salinn eftir að sýningin hefst. Sýnt er á Renniverk- stæðinu, Strandgötu 49. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðasalan er í Sam- komuhúsinu, Hafnarstræti 57 Sími í miðasölu er 462 1400. JBagurálItmhttt - besti tími dagsins!

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.