Dagur - Tíminn Akureyri - 14.06.1997, Side 17
|Dagmr-'3Iímttm
Laugardagur 14. júní 1997 - 29
Seljavallalaug. í hvaða kvikmynd kemur hún við sögu. Spurning nr. fimmtán. Mynd: Páll
Jónsson, Akureyri.
Land og þjdð
Sigurður Bogi «•
Sævarsson
skrifar
9.
1. Á sjötta áratugnum var að hluta til
tekin upp í Grindavík kvikmynd,
byggð á sögu eftir Halldór Laxnes.
Hver er sagan?
2. Myndin hér neðst á síðunni er úr
byggðarlagi á höfuðborgarsvæð-
inu, sem á sér ekki nema óraun-
verulega stoð í tilverunni. Hvar er
myndin tekin?
3. Það fólk, sem hér er á eftir nefnt,
er allt úr sama kaupstað á Vestur-
landi. Hvaðan eru Ifelgi Daníels-
son, yfirlögregluþjónn í RLR, Pétur
Pótursson, fv. knattspyrnumaður
og ljósmyndari, Inga Jóna Þórðar-
dóttir, borgarfulltrúi, og Ólafur Páll
Gunnarsson, stjórnandi Rokklands
á Rás 2?
4. Hamar er ba:r í Þverárhlíð í Borg-
arfirði. Þaðan er eitt af þekktari
skáldum þjóðarinnar og kennir sig
jafnan við bæinn. Hver er maður-
inn?
5. í Sauðlauksdal við Patreksf|örð
voru gerðar merkar landbúnaðar-
tilraunir á átjándu öld, sem sr.
Björn Halldórsson stóð að. Fyrstur
manna ræktaði hann hérlendis
grænmetistegund, sem í dag er
ómissandi, og fyrstur manna hóf
Björn landgræðslustörf hérlendis,
með hleðslu grjótgarðs sem enn
sést. Hver er grænmetistegundin
og hvað heitir grjótgarðurinn, sem
enn sést?
6. Ein af radarstöðvum Atlantshafs-
bandalagsins er á íjalli ofan við
Bolungarvík. Hvert er ijallið?
7. Þegar ekið er norður í land er farið
um Línakradal, þegar kornið er úr
Sérstakt byggðarlag á höfuðborgarsvæðinu.
Eða hvað. Spurning nr. tvö.
Miðfirði. Af hverju dregur dalurinn
nafn sitt?
Fyrir nokkrum árum kom út bók
eftir Ómar Ragnarsson sem ijallaði
um sérstæða konu í Hvammi í
Langadal. Hvað hét konan fullu
nafni og hvað hét bókin?
Við Aðalstræti á Akureyri er versl-
un sem selur vöru sem sérstakra
vinsælda nýtur í heitri sumarsól.
Hvað heitir verslunin og hver er
varan?
10. Af hverju draga Þingeyjarsýslur
nafn sitt?
11. Um þessar mundir er minnst tíma-
móta í sögu Egilsstaðabæjar. Hver
eru þau?
12. Þegar ekið er upp úr Hornafirði og
yfir í Lón er farið um veg þann
sem er brattasti hluti hringvegar-
ins. Hvað heitir þessi vegarkafli og
hve brattur er liann í gráðum tal-
ið?
13. Hver er þjóðgarðsvörður í Skafta-
felli?
14. Austast á Mýrdalssandi er fjöldi lít-
illa steinvarða, en siður ferða-
manna á fyrri tíð var að merkja för
sín yfir sandinn með vörðuhleðslu.
Hvað heitir vörðuþyrpingin?
15. Myndin efst á síðunni er af Selja-
vallalaug undir Eyjafjöllum. Hún
var gerð snemma á öldinni og
markar bergstál vinstri hlið henn-
ar. í hvaða íslensku kvikmynd
kemur laugin við sögu, í harm-
sögulegu atriði?
16. Árið 1940 var á Suðurlandi gerð
fyrsta loftárásin á íslandi. Hvar átti
hún sér stað?
■}S8( .uiqbui uuig '!ss0j[.»s
y. Qipaq juiojg ngjoq uinunjpsQjj}s y ua
‘jB|OA$nun|3uojds jujjfsXt} uinuuouiSnu
ju njqjysnjiQ b qjoS jea issacj sbjbjjo j gj
■8nBlB|}BA
-ufios i i3b|1>qj.)jb|05|s i Bqipis jBu?|>|njp
q[j)S Buioq 'jn)>|und ‘jniqunu luuipuAui j
jnQjOABiBqsjnBq }, [
uoss)>[ip9uaa
UBJ0)S .19 !1I0JB)JB>(S i JnQJ(Iasqjb8Qoj([ í;i
B>(!9I))Bjq qb jn
-qbj8 9j ja qjb>|sbuubuiiv um uuunSaA -jjj
'jnQBpuÁui jba jnddajq
-BQB)SS|!gg TAtf BJJ JB 0S W?J U.IO UJQH -JJ
!)0fuBpUBjiBf>is uqj9aubq9u i ‘AaSujq
juuAa jb iqs ujuu BÍÍBjp jrqsAsjBfÁaSuici oj
uinSopjBips b upiæsuiA .in
-)au jEtf uuisi 8o BfuÁJa Ji)iaq 0!unis.].)\ o
b8uba ubijbas qoui b3ubj\ ujqoq
ua - ‘.nnppjBQJndjs ).).inJB[\ )aq ubuojj 'p
BjSas Jippuuaq
jo lAtf qb ‘bujoj (!) Qnpunjs jqæjjpq jba
uinssotf JBp I QB IAtf JB QlSajp J0 QIJBN ' L
'IIB&BIOg '9
•jn)B|8un)i )oq uuunQJB8n|SQæj8
-puB'j ipuiq B jpq jnuP)JBq buubui
jn)sjAj iQBjqæj iBpsqnuiQnBS i ujofa 'JS 'S
ijuibh bjj uuiajsjoq ■ j
qsouBjqv bjj jo >qpj eqoS B))aq )||v '£
UBfAaBUPfa JBuuuupuAui
-quq bu3oa jba qjoS uios qduiBqjipdjjj.
jb puAuiipoi nunqp) ;.ij[ocj jb ja tupuAjv g
•BqiBA b>ubs j
uoas
Fluguveiðar að sumri (23)
Hvað er í maganum?
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Astóru stöðuvatni í
Bretlandi fara
menn á stórfiska-
veiðar með flugu sem
heitir „dauður fugl“. Það
er hún. Dauður fugl. Stóru
urriðarnir í vatninu lialda
sig á miklu dýpi. Þeir vilja
mat. Fugla til dæmis. Þess
vegna trolla menn með
sökklínu og fluguna
„dauðan fugl“.
Eru það fluguveiðar?
Frekar fuglaveiðar! Við
erum auðvitað komin
nokkuð langt frá hinni
eðlu íþrótt og list: ílugu-
veiðunum. þegar við drög-
um á eftir okkur á mótor-
báti eftirlíkingu af dauð-
um fugli. En allt á þetta
sér skýringuna í því að
þeir stóru vilja alvöru mat
og eru stórir vegna þess
að þeir kunna að varast
klæki veiðimanna.
Svarið við því er að
hnýta fugla, mýs,
froska... ferming-
ardrengi?
Margir veiði-
menn hafa fyrir sið
að spretta upp
maga silunga til að
skoða hvað þeir
eru að eta í það
skiptið - svona til
að velja þá flugu
sem líklegust er. Þetta er
auðvitað bráðnauðsynlegt
nema maður þekki veiði-
vatnið þeim mun betur.
Það getur verið ári erfitt
að ná þeim fyrsta, en þeg-
ar hann er kominn á land
ætti veiðimaðurinn að
skoða í hann. í maganum
sjálfum er venjulega allt
komið í graut, en í vélind-
anu og kokinu er oft að
finna það sem hann var
einmitt að éta þá stund-
ina. (Ristið fiskinn á kvið,
skerið þvert á slönguna
sem liggur frá munni og
niður í maga. Þetta kreist-
ir maður varlega, setur í
grunna skál með vatni
eða vætir lófa sinn og
leysir sundur skordýra-
leifarnar.) Flugur, púpur,
lirfur - þetta kemur oftast
í ljós. Stundum klekjast
þessar púpur út í lófa
manns og fljúga upp!
Ég man þegar ég
heyrði fyrst að urriðarnir
f Laxá í Þingeyjarsýslu
tækju andarunga að mér
fannst það frekar ótrú-
legt. En þetta vita bændur
vel og lilógu mikið að
breska aðalsmanninum
hér fyrr á öldinni sem
safnaði straumandarung-
um í vik í ánni, sem hann
tjaldaði yfir með neti. Þeir
hurfu! Teknir neðan frá.
Nú hef ég séð hverng
andarungi lítur út frá
sjónarhóli urriða. Það var
í fyrra að við tókum
myndir með sjónvarpsvél
sem lögð var á árbotninn
til að fylgjast með lífinu.
Fyndið var að sjá litlu
hnoðrana blaka sér áfram
á yfirborðinu, eins og vél-
in sá þá neðan frá. Fynd-
ið, þangað til við fundum
einn slíkan í urriðamaga.
í heilu lagi. Þá skildum við
samhengið: þessar litlu
blöðkur, andarungalappir,
og fiðurhnoðrinn sem
knýr þær áfram, eru ein-
faldlega alltof spennandi
fyrir gráðugan urriða.
Fiskurinn sem við sprett-
um upp á fyrsta degi
veiðiferðar var með unga
í heilu lagi í maganum,
gogg og lappir og stél;
það var enginn stórfiskur
sem gæddi sér á: 4 pund.
Margir hafa séð síli í
mögum fiska, og þessi
sem ég sýni með pistli
dagsins, hafði fengið sér
ærlega að éta í hornsíla-
torfu. (Banamein: muddl-
er.) Vinur hans var með
níu svona munnbita inni í
sér! í Vatnsdalsá sá ég
einu sinni að stóru fisk-
arnir eru frakkir. Ég hafði
ekki orðið var. Leitaði
lengi að fiski með vinsælli
straumfiugu, þegar loks
tók fiskur. fnnan við pund,
en ekkert seiði. Sein ég
dró fiskinn inn lét hann
öllum illum látum - og dró
að sér annan fisk sem ég
vifdi liafa haft á færinu!
Risastór! Sá var ekki
dónalegur þar sem hann
réðist gegn fiskinúm litla
og hófst nú tryllingslegur
eltingaleikur fyrir framan
mig. Sá stóri elti með gap-
andi kjaft, en hinn barðist
við stöngina sem ég hélt í
annars vegar, og hins veg-
ar að komast burt frá rán-
dýrinu! Þetta kallar mað-
ur að lifa áhættusömu lífi
hugsaði ég um leið og sá
litli þaut undir bakkann
þar sem ég stóð; svo
komu þeir báðir út eftir
andartak og þá náði ég
að kippa þeim litla upp -
en stóri drjólinn sem ég
vonaðist til að héngi á
hinum synti burt!
„Dauður fugl“ þarf ekki
að vera vitlaus fiuga hér á
landi. í fyrra fékk veiði-
maður í Laxárdal fisk sem
hafði að geyma skógar-
þröst í maganum! Skóg-
arþröst! Og margir luma á
hnýttum músum í boxinu
sínu. Þetta með mýsnar
er auðvitað ekkert grín.
Ég hef sjálfur séð urriða
elta mús!
Það bar þannig til að
við félagi minn, Óskar
Páll, höfðum verið við
merkingar á silungum í ■
Laxá í Mývatnssveit allan
vorkaldan daginn, lúnir
og veðurbarðir vorum við
að tygja okkur burt. Þetta
var þar sem stíílan er við
skurðinn í Geirastaða-
landi, þar er hátt niður í
útfallið undan stífiunni og
klettaveggir á báða vegu.
Þegar stíflan var gerð var
sprengdur hellir inn í
klöppina og þar er gegn-
umstreymi og þar búa
stærstu urriðar sem ég
hef séð; þar heitir DAS:
Dvalarheimili aldraðra
silunga.
Drekarnir búa í hellin-
um og láta sig berast
stöku sinnum niður í pytt-
inn þar sem útfallið er;
uppi standa veiðimenn og
horfa löngunarugum á
tröllin, en ná sjaldnasl að
kasta þarna upp í
þrengslin og enn sjaldnar
að setja í fisk. Nú stóðum
við Óskar á stíflunni í
kvöldgarranum og horfð-
um á þetta líka tröll sem
svifaði að og frá klettinum
beint fyrir neðan
okkur, þarna langt
niðri. Til að gera
langa sögu stutta
ákváðum við (í
nafni vísindanna)
að kasta mús fyrir
tröllið - sem er
strangt til tekið
ósiðlegt þar sem
við stóðum, og
óleyfilegt, og það
myndi vera tveggja
manna verk að landa hon-
um og merkja, en við
ákváðum samt að láta
slag standa - í þágu vís-
indanna. Við vildum
reyna músatilgátuna. Ósk-
ar var nýkominn frá út-
löndum, með ekta
sænska mús. Þessi ósköp
settum við á og slökuðum
línunni út. Vindurinn
greip loðið nagdýrið og
feykti því yfir pyttinum,
svo lenti það á vatninu og
flaut. í djúpinu sveimaði
drekinn. I næstu atrennu
lenti músin beint ofaní
pyttinn, og nú orðin vot,
sökk hún undir yfirborð.
Þetta var stund sannleik-
ans. Stóri skugginn lyftist
tignarlega með fögrum
sveig; hann lét strauminn
bera sig upp mót músinni
sem dinglaði, við sáum
hvernig ginið opnaðist og
við horfðum þráðbeint
niður í hvítt kokið; hann
kom rólega upp að kvik-
indinu. Þá stöðvaðist
hjartsláttur okkar og
blóðið fraus. Músin dillaði
skottinu. En. Eitthvað var
að. Hvort hann sá að
þetta var sænsk mús, eða
hvort hann sá hvít andlit
okkar uppi á stíflunni þar
sem við góndum stjarfir
niður veit ég ekki. Urrið-
inn lokaði kjaftinum upp
við litla dýrið og hvarf í
myrkrið; lét hellinn
gleypa sig.
Síðan hef ég ekki haft
ástæðu til að efast um
mýs í mögum silunga.