Dagur - Tíminn Akureyri - 07.06.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 07.06.1997, Blaðsíða 8
VIII - Laugardagur 7. júní 1997 MINNINGARGREINAR ^Dagur-®mttmi ANDLÁT Gunnar Ólafsson, umsjónarmaður eldvarna, Gaut- landi 15, R., lést á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 28. maí. Sigurður S. Hákonarson, Bergþdrugötu 51 R. Lést þriðjudag- inn 27. maí. Ólafur Kristinn Björnsson, Arnarheiði 8, Hveragerði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. maí. Júiíus Sævar Baldvinsson, Skagabraut 44, Garði, lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, þriðjudaginn 27. maí. Aðalbjörg Skæringsdóttir, áður tii heimilis á Óðinsgötu 15, andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn 28. maí. Sæunn Jónsdóttir frá Vesturhiíð, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, til heimili í Asparfelli 2, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Suður- lands að morgni miðvikudagsins 28 maí. Bóas Arnbjörn Emilsson, Reynivöllum 6, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, miðviku- daginn 28. maí. Stefán Óskar Stefánsson, Sléttuvegi 11, lést á bráðadeild Landspítalans miðvikudaginn 28. maí. Valdimar Jóhannesson, bdndi í Helguhvammi, lést að kvöldi mánudagsins 26. maí. Rósa Magnúsdóttir, Suðurgötu 17, Sandgerði, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 30. maí. Þorgeir Magnússon, lést í Sjúkra- húsi Húsavíkur, 29. maí. Þóra Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja á Hallgilsstöðum, Brekkugötu 29, Akureyri, lést fimmtudaginn 29. maí á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Jón Eiríksson, fyrrv. yfirlæknir í Reykjavík, lést í Landsspítalanum fimmtudaginn 29. maí. Sigurður Haraldsson, Fögrukinn 15. Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 15. maí sl. Útfórin hefur farið fram. Vilborg Heigadóttir, Eystra Súiunesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 28. maí. Erna Guðrún Ólafsdóttir (SteUa) Hagamel 47, andaðist á heimili sínu aðfaranótt 31. maí. Grímey Jónatansdóttir, Garðvangi, lést sunnudaginn 1. júní. Jónmundum Einarsson, stýrimaður, Engjaseli 84, Reykjavík, varð bráðkvaddur laugardaginn 31. mai'. Jón Guðmundsson, bóndi, Fjalli, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 1. júní. Arthúr Vilhelmsson, Birkilundi, Grenivík, lést á Fjórð- ungssjúkrahúsi Akureyrar, 31. maí. Jón Vilvberg Guðmundsson, andaðist á heimili sínu í Land- skrona, Svíþjóð, laugardaginn 31. maí. Guðmundur M. Þórðarson, Laugarásvegi 1, lést á Landsspítal- anum sunnudaginn 1. júní. Bertel Erlingsson, málarameistari lést laugardaginn 17 maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Hannesdóttir frá Stóru Sandvík, lést á heimili sínu, Stóragerði 36, þriðjudaginn 3. júní. Hclgi E. Eysteinsson, fyrrv. bflstjóri Öldugötu 3a. Hafnar- firði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn l.júní. Þóra Jónsdóttir Elsku amma. Okkur lang- ar aðeins til að fá að minnast þín í örfáum örðum. Það er svo ömurlegt ef einhver fer svona snögglega, þegar enginn á von á. Þú sem alltaf vars svo hress. Þú varst alltaf að sauma og föndra eitt- hvað. Þú sast aldrei auðum höndum. Og við höfðum svo gaman af því að koma til þín og sjá allt sem þú varst búin að gera. Þú varst alltaf svo hamingjusöm og mikil ham- ingja er fólgin í því að gefa af sjálfum sér. Og það gerðir þú svo sannarlega. Það er svo erfitt að hugsa til þess að við getum ekki farið til þín, talað við þig og hlegið með þér. Missir skilur alltaf eftir svo mikið tómarúm. Það er svo leiðinlegt að kveðja þig, en við höfum alltaf minningarnar um þig í huga okkar og gleymum þér aldrei. Elsku amma, takk fyrir allt. Þú varst einstök. Vid sjáum, að dýrð á djúpið slœr þó degi sé tekið að halla. Pað er eins og festingin fœrist nœr og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sœng, að þar heyrast englar tala. Og einn þeirra blakar bleikum vœng svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumar- nótt og svanur á bláan voginn. Davíð Stefánsson Elly, Halldóra, Ása, Jón og Kristófer Sigvaldi Kristjánsson Sigvaldi Kristjánsson var fæddur á Sultum í Keldu- hverfi 7. desember 1931. Hann lést í Reykjavík 11. janú- ar sl. Foreldrar Sigvalda voru Kristján Karl Sigvaldason b. í Sultum, f. 29. maí 1889, d. 11. desember 1954 og kona hans Jóhanna Elíasdóttir, f. 21. júlí 1893, d. 19. júlí 1956. Systir Sigvalda er Guðrún Ingibjrög Kristjánsdóttir, f. 8. mars 1933, gift Gunnlaugi Halldórs- syni, f. 19. október 1932. Sigvaldi kvæntist hinn 29. ágúst 1958 Ingibjörgu Þuríði Guðbjörnsdóttur, f. 20. júlí 1928 í Grænumýrartungu. Hún er dóttir Guðbjörns Benedikts- sonar, f. 29. ágúst 1989, d. 19. maí 1990 og Guðrúnar Björns- dóttur, f. 9. apríl 1906. Synir Sigvalda og Ingibjargar eru: 1. Guðbjörn, f. 30. aprfl 1958, kvæntur Jónínu M. Árnadóttur, f. 27. janúar 1959. Börn þeirra eru Silja Hlín, f. 22. júlí 1987 og Gísli Freyr, f. 6. aprfl 1991. 2. Kristján Jóhann, f. 9. júní 1960. “Fótmál dauðans fljótt er stigið”. Þannig byrjar sálmur eftir séra Björn frá Laufási. Mér komu þessi orð skáldsins í hug þegar hringt var til mín og mér tilkynnt að fyrrverandi ná- granni minn, Sigvaldi Kristjáns- son frá Sultum, hefði látist þá fyrir stundu. Ég átti leið hjá heimili hans þrem dögum áður og að sjállsögðu leit ég inn til hans til að heilsa upp á hjónin. Bæði komu þau broshýr til dyra. Jól og áramót voru nýlið- in, lítil barnabörn veittu gleði afa og ömmu sem ég fann að var varanaleg í hugskoti hjón- anna Á þessari stuttu samveru- stund kom mér ekki dauðinn til hugar og þó, ég vissi að Sig- valdi, þessi þrekvaxni maður, gekk ekki heill til skógar. Hjart- að hafði oft angrað hann, en hann leit ætíð hress til komandi tíma. Sigvaldi var frá bænum Sultum í Kelduhverfi, sonur bændahjónanna Jóhönnu Elías- dóttur og Kristjáns Sigvalda- sonar. Afkoma bænda á þess- um tíma var ekki þannig að þeir gætu safnað auði enda voru þessi hjón ekki rík. Jörðin var fremur lítil en tæki til tún- ræktar ekki til staðar, þar til Búnaðarfélagið keypti kraft- mikla vinnuvél. Þá var hafist handa við ræktun varfærnislega til að byrja með. í Sultum þurfti mikið að nota orfið bæði á tún og engjum. Gamli bóndinn var býsna duglegur en slitin voru þau hjónin bæði, enda verið öll sín bestu ár trúir þegnar mynd- arheimila á þessum slóðum. En það var einnig þeirra skóli gegnum árin. Sjá mátti á snyrti- mennsku bónda og hreinlæti húsfreyju að þau höfðu tekið eftir því sem betur mátti fara og tileinkað sér það. Ef senda átti niður í Sultu, þurfti ekki að hvetja börnin mín, heim komu þau brosandi og þakklát. Faðm- ur Jóhönnu var hlýr, góðgerðir hennar ekki við nögl skornar. Til dæmis var oft minnst á það að besta kakóið væri hjá henni, heyrði ég oft vitnað í það. Börn- in voru þeirra dýrasti Ijársjóö- ur, þau voru björt og falleg, einnig vel gefin, til dæmis hag- mælt, en það var aðeins fyrir þau sjálf. Því miður nutu þau ekki skólagöngu sem æskilegt hefði verið. Barnaskólinn í Kelduhverfi var mjög góður en frá lionum luku þau fulinaðar- prófi með prýði. Eftir fermingu fór Sigvaldi að vinna fyrir kaupi utan heimilis, til dæmis á stór- býlinu Leirhöfn. Hann hafði hug á að komast í bændaskóla. Það tókst giftusamlega, Hvanneyri varð fyrir valinu. Hann lauk þaðan búnaðarprófi. Systir hans og foreldrar önnuðust bú- störfin. Á þessu tímabili voru þau nokkuð hress. Þegar Sig- valdi kom heim, var hafist handa og byggt myndarlegt steinhús en gamli bærinn tók á sig náðir. Einnig tók að líða að starfslokum lijónanna, þau kvöddu okkur sveitunga sína þakklát að lokinni kröfulausri ævi. Einhver ár stunduðu systk- inin búskap í Sultum. Þá var Guðrún gift duglegum bónda, en hugur hans leitaði til átthag- anna. Að því kom að systkinin seldu jörðina í hendur góðra hjóna sem sátu hana vel, en nú hafa afkomendur þeirra tekið við og sameinast um að halda þar öllu vel við. Ég veit að systkinin héldu ekki á brott sársaukalaust. Mér er nær að halda að enginn dag- ur í lífi Sigvalda hafi liðið svo að hugur hans hafi ekki verið ein- hverja stund í Sultum, hann þá munað gróðurilminn frá lyng- breiðunum umhverfis bæinn er forðum fylltu vit hans af ang- andi ilmi. Einnig rauf kyrrðina margraddaður fuglakór er boð- aði vor og tók sér bólfestu um stund og kom upp ungahópnum sínum. Ég veit að þessi yndislega vorsynrfónia yfirgaf Sigvalda aldrei eða þá er hann gekk út á hljóðu vetrarkvöldi er líta mátti tindrandi stjörnudýrð og leiftr- andi norðurljósin. Víst hafði gjafari lífsins séð honum fyrir fögrum minningum til hinstu stundar. Sigvaldi settist svo að hér í Reykjavík, stundaði margvísleg störf í fyrstu en var í mörg ár starfsmaður borgarinnar. Hann var trúr þegn og þeir sem greiddu honum laun voru ekki hlunnfarnir. í Reykjavík beið gæfa hans. Hér kynntist hann góðri konu, Ingibjörgu Guðbjörnsdóttur frá Grænumýrartúngu. Þau eignuð- ust tvo syni, sá eldri, Guðbjörn, starfar hjá Heklu, hann er kvæntur Jónínu Árnadóttur frá Fljótstungu. Þau eiga tvö börn. Yngri sonurinn, Kristján á heimili í Breiðholti þar sem móðir hans hefur skjól eins og er. Báðir þessir bræður eru mótaðir af foreldrum sínum, hlýir og hjálpsamir. Sigvaldi og Kristján unnu hjá Reykjavíkur- borg og voru mjög samrýmdir. Oft eftir langan vinnudag sá ég þá í Laugardal hjá bændunum þar meðan þeirra naut við. Veittu þeir þeim oft hvers konar hjálp ef á lá. Gaman var að fylgjast með því hvað sveita- maðurinn var sterkur í vitund feðganna. Alúðin og ánægjan var auðsæ. Ilmur úr töðuflekk færði þá aftur til upprunans. Ánægjulegt var að Sigvaldi gat notið slíkra stunda mitt í há- vaða og ys borgarinnar. Einnig fangaði hann fyrir bændurna á haustin hina styggu sauði sem komu frjálsir af íjalli á haust- dögum. Nú eru bændurnir horfnir og heyannir í Laugardal heyra sögunni til. Sigvaldi hefur einnig hvatt og sér ijölskylda hans eftir veitulum sómamanni sem sá um að aldrei var þurrð í búi. Ég vil þakka honum langa vináttu. Síðan við hjónin flutt- um suður, hefur hann séð fyrir fréttum með því að færa okkur Vikurblaðið og Dag svo að tengslin við Norðurland hafa ekki rofnað. Alltaf gladdi Víkur- blaðið okkur sérstaklega með þáttum þingeyskra hagyrðinga. Ég endurtek þakkir fyrir tryggð og hjálp er Sigvaldi veitti okkur á erfiðu tímabili. Eflirlifandi ættifólki sendi ég hlýjar samúð- arkveðjur. IJvíl í friði góði drengur, allt sem gott er blessi þig- Guðrún Jakobsdóttir

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.