Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Page 8
20 - Laugardagur 14. júní 1997 |Dagur-'®tmtmt LIFIÐ I LANDINU 1969,54 ár 14 mánuðir Ninna og Halli hafa verið gift í 54 ár. Iielga og Kolli kynntust 1969. Stella og Óðinn hafa verið par í 14 mánuði. En hvað kemur í Ijós þegar Ninna og Halli rijja uppfyrstu kynni sín? Sveif andrúmsloft hippamenningarinn- ar yfir vötnum þegar Helga og Kolli fóru að vera saman? Halda Stella og Óðinn að ungt fólk í dag sé ólíkt ungufólki fyrir 50 árum? sköp svipað þá og er í dag „Ég held að við sé- um alveg þetta dœmigerða par á okkar aldri. Að vísu erum við húin að vera saman dálítið lengi sem er ekki algengt, “ segir Stella Ólafsdóttir, en hún og kœrast- inn hennar, Óðinn Viðarsson, eru á sautjánda ári og húin að vera saman í rúmt ár. > Oðinn segir að þau hafi verið saman í skóla og þekkst ágætlega áður en þau fóru að vera saman. „Þetta byrjaði allt með þessum eðli- legu potum, alltaf eitthvað að ýta í hvort annað til að sýna áhuga og þannig er þetta voða- lega mikið í dag. Byrjar með vinskap sem þróast síðan í eitt- hvað meira. Ég spurði til dæmis Stellu ekki að því hvort hún vildi byrja með mér og hún ekki mig. Það er ekkert svoleiðis í gangi í dag.“ Þau eru sainmála um það að krakkar hyrji líka nokkuð ungir að vera á föstu og finnist það bara ósköp eðlilegt. „Það er sérstaklega algengt að krakkar byrji saman þegar þeir fara í framhaldsskóla og það kippir sér enginn upp við það þó þeir séu ekki nema 15 eða 16 ára,“ segir Stella. Of snemmt að huga saman að framtíðinni Fá þau ekki að heyra það að þar sem þau fóru að vera sam- an þetta ung þá sé augljóst að sambandið hjá þeim muni ekki endast út œvina? „Jú, við heyrum það alltaf, hvort sem það eru krakkar á okkar aldri sem segja það eða eldra fólk,“ segir Stella og bætir við „en það skiptir mann bara engu máli, við erum ekki að hugsa um framtíðina út frá sambandinu." Óðinn segir lika að það sé alltof snemmt að hugsa um þeirra framtíð sam- an. „Við tökum bara einn dag fyrir í einu og það er það sem við viljum.“ En hvernig halda þau að þetta hafi verið hér áður fyrr? „Ætli fólk hafi ekki aðallega hist á balli, sérstaklega sveita- balli. Annars get ég varla ímyndað mér það hvernig þetta var, hugsa að þetta hafi verið ósköp svipað," segir Stella. „Ég veit að fólk fór ekki að vera saman þetta ungt, eða á þeim aldri sem við erum í dag. Mað- ur heyrir það á því þegar ömm- ur eða afar kynna mann þá er alltaf sagt vinur hennar Stellu og vinkona Óðins,“ segir Óðinn. „Það er strax allt annað með foreldra okkar, krakkar á okkar aldri eiga margir hverjir mjög unga foreldra og þeim finnst þetta alveg sjálfsagt. Vilja bara að við förum varlega svo að við verðum ekki jafn ungir foreldr- ar sjálf,“ bætir Stella við. Hvað með þeirra samband? „Ég er bjartsýn á það,“ segir Stella, „við erum lík í okkur og það er ágætt.“ Óðinn segist líka vera það. „Já, ég er mjög bjart- sýnn á þetta samband og lang- ar til að vera áfram með Stellu." hbg I dager hugarfarið annað „Við höfum þekkst frá því við vorum 10 ára. Vorum í skóla saman og mér fannst hann alveg ofsalega leiðinlegur þá, “ segir Áslaug Einarsdóttir, Ninna, um eiginmann sinn til 54 ára, Harald Helgason. Hann var í stuttum buxum og ullarsokkum upp í nára og það hreif mig ekki,“ segir Ninna. „Ég var þá nýfluttur í bæinn og kynntist henni fljótlega eftir að ég kom. Mér leist alltaf vel á hana, en ég þorði ekkert að gera því að hún var alltaf svo umsnúin þarna fyrst," segir Haraldur. Líkt því sem er í dag Á hvaða aldri var algengast að fólkfœri að vera saman? „Það var svona um 18 eða 19 ára aldurinn sem það var. Það var hins vegar algengt að krakkar væru ákaflega góðir fé- lagar og það var nánast ekkert um það að verið væri að para sig saman fyrir þann aldur," segir Ilaraldur. „Þegar lólk fór í samband þá var ekkert um það fyrstu árin, þ.e. áður en fólk trúlofaði sig, að verið væri að hugsa um kynferðislegu hlið sambandanna. Það er svo gjör- óh'kt því sem er í dag. Það var eins og með okkur Halla að auðvitað vorum við nær hvort öðru og í miklu nánara sam- bandi en áður þegar við vorum bara vinir," segir Ninna. „Annars var þetta held ég ákaílega líkt því sem það er í dag. Það er um vinskap að ræða sem þróast í nánara sam- band. Það þurfti að vekja at- hygli stúlkunnar sem maður hafði áhuga á og auðvitað gat það gerst hvar sem er. Böllin voru þó alltaf góður staður til að slá sér upp og þangað komu margir. Það var hins vegar ekki þannig með okkur og við fórum ekki saman á ball fyrr en eftir að við giftum okkur," segir Har- aldur. Ungt fólk vill eignast allt strax En hvað er ólíkt í sambönd- um ungs fólks í dag miðað við það þegar þau voru ung og að slá sér upp? „Það er hugarfarið sem fólk fer með í sambandið. í fyrsta lagi þá byrjar fólk miklu yngra að vera saman og í öðru lagi þá ætlar það sér ckkert endilega að vera saman í framtíðinni," segir Ninna og hún bætir við „ef ungt fólk er hins vegar komið lengra, farið að búa saman og huga að giftingu þá ætlar það sér líka að eignast alla skapaða hluti einn, tveir og þrír. Það er ekki nógu nægjusamt og myndi alls ekki sætta sig við þær að- stæður sem við bjuggum við. Eins og til dæmis þær að nota appelsínukassa sem náttborð." hbg

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.