Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Síða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Síða 2
14 - Laugardagur 14. júní 1997 Jlagur-'SRmtrm BORNIN I LANDINU LIFIÐ I LANDINU Bamahomid Nú er enn ein sumarhelgin runnin upp með skemmtilegheitum af ýmsu tagi. Um þessa helgi er nóg við að vera. Þeir sem ekki fara í útilegu geta brugðið sér í Sólbað eða jafnvel út að hlaupa. Furðufjölskyldan er litrík og skemmtileg. Litríkt leikhús í sumar verður Furðuleikhúsið með leiksýningar á laugardögum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og verður fyrsta sýningin með hinni litríku Furðuíjölskyldu í dag, laugardaginn 14. júní. Furðufjölskyldan er löngu orðin landsþekkt fyrir skondnar og skemmtilegar uppákomur sínar. Ekki kostar aukalega inn á sýninguna og því eng- in ástæða til að sleppa henni ef maður á annað borð ætlar að vera á staðnum. Allir í skóna Kvennahlaupið er hlaup allra kvenna á landinu og allar mömmur mega taka börnin sín með meðan karlarnir sitja heima eða finna sér eitt- hvað annað til dundurs. Kvennahlaupið fer fram á sunnudaginn og hvetur Barnahornið allar mömmur til að reka krakkana í létta gallann og setja á sig íþróttaskóna. Allir út að hlaupa á morgun! Beint í veiðina Tækifæri sumarsins. Litlir og stórir veiðimenn mega vera ánægðir því að ferðafólk fær að kynn- ast veiðisvæði Sogsins á sunnudaginn frá níu um morguninn til sjö um kvöldið. Þar verður boðið upp á leiðsögn og hægt að renna fyrir lax. Þátt- taka er ókeypis og því um að gera að fjölmcnna í Sogið. Kjarnaskógur Það er tilvalið fyrir fjölskyldur sem leið eiga um Akureyri að koma við í Kjarnaskógi. Þar er frá- bær aðstaða fyrir börnin, sem og foreldrana, og um að gera fyrir fjölskylduna að vera saman úti í náttúrunni og Ieika sér. Útihátíð Einnig fyrir þá sem koma við á Akureyri eða eru í bænum. í dag er útihátíð á Ráðhústorgi, þar sem ýmislegt verður um að vera. Þar munu skemmti- legar hljómsveitir koma fram og spila, körfu- boltamót verður haldið og boðið verður upp á gómsætan grillmat. Um að gera að rölta í bæinn og fylgjast með mannlífinu. Daði Guðvarðarson, 10 ára. „Það skemmtilegasta við sumarið er að vera úti í góðu veðri. Líka að fara eitthvað út úr bæn- um og þá jafnvel til Reykjavíkur." Pétur Örn Valmundarson, 9 ára. „Það er frábært að fara til útlanda þar sem er sjór en ekki snjór. Sérstaklega vegna þess að maður fer með flug- vél sem er miklu betra farartæki en bfll.“ Sunnudagurinn verður annasamur hjá Laufeyju Jónsdóttur því að svo skemmtilega vill til að þennan dag á að skíra langömmubarnið hennar. Laufey ætlar bæði í hlaupið og skírnina og treystir því að ættingjar hjálpi til. Myn&.E.ói Bjargvættur fer í Kvennahlaupið Bjargvœtturinn í Grjóta- þorpinu, Laufey Jóns- dóttir, 81 árs, hefur far- ið í öll Kvennahlaupin frá upphafi nema ífyrra því þá var hún veik. Hún er staðráðin í því að taka þátt í Kvenna- hlaupinu á morgun. að er minn metnaður að vera í öllum kvennamálum og koma kvennamálum áfram. Ég er ein af stofnendum Kvennalistans og ég keypti á sínum tíma hlutabréf í Hlað- varpanum. Ég er voðalega ánægð með það í dag,“ segir Laufey Jónsdóttir sem stundum hefur verið kölluð „bjargvætt- urinn í Grjótaþorpinu". Veitti skjól um helgar Laufey varð landsþekkt fyrir mörgum árum fyrir vinnu sína við almennings- klósett í Grjótaþorpinu. Hún hélt kló- settinu opnu á nóttunni og veitti ung- lingum, sem ekki áttu í önnur hús að venda, þar skjól og aðstoð um helgar. Laufey varð að berjast fyrir því með kjafti og klóm að fá að halda starfsemi sinni áfram en varð að lokum að láta í minni pokann og endaði með því að húsnæðið var rifið. Laufey hefur tekið þátt í Kvenna- hlaupinu frá upphafi og farið ein í hlaupið ef því er að skipta. Stundum hefur hún farið með öðrum konum, sem búa á dvalarheimili aldraða við Vesturgötu 7 í Reykjavík, því að þær hafa gjarnan fjölmennt í rútu í Kvennahlaupið. Hún segir að líklega fari ekki margar núna því að hlaupið sé á sunnudegi og þá séu starfsstúlk- urnar að vinna. Hún ætlar þó ekki að láta það aftra sér og treystir því að eitthvert af börnunum sínum átta hjálpi sér í hlaupið. Farið í rútu „Þær fóru með okkur í hóp hér áður fyrr og þá var mér boðið með því að ég var alltaf hérna með aðra löppina," segir Laufey og á þar við samheldin hóp kvenna af Dvalarheimili aldraðra við Vesturgötu. „En þær eru ekki að vinna á sunnudögum og því fara þær ekki. Ég vildi samt að við færum sam- an í rútu því að þá fara miklu fieiri. Ef rútan tæki fullorðna fólkið þá kemur það inn í félagsskapinn og kemur kannski með börnum og barnabörnum þó að það geti ekki hlaupið. Þetta hlaup sameinar svo fjölskyldurnar," segir hún. Sunnudagurinn verður annasamur hjá Laufeyju því að svo skemmtilega vill til að þennan dag á einmitt að skíra eitt af barnabarnabörnunum hennar. Laufey stenst þó ekki mátið, hún ætlar bæði í hlaupið og skírnina. -GHS Menn vikunnar Fyndnustu mennirnir í vikunni voru þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson í forsetamynd. Með blámann allt í kring. Auglýsingin sem birtist í DV frá þeim félögum var frá- bær og smáatriðin enn betri. Krump- urnar á bindinu, íjarlægðin á milli fingranna hjá Guðrúnu Katrínu, brosið. Dásamlega fyndið.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.