Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Síða 14
26 -Laugardagur 14. júní 1997
,31íxgur-®{mttm
Anna hefur aldrei notað þennan
kjól sem hún keypti í búð í Berlín
sem selur notuð föt. „En mér finnst
svo gaman að horfa á hann. Hann
passar á mig en konan sem hefur
átt hann hefur verið töluvert minni
en ég þannig að mittið er rétt undir
brjóstin. Hann er svolítið sérstakur
þegar ég er komin í hann.“
Anna Halldórsdótt-
ir söngkona er ekki
búin að ákveða
hverju hún œtlar að
skarta á undan
Sting þann 25. júní.
• •
nnu hefur góðfúslega ver-
ið bent á að hafa sig
meira til,
mála sig
meira, nú þeg-
ar hún er jú að
verða poppari,
þá sérstaklega
á sviðinu. „En
þetta skiptir
máli, maður
þarf eitthvað
að pæla í
þessu. Ég
þekki þetta líka vegna þess að
ég hef verið í leikhúsi og tekið
þátt í leiksýningum. Ég man
þegar förðunardaman var að
mála mig og mér fannst hún
vera að setja alveg skelfilega
mikið á mig. Svo fór maður á
sviðið og þá skildi tilganginn
með þessu. Þegar ljósin eru á
manni hverfa oft allar útlínur.
Ljósin eru óeðlileg þannig að
það þarf að skerpa útlínurnar.“
ímyndin
Fólk í sviðsljósinu mótar sér oft
ákveðinn stíl og vilja með hon-
um gefa einhvers konar skila-
boð um hvers konar manneskja
sé á bak við þessi jakkaföt eða
glamúrdress. „Ég held að þetta
sé allt ómeðvitað hjá mér. Það
er eiginlega núna fyrst sem ég
er farin að hugsa um þetta,“
segir Anna og er frekar illa við
alla ímyndarsköpun fyrir sviðs-
ljósið. „Mér finnst að maður
eigi bara að
vera maður
sjálfur í þessu.
Maður hefm-
einhverjar hug-
myndir um
hvernig maður
vill klæðast en
það er ekkert
meðvitað að
búa til ein-
hverja ímynd. Þér finnst eitt-
hvað fallegt og þú klæðist því.
Það er ekkert flókið mál. En
kannski finnst fólki að af því að
maður er eitthvað í poppinu og
búinn að vekja einhverja at-
hygli að þá þurfi maður strax
að fara að hugsa ofsalega mikið
um þessa hluti."
Páll Óskar lengst
kominn
Hún segist þó gera sér fulla
Ekki vera alltaf
svona skíthrceddur
að tapa einhverju
ef þú verður ekki
vinsœll.
grein fyrir því að tónlistarfólk
sem er að gera tónlist af ein-
hverri alvöru verði að hugsa
um hvaða manneskju það er að
kynna til leiks. „Þetta er bara
ekki minn karakter. En ég skil
alveg þessa markaðshugsun og
ég held að Páll Óskar sé svona
þróaðastur í þessu. Hann spáir
mikið í ímyndina og það hefur
virkað mjög vel.
Það eru náttúrulega gerðar
alveg gríðarlegar kröfur til út-
litsins í þessum heimi og marg-
ir segja að það sé stundum
meiri kröfur gerðar til útlitsins
en til þess sem ætti að skipta
máli. Þetta er sérstaklega í tón-
listarbransanum: ímyndin er
ofar öllu. Það er
„Ég er ekki mikið fyrir að ganga með skartgripi. Pæli ekki í þessum 18 ka-
rötum eða hvað það nú heitir. Þetta er ósköp látlaust hálsmen og mamma
keypti þetta út í útlöndum. Hún notaði það aldrei og ég hreifst alltaf af því
þegar ég var stelpa. Hún gaf mér það svo að lokum og ég nota það mjög
oft,“ segir Anna. uynd. þök
oft alveg yfirgengi-
legt. Fólk á ekki að
láta svona hluti
stjórna sér. Menn
átta sig oft ekki á
því að þeir geta
stjórnað þessu
sjálfir. Þeir geta
ákveðið að elta
ekki þessa tísku-
strauma og þora
því. Ekki vera allt-
af svona skít-
hræddur að tapa
einhverju ef þú
verður ekki vin-
sæll.“ lóa
„Þennan kjól fékk ég í
Fríðu frænku hjá
henni Önnu Ringsted.
Mig vantaði einhverja
flík fyrir Villta morgna
og þarna var bara
þetta dress og ég var
yfir mig hrifin af því.
Þetta er algjörlega
handsaumaður kjóll
og svo er alltaf svo
góð lykt af honurn,"
og þó hefur Anna
aldrei sett neitt vel-
lyktandi á kjólinn. „Ég
er alveg viss um að
það hefur einhver
stórkostleg kona átt
hann.“
Gríðarlegar kröfur