Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Qupperneq 10
22 - Laugardagur 14. júní 1997
jDagur-'3Imnrm
Óskum eftir að ráða
starfsmann
á smurstöð og hjólbarðaverkstæði.
Skriflegum umsóknum, með upplýsingum um aldur og
starfsreynslu, er veitt viðtaka á staðnum.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Draupnisgötu 5, Akureyri.
m
Sumarhappdrætti
Framsóknarflokksins 1997.
Drætti í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið
frestaðtil 10. júlí 1997.
Velunnarar flokksins sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil
eru hvattir til að gera skil eigi síðar en 10. júlí n.k. Það er enn
tækifæri til að vera með. Allar frekari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 20 (III hæð), eða í síma
562 4480.
Framsóknarflokkurinn
FSA-Kristnesi
ÚTBOÐ
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir tilboðum í
uppsteypu og lagnavinnu við innri sundlaug Kristnes-
spítala.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Norður-
lands hf., Hofsbót 4, Akureyri, frá nk. þriðjudegi.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. júní
kl. 11.
■flA Verkfræðistofu Norðurlands hf.
W|||j Hofsbót 4 - 602 Akureyri
Sími 462 4031 • Fax 462 7415
Héraðssýning kynbóta-
hrossa á Norðurlandi
eystra 1997
Hlíðarholtsvelli v/Akureyri
Sýning hefst miðvikudaginn 18. júní. Hross í
hverjum flokki mæti til mælingar hjá Dýraspítalan-
um í Lögmannshlíð í stafrófsröð, samkvæmt sýn-
ingarskrá í eftirfarandi aldurshópum:
Miðvikudag 18. júní kl. 9-12.30 Stóðhestar, allir flokkar.
, Sama dag kl. 13.30-18 Hryssur 6 v. og eldri A-L.
i Fimmtudag 19. júní frá kl. 9
■ Sama dag frákl. 15
Hryssur 6 v. og eldri M-Þ.
Hryssur 5 og 4 vetra.
|Sýningarskrá til sölu á mótsstað og hjá BSE Óseyri 2.
]Yfirlitssýning verður á Hlíðarholtsvelli
föstudaginn 20. júní og hefst kl. 20.30.
Júnaðarsamband Eyjafjarðar.
FJALLALIFIÐ
Jon Krakauer fór uppá hæsta tind
veraldar - og síðan hefur sam-
viskubitið ekki látið hann í friði.
Söluferðir upp á
hœstu jjallstinda
jarðarinnar grafa
undan fastmótuð-
um siðareglum
fjallamanna.
Everest
eitrar út frá sér
ann 10. maí 1996 fór
blaðamaðurinn Jon
Krakauer upp á tind Ev-
erest í hópi „ferðamanna" sem
höfðu keypt sér aðstoð leið-
sögumanna til þess að komast
upp á fjallið. Krakauer komst
að því að það er mikill ábyrgð-
arhluti að bjóða lítt eða jafnvel
óreyndu fólki upp á „pakka-
ferðir" þangað upp eftir.
„Fjandinn hafi það, þetta eru
hlutir sem mann dreymir um.
Hvers vegna getur maður þá
ekki notið þeirra?“ segir
Krakauer eins og við sjálfan
sig. Svarið er hins vegar ljóst:
Þegar Krakauer var staddur
uppi á tindinum brast skyndi-
lega á ofsarok og níu manns
létu lífið. í leiðangurshópnum
sem hann var með komust
fimm á toppinn. Allir týndu þeir
lífinu nema Krakauer. Nánasti
vinur hans í hópnum dó.
„Og ég átti hlut að þessum
dauðsföllum," segir Krakauer.
Röð óhappa varð til þess að
félagar hans í leiðangrinum
lentu í sjálfheldu. Öll áform um
að snúa aftur á tilskildum tíma
urðu að engu. Síðan kom óveðr-
ið, í sjálfu sér ekki nema venju-
legur stormur þar efra.
Krakauer var þá þegar á leið-
inni niður. Hann fór framhjá
einum leiðsögumannanna, sem
átti í einhverjum vandræðum
og virtist ekki bregðast við þeim
á réttan hátt. Ef þetta hefði ver-
ið raunverulegur ijallaleiðang-
ur upp á gamla mátann hefði
Krakauer fundið sig knúinn til
að koma honum til aðstoðar. En
þarna var staða þeirra tveggja
gerólík. Annar átti að vita hvað
hann var að gera, hinn var
bara ferðalangur í „pakkaferð".
„Söluferðir upp á Everest
ganga þvert á öll gildi íjalla-
mennskunnar sem ég trúði á:
Að treysta á sjálfan sig, halda
trúnað við hópinn og hugsjón-
irnar. Ég var stöðugt að hamra
á þessu í ferðinni - en þegar á
reyndi, sagði ég við sjálfan mig
að ég væri bara „viðskiptavin-
ur“. Það er þetta sem er að
naga mig.“
Krakauer hélt áfram niður
fjallið og leiðsögumaðurinn
varð á endanum úti.
Háíjallaklifur tók í raun á sig
gerbreytta mynd eftir að tveir
bandarískir kaupsýslumenn á
sextugsaldri, Dick Bass og
Frank Wells, tóku sig til um
miðjan síðasta áratug klifu sjö
af hæstu tindum veraldar, þar á
meðal Everest. f bók þeirra fé-
laga, „Seven Summits“ sem
kom út árið 1986, lýstu þeir því
yfir að þeir hefðu verið með
„svo litla klifurreynslu að þeir
gætu varla einu sinni talist til
áhugamanna." Nú er svo komið
að ólíklegasta fólk kaupir sér
pláss í hópferð undir leiðsögn
reyndra manna upp á Everest
tind. Verðið er 65 þúsund doll-
arar á kjaft.
„Fyrir þann tíma var fjalla-
klifur enn eins og lítil klúbb-
starfsemi - svolítill menningar-
kimi sem einkenndist af hug-
sjónamennsku og átti sér skýr-
ar siðareglur,“ segir Krakauer.
Það var tímaritið Outside
sem sendi Krakauer í eina slíka
ferð til þess að kynnast þessum
breytingum af eigin raun. Þrátt
fyrir það að Krakauer væri
reyndur fjallamaður frá fyrri
árum leit hann samt ekki á sig
sem einn úr hópi hinna útvöldu.
„Ég átti alls ekki heima uppi á
Everest," segir hann.
Krakauer var þar með sjálf-
ur orðinn efniviðurinn í þeirri
frétt sem hann ætlaði sér að
skrifa: Hvernig peningar og
leiðsögumenn hafa breytt sið-
ferði og siðareglum fjallafar-
anna. Og vissulega fékk hann
fréttina sem hann ætlaði sér að
ná í. Hann skrifaði metsölubók
um reynslu sína, „Into Thin
Air“, og hún er þegar orðin sí-
gild sem slík. En það sem hann
var í rauninni á höttunum eftir
var sjálfur tindurinn. „Ég
myndi hætta lífi mínu fyrir
ljallaleiðangur. Ég myndi ekki
hætta lífi mínu fyrir frétt.“
Áhætta hefur alltaf fylgt
ijallamennsku, ekki síst
háíjallaklifrinu. A.m.k. 154
hafa týnt lífinu á Everestljalli,
þar af 7 á þessu ári og 12 í
fyrra. Rétt rúmlega 700 manns
hafa náð á tindinn. Tölurnar
tala sínu máli: Fyrir hverja
fimrn sem náðu á toppinn hefur
eitt mannslíf tapast.
„Ef engin væri áhættan, þá
tæki því ekki að gera þetta,"
segir Krakauer, og fellst þar
með á aðra hlið málsins. Síðan
þagnar hann, lítur upp í loftið
og veltir fyrir sér hinni hliðinni.
„En það virðist svo innantómt
og barnalegt að segja slíkt þeg-
ar 12 manns deyja."
Byggt á Los Angeles Times.