Dagur - Tíminn Akureyri - 07.06.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 07.06.1997, Blaðsíða 1
JBagur-Wixmmx ÍSLENDIN GAÞÆTTIR Laugardagur 7. júní 1997 - 80. og 81. árgangur -105. tölublað Undarleg þrenning íslenskrar hámenningar Löngum var talið að engin mynd væri til af Sæmundi Hólm, fyrsta islenska myndlistarmanninum. En allmargar manna- myndir eru til eftir hann og eru nöfn þeirra sem myndir eru af skrifaðar á þær. Undantekning er mynd sem varðveitt er í Þjóðminjasafni, teiknuð 1. sept. 1803, en .þá var Sæmundur 52. ára. Enginn vafi leikur á að myndin er eftir Sæmund, en á sínum tíma skrifaði Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, þá athuga- semd að myndin væri af óþekktum manni. Á kartoni sem nú er um myndina er skrifað: Ónafngreindur. Er þar stuðst við ærið gamla athugasemd varfærins vísindamanns, sem ekki vill staðhæfa meira en hægt er að sanna. En Matthías hefur sjálfur endurskoðað þá gömlu ákvörðun, að myndin væri af óþekktum manni, því í ævisögu um Sæmund Hólm, sem hann skrifaði, og út kom í ritinu íslenskir listamenn árið 1920, segir að myndin sem gerð er 1. sept. 1803 “ hefur verið Sögð jafnan af kunnugum mönnum í Stykkishólmi vera af Sæmundi sjálfum, og er hæpið að rengja það að svo stöddu...” Óþarfi er að vera með vangaveltur um hvers vegna listamaðurinn gerir þá undan- tekningu að skrifa nafn sitt ekki á myndina, eins og hann gerði jafnan þegar hann teiknaði aðra. Sæmundi hefur þótt öldungis óþarfi að setja nafn sitt á mynd sem var svo augljóslega af honum sjáifum. Og á meðan annað verður ekki sannað þá er því hér með slegið föstu að hér sé Sæmundur Hólm lifandi kominn. Séra Sæmundur var gildur meðalmaður á vöxt og stinnvaxinn, ekki fríður sýnum að sögn, sómdi sér þó allvel, ljósgulur á hár og rétthærður, tók ákaflega neftóbak, hafði ætíð góða heilsu...Þannig lýsir Daði Níelsson Sæmundi Magnússyni Hólm, sem frægur var að endemum á sinni tíð og fyrirlitinn og ofsóttur af yfirstéttinni, en vel látinn af fátækum og sóknar- börnum sínum. En orðstýr hans lifir því einn æðsti embætt- ismaður landsins og stórskáld orti eftirmæli sem lifir löngu eftir að þeir sem smáðu Sæmund eru gleymdir. Samtíðamaður og nágranni Sæmundar, Oddur Hjaltalín, læknir, átti einnig auma ævi en var svo ríkur af manngæsku, að í eftirmælum er hann talinn hafa konungs hjarta, en kotungs efni. Pað er engin tilviljun að fremsta skáld tíðarinnar, Bjarni Thorarensen, orti sín bestu ljóð um þessa nágranna og hrakningnsmenn tíðarandans. Nánar er Qallað um þessa undarlegu þrenng- ingu inni í blaðinu. Bjarna skáld, sem sat kulvís efst á hefðartindi embættisframans, Odd lækni, bráðgáfaðan og drykkjusjúkan hæfileikamann og Sæmund Hólm, veilan á geði en snilling á mörg- um sviðum. Hann var fyrstur íslendinga til að stunda listnám á háskólastigi, en landar hans höfðu litla sinnu á slíku föndri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.