Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Qupperneq 3
Jkgur-®mtmt
Laugardagur 14. júní 1997 -15
LIFIÐ I LANDINU
Kvikmyndahátíðin í
Cannes í Frakklandi
er einn þeirra stórvið-
hurða í kvikmynda-
heiminum sem kvik-
myndastjörnur ogfólk
í kvikmyndageiranum
neyðist til að láta ekki
fram hjá sérfara.
ar er nauðsynlegt fyrir stjörn-
urnar að sýna sig og kynna
væntanlegar kvikmyndir,
smástirnin láta sig ekki vanta með
íturvaxna líkama sína og heldur
ekki aðdáendur fræga fólksins sem
þyrpast að rauða dreglinum þegar
líður að sýninguin stórmyndanna.
Klemenz Bjarki Gunnarsson
frönskunemi í Háskóla íslands er
enginn sérstakur aðdáandi fræga
fólksins en engu að síður fór hann á
kvikmyndahátíðina í Cannes núna í
vor. Menningarmálaráðuneytið
franska skipulagði nefnilega sór-
staka hópferð námsmanna hvaðan-
æva að úr heiminum á kvikmynda-
hátíðina og hann var svo heppinn
að einum frönskunema frá íslandi
var boðið að vera með.
Sá eina stórsýningu
„Kvikmyndahátíðin í ár var sú
fimmtugasta í röðinni og þess
vegna var meira gert úr henni en
venjulega. Þar var jafnframt fleira
fólk og erfiðara en venjulega að fá
boðsmiða sem gilda á sýningarnar
þannig að það var ómögulegt að
komast á myndirnar sem voru að
keppa um Gullpálmann sjálfan,“
segir Klemenz.
Hann sá 14 myndir á hátíðinni
og var svo heppinn að komast einu
sinni í stóra bíóið, Palaise de Festi-
val, þar sem aðal myndirnar voru
sýndar. „Það var ekki hægt að
redda boðsmiða á þessar myndir og
það sem við þurftum að gera var að
klæða okkur upp á og mæta 2 tím-
um fyrir sýningu og bíða. Það var
ekki nóg að vera snyrtilegur heldur
þurftu allir karlmenn sem þarna
fóru inn að vera í jakkafötum með
svarta slaufu og konur í kvöldkjól-
um. Þarna stóðum við við hliðið og
spurðum að því hvort einhver væri
með auka boðsmiða. Það var stór-
kostleg upplifun að komast þarna
inn í þetta eina skipti."
Vonbrigði með Spice
girls
En hvernig blasti kvikmyndahátíðin
við Klemenz?
„Ef ég á að segja alveg eins og er
þá er borgin og andrúmsloftið allt
rosalega gervilegt. Það er allt gert
út á hátíðina, fólk leigir fhúöirnar
sínar ferðamönnum þessa daga,
sölumennskan í kringum hátíðina
er yfirgengileg og mannmergðin
rosaleg."
Er þét ekki um að rœða n.k. múg-
œsingu?
„Jú, það er ekki hægt að segja
annað. Fólk er úti á röltinu á kvöld-
in og allt í einu rjúka allir af stað í
átt að rauða dreglinum við stóra
bíóið hara til að sjá stjörnurnar
ganga ujjp dregilinn. Ég hafði hins
vegar ekki þolinmæði til að bíða eft-
ir slíku.“
Sá hann einhverjar stjörnur?
„Já ég sá nokkra fræga. Það var
til dæmis þannig einn daginn að ég
kom of seint á sýningu sem ég ætl-
aði á og var bara að vappa um þeg-
ar fólkið tryllist allt í einu og allir
hlaupa af stað. Ég ákvað að fylgja
með og þó ég væri ekkert að ýta
mér áfram þá lenti ég á ótrúlega
góðum stað til að sjá hverjir þetta
væru. En ég get ekki lýst vonbrigð-
unum þegar óg sá það. Þetta voru
Spice girls.“
Eftir þetta segir Klemenz að
hann hafi áttað sig á því hvað kvik-
myndahátíðin snúist um miklu
meira en kvikmyndir.
Rakst á Dennis Hopper
„Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyrir
ótrúlegustu hluti eins og besta
blaðamannafundinn, bestu innkom-
una og bestu framkomu þegar
stjörnurnar veifa af svölunum á
hótelinu sínu. Það var Michael
Jackson sem vann þau en hann var
voða númer í ár.“ Klemenz segir að
fiestar stjörnurnar hafi ekið um í
lokuðum bflum, gengið upp dregil-
inn og síðan horfið sjónum aðdá-
endanna. „Þess vegna var ég svo
hissa eitt kvöldið þegar ég rakst á
mann, afsakaði mig og leit upp og
horfði þá beint á Dennis Hopper
leikara. Hann virtist vera voða
frjálslegur í þessu. Ég sá líka Van-
essu Redgrave bara á röltinu."
Vildi hann fara aftur? „Ég hefði
ekkert á móti því en myndi samt
ekki sækjast neitt voðalega mikið
eftir því. Þetta var alveg nóg þarna
í Cannes. Hins vegar væri ég til að
fara aftur á kvikmyndahátíð, eins
og í Feneyjum, þar sem hátíðin
snýst virkilega um kvikmyndir en
ekki bara stjörnurnar."
Helgarpotturinn
Vitiði hver ástæðan er fyrir því að mót-
tökunefnd var send út á flugvöll eftir
Everestförunum?
Jú - Til þess að tryggja að þeir færu beint í
bæinn en ekki Keflavíkurflugvöllur - Kefla-
vík - Keflavfkurflugvöllur - Keflavík - Ytri -
Njarðvík - Keflavík - Ytri Njarðvik - Innri
Njarðvík - Ytri Njarðvík - Innri Njarðvik.
o.s.frv.
Margar ungar stúikur dreymir um
frægð og frama og sumar láta sér
kannski ekki allt fyrir brjósti brenna i því
sambandi. Fegurðardrottningin Berglind
Ólafsdóttir fyllir þó ekki þann flokk. Hún
hefur verið að reyna fyrir sér í kvikmynda-
bransanum og var í Cannes nú nýlega. í
tilefni af því gáf hún kost á sér í viðtal í
dagblaðið Suddeutsche Zeitung og lét
þau orð falia að hún vildi frekar vinna í fiski
en koma fram nakin. Hetjulegt, ekki satt?
Loftkastalagengið Ingvar Þórð-
arson, Baltasar Kormákur og
Hallur Helgason hefur staðið sig
vel í leikhúsrekstrinum og komið
upp hverri gróðasýningunni á fæt-
ur annarri. Það er kannski engin
furða þegar að er gætt hverjir hóp-
inn skipa. Hallur Helgason, dag-
skrárstjóri á Bylgjunni, ertil dæmis
Hallur Helgason. orðinn að þjóðsagnapersónu í sín-
um heimabæ og rifja Hafnfirðingar
gjarnan upp þegar guttinn hellti djúsi í
form og notaði eldspýtur í haldið. Hann
seldi svo krökkunum íspinna fyrir lítið.
Slúðrið í Allabaddaríinu segir að
Svavar Gestsson komi til
greina sem sendiherra í Helsinki,
en þar stendurtil að opna sendi-
ráð á árinu. Þykir mörgum þau
einkar sendiherralega vaxin, þau
saman, Svavar og forseti borgar-
stjórnar, Guðrún Ágústsdóttir.
Það yrði þá í fyrsta skipti í sögu
Svavar Gestsson. lýðveldisins að „kommúnisti" yrði
sendiherra segja heimildir í ráðu-
neytinu.
Bubbi Morthens og KK eru á
túr (sjá forsíðu fréttablaðs) en
engir hljómleikar laugardagskvöld.
„Ég er að lýsa boxinu,“ sagði
Bubbi á Dalvík - og þykir þá mörg-
um að popphetjan hafi mörg járn í
eldinum þegar Sýnarboxið er farið
að trufla tónleikatúra. Þeir félagar
eru alvarlega að spá i að halda
Bubbi Morthens. tónleika á Akureyri, og þá í Leik-
húsinu. „Eða Renniverkstæðinu,"
segir KK. Þeir voru í skýjunum með lífið og
tilveruna og með hvorn annan.