Dagur - Tíminn Akureyri - 07.06.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 07.06.1997, Blaðsíða 3
íDiigur-'®mnrm Laugardagur 7. júní 1997 - III SÖGUR O G SAGNIR Þessi mynd frá Ólafsvík er ein af örfáum landslagsmyndum eftir Sæmund sem varðveist hafa. vísan í Oddskviðu þar sem hann líkir hinum látna vini sínum við lax sem syndir móti straumi þeg- ar aðrir láta berast undan. En þú sem undan œfistraumi flýtur sofandi að feigðarósi, lastaðu ei laxinn sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa. Sjaldan hefur mannkostum verið lýst á eins glæsilegan hátt og í minningarljóðinu um Odd Hjaltalín: Konungs hafði hann hjarta með kotungs efnum, á líkn við fátœka fátœkt sína ól, öðrum varð hann gœfa, ei sér sjálfum, en hjálpaði sjúkur til heilsu öðrum. Um Odd hefur lítið verið skrif- að, enda öldungis óþarfi. Eftir- mæh Bjarna Thorarensen eru þess eðlis að fáu er við að bæta. Þjóðsagnaper- sóna Um Sæmund Hólm gegnir öðru máli. Hann varð þjóðsagna- persóna á meðan hann var enn á lífi og var með fyrstu íslending- um sem lærði myndhst í útlendri akademíu. Það eitt gerir hann svo forvitnilegan að nokkur ævi- söguágrip hafa verið skrifuð um hann, en satt best að segja held- ur ágripskennd og segja meira frá kúnstugum klerki, sem átti illa samleið með samtíð sinni og var uppi á móti yfirvöldunum, en lærðum listamanni. Sæmundar- kviða Bjarna bætir margfaldlega upp það sem á kann að vanta í lýsingum á þessum sérkennilega listamanni í þeim æfisögubrotum sem til eru. í íslendingaþáttum. sem út komu 27. maí s.l. var sagt frá nokkrum skrýtnum listaverkum eftir klerkinn á Heigafelli en hann var tveim öldum á undan tímanum í gerð umhverfislistar og hugmyndalistar. Kannski ekki nema von að samtímamönnum hans litist ekki á blikuna. Drátthagur prestlingur Sæmundur Magnússon Hólm útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1771 eftir fimm ára nám. Tók hann góð próf og þótti efnilegt prestsefni. En í bortfararprófs- vottorði er eftirfarandi klausa: Námfús er hann í góðu lagi og vel hæfur til bóknáms; hneigist hug- ur hans þó einkum til verklegra lista, dráttlistar öðru fremur, svo að hög listamannshönd mætti vel gera úr honum annan Apelles. Sá sem hér er vísað til var frægasti listamaður fornaldar og var meðal annars hirðmálari AI- exanders mikla Mekedóníukon- ungs og landvinningamanns. Þrem árum síðar fór Sæmund- ur Hólm til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í 15 ár. Hann innritað- ist í háskólann og lauk þaðan prófum í heimspeki og guðfræði og og eitthvað las hann í lög- fræði. Árið 1776 fékk Sæmundur inngöngu í listaháskóiann og tveim árum síðan var hann kom- inn upp í Ijórða bekk. 1779 fékk hann verðlaunapening úr silfri fyrir fríhendisteikningu og ljúka kennarar á hann lofsorði fyrir hæfileika iðni og góða hegðan. Sæmundur var mörg á í Aka- demíunni og 1783 fékk hann stóran silfurpening fyrir frí- hendisteikningu og árið eftir hlaut hann enn stærri medalíu fyrir gljápappír sem hann fann upp og síðar á árinu stóra gull- medalíu fyrir hið sama og fylgdi væn peningaupphæð. Þá fékk Sæ- mundur konunglegt einkaleyfi til að búa þennan pappír til. Þau ár sem Sæmundur var við nám í Kaupmannahöfn hafði hann lítinn styrk af fjölskyldu sinni, sem missti allt sitt í Skaft- áreldum, og oft mun hafa verið þröngt í búi. Hann sótt um prestsembætti á íslandi en fékk ekki. 1788 fór Sæmundur þess á leit við listaháskólann að fá eitt- hvað til að lifa af, þar sem hann hafði dvalið 14 ár í Kaupmanna- höfn en engar tekjur haft síðan 1781. Ekki hefur það verið glæsi- legur lífsmáti. Margt var Sæmundi fleira til lista lagt og í Höfn lagði hann stund á söng og lærði að synda. Hann var enda orðlagður söng- maður og íþróttamaður svo mik- ill, að enginn vissi afl hans, eins og oft kemur fram í sögnum af honum. Hann skrifaði ritgerðir um aðskiljanleg efni og orti eins og fara gerði þegar andinn blés honum það í brjóst. Heim í hrakn- inga Þær mannamyndir sem til eru eftir Sæmund eru flestar gerðar á síðustu Hafnarárum hans. Þær eru nú geymdar á Þjóðminja- safni. Flestar eru þær gerðar með rauðkrít á pappír og eru af nafnkenndum mönnum. Nokkrar myndir gerði Sæmundur eftir að hann kom heim og eru allar hans myndir hinar einu sem til eru af íslensku fólki sem var samtíða honum. Loks kom að því að Sæmundi Ilólm var veitt prestakall og flutti hann heim 1789 og þjónaði Helgafellsprestakalli þar til hann hraktist þaðan eftir nær þrjátíu ár og bjó sjúkur í Stykkishólmi þar til yfir lauk. Raddmaður mikill og að því skapi liðugur, segir Gísli Kon- ráðsson um söng Sæmundar. Hann hafði mest gaman af að syngja með konum og börnum. Ann hann mjög tvísöng, skrifar Gísli, brá liann þá jafnan hendi upp og ofan eftir því sem hann vildi að söngurinn gengi. Hann hefur þá slegið taktinn, en þá list höfðu þeir ekki séð vestra þar til marglistamaðurinn fór að kenna þeim að syngja og synda. Allur mannlegur dugur á burtu Sæmundur Hólm var vel liðinn af sóknarbörnum sínum en átti í sífelldum deilum við embættis- menn, presta og kirkjuyfirvöld. Langt var frá að hann væri alltaf upphafsmaður að illdeilum, og lögðu margir honum illt orð og lá við ofsóknum. En presturinn listelski hafði einnig skoðun á umhverfi sínu og lýsir því svo í dagbók sinni: Þetta þykir mér vestanlands að, að nœrri því sér aldrei sólina, vetur, sumar, vor né haust, utan kannski í bráðustu logngöddum; veður stundum svo stór, að ekk- ert verður við ráðið, þá áfreðar, blotar, ísingar, hraunkallar, ís- slettur, og hálkur, svo allt stend- ur á beinbroti; samt nennir eng- inn að búa sér til skótöltur, sem mikið líka og um allan helming hlífir skœðaskinni, sem allt er hrátt brúkað; en ef einhver vill búa það öðruvísi til, er það með háði út skammtað - og, svei! - Enginn býr til skinnföt, en gengur í um í rifnum og skitnum fótum. Svo er allur mannlegur dugur í burtu af bágum aðkaupum. nauðum langvarandi og kúgun; húsin, bátarnir, er allt eins bann- sett, af argvítugri ófyrirsjón. og bölvaðri undirrót, sem almúga- skepnunni er aldeilis ekkert að kenna og líður því aldeilis sak- laus; - það er sannarlega satt, hvað sem hver segir. - Mega svo yfirvöldin líða líka, og kaup- mennirnir líka_. Þessar hugleiðingar eru settar á blað hálfri öld áður en Karl Marx fór að velta iyrir sér hvern- ig stæði á niðurlægingu almúga- skepnunnar og búa til kenningar þar um. Það var fleira skrifað á Helgafelli en Eyrbyggja og Lax- dæla. Tíkarlegt tíkar- mál Sæmundur var kærður fyrir margra hluta sakir fyrir stiftamt- mannig og biskupi og prófastur fyrir vestan og prestar voru hon- um andsnúnir. Klögumálin gengu á víxl og 1816 dæmdi prestarétt- ur að Sæmundur hafi “forbrotið sitt prestakall, embætti og allan geistlegan verðleika.” Hann var síðar sýknaður og kvað Bjarni assessor Toroddsen upp þann dóm ásamt Geir Vídalín biskupi. Aðstoðarprestur var settur til höfuðs Sæmundi og fór þeim illt eitt á milli. Meðal annars kom upp “tíkarmál” sem málaferli spunnust úr af. Tilefnið var að þeim lenti saman séra Gísla að- stoðarpresti og séra Sæmundi í koti skammt frá Helgafelli og fóru að rífast og kastaði þá séra Gísli tík framan í séra Sæmund, er hann var komin í rúmið um kvöldið. í því málavafstri var Sæmund- ur dæmdur fyrir að fá tíkina í andlitið en sá sem kastaði henni var sýknaður. Þetta endaði í Landsyfirrétti og var Sæmudnur súknaður en sýslumaður þótt sleppa vel að fá ekki dóm fyrir rangdæmi. En svona var með- ferðin á Sæmundi Hólm í hérað. Skils þá vel hvað Bjarni átti við þegar hann orti um að listamður- inn væri út götu hrakinn. Tvennum sögum fer af dauða Sæmundar. Daði Níelsson segir í sínu ævisöguágripi, að hann hafi sagt frá sér brauðinu 1919 og fórtil veru í Stykkishólm. Þar dó hann í sæng sinni 5. apríl 1821, “ósjúkur að menn vissu. En svo sagði hann um kvöldið þegar hann ætlaði að leggjast til svefns, að mikið kviði hann fyrir þeirri nóttu.” Matthías Þórðarson, þjóð- minjavörður, hefur aftur á móti eftir Gísla Konráðssyni eftirfar- andi um dauða Sæmundar: “Vet- urinn 1821 var Hólm prestur tek- inn mjög að hrörna. Þjónustaði hann þá kerlingu þá, er Þorkatla hót, og sagði það yrði sitt síðast prestsverk.---Sagt er að Jón Kolbeinsson ( kaupmaður í Stykkishólmi, vinur Sæmundar sem tók hann að sér síðustu ævi- árin) , spyrði hann hvað hann hygði um lasleika sinn en prestur svaraði því: “ Á morgun er klukk- an gengur til 12 verður mér al- bata.” En nær þeirri stund var Hólm prestur dáinn daginn eftir, 5, apríl.” Einn af mörgum hæfileikum Sæmundar Hólm var hve forspár hann var. Kemur síðari sagan um andlát hans heim og saman við það. Hið mikla geym- ir minningin Á dögum Sæmundar Hólm var myndlistaráhugi í landinu í lág- marki. Þó virðist sem einstaka fyrirmenn og -konur hafi látið gera af sér andlitsmyndir. En miðað við það að Sæmundur Hólm var fyrsti og eini menntaði myndlistarmaðurinn hér á landi, virðist sem áhuginn á myndverk- um frá hans hendi hafi verið lítill. Nú er alls ekki víst að hann hafi tranað fram kunnáttu sinni og hæfni til að gera myndir og fari því minna fyrir þeim verkum hans en ýmsu öðru sem hann tók sér fyrir hendur og athygli vakti á sínum túna. En svo er skáldinu Bjarna Thorarensen fyrir að þakka að orðstýr tveggja mikilla gáfu- og hæfileikamanna, sem bjuggu við sjúkdóma og erfið kjör í sömu sveit á sama tíma, lifir svo lengi sem íslenskur skáldskapur þykir einhvers virði. Og þótt annar væri aumkaður og hinn spottaður báru þeir höf- uð og herðar yfir flesta samtíma- menn sína sem eru gleymdir að verðleikum. (OÓ tók saman)

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.