Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Qupperneq 1
Ijrlr Id.
|Dcigur-®tmtmt
LIFIÐ I LANDINU
FÖStudagur 20. júní 1997 - 80. og 81. árgangur - 113. tölublað
Sigurdór Sigurdórsson segir silungin í Elliðavatni betri en silung annarra vatna.
Mynd: JAK
EUiðavatn enffn líkt
Veiðimennska í ám
og vötnum hefur
notið vaxandi vin-
sœlda á síðari ár-
um. Nokkuð eru
skiptar skoðanir á
því hvort betra eða
skemmtilegra sé að
veiða lax eða silung
og vilja margir
meina að silungs-
veiði og þá einkum
bleikjuveiði í vötn-
um sé erfið, vegna
þess að bleikjan láti
ekki freistast af
hverju sem er.
Sigurdór Sigurdórsson hef-
ur stundað silungsveiði í
Elliðavatni í 11 ár. Segir
vatnið engu líkt, það sé hrein
náttúruperla og þar að auki sé
silungurinn í
því betri en
annar silungur.
Það sé að
þakka sérstök-
um kuðungi,
sem hann nær-
ist á, sem or-
sakar að sil-
ungurinn er
feitur og patt-
aralegur og afskaplega bragð-
góður. Sigurdór hnýtir allar sín-
ar flugur sjálfur og hefur m.a.
búið til eina sem hann segir
fiskna. Hann gaf blaðamanni
uppskriftina og er hún hér að
ofan ásamt mynd af flugunni.
Sigurdór sagðist hafa veitt víða
áður en hann kynntist Elliða-
vatni, en Stefán Jónsson, fv.
fréttamaður og alþingismaður
og var kunnur fluguveiðimaður,
sagði honum af dásemdum
Peter Ross flug-
an þverbrýtur
allar reglur en
veiðir samt.
vatnsins og að það væri eins
konar háskóli fluguveiðimanna.
Sá sem gæti veitt í Effiðavatni,
væri sannur meistari, því sil-
ungurinn þar væri var um sig.
Vatnið er að
hluta tilbú-
ið, en er í
raun 2
vötn,
Ilelluvatn
og Elliða-
vatn, tengd
saman. í gegn-
um Elliðavatn
er læna, EU-
iðaá, en að öðru leyti er vatnið
mjög grunnt og hægt að vaða
það mest allt, viti menn hvar á
að ganga. Umsjónarmaður
vatnsins, Vignir, heldur öllu
umhverfi hreinu og fallegu og
þarna sést aldrei rusl. Nú er
búið að koma upp aðstöðu til að
grilla og leggja göngustíga.
Þetta er orðið topp útvistar-
svæði, segir Sigurdór.
Nokkuð margir fastagestir
eru við vatnið, en það þolir
mun meiri veiði, fiski hefur
fjölgað mjög í vatninu og bara
gott að grisja aðeins.
Litfagrar flugur
Fyrir óvana er allt
þetta flugutal dálítið
ruglandi svo
Sigurdór er
beðinn um að
útskýra hugtök-
in nánar.
- í stórum
dráttum er um
að ræða annað
hvort þurrflug-
ur eða blaut-
flugur. Munur-
inn er sá, að
þegar verið er
að fiska með blautflugu, þá er
henni kastað út og hún látin
Bleikjan er fljót
að hrœkja út úr
sér ónglinum ef
hún finnur að
þetta er plat.
sökkva. Svo er kippt laust í og
svo er flugan dregin hægt að
landi. Oft tekur fiskurinn flug-
una þegar verið er að kippa í,
vegna þess að hreyfingin líkist
því að lirfan sé að fljóta upp frá
botninum.
En að vinna með þurrflugu
er meiri vandi. Ilún er minni
og er vatnsvarin til að hún
sitji ofan á vatninu. Fiskurinn
heldur að þetta sé lirfa sem er
að losna úr púpunni sem tekur
aðeins nokkrar sekúndur. Því er
nauðsynlegt að
bregðast hratt
og vel við þeg-
ar flugan
hreyfist og fisk-
urinn hefur
tekið hana. Þá
getur sekúndu-
brot skipt máli,
því fískurinn er
afskaplega
fljótur að
hrækja henni
ef hann finnur að
út úr sér
þetta er plat.
Framhald ábls 14