Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Page 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Page 3
33itgnr-®tmmrt Föstudagur 20. júní 1997 - 15 LIFIÐ I LANDINU Hvað viltu sýsla þegar sólin skín? Lífið í landinu fór á röltið og stöðvaði fólk til að leggjafyrir það andstyggilegar spurningar (í Ijósi undangengins kuldakasts): Hvað viltu gera þegar sólin hellist yfir okkur? Hver er þín uppáhalds-úti- vistariðja? Sól og sund Flýgur í miðnætursólinni „Ég hef rosalega gaman af því að spila körfubolta úti á sumrin," sagði Örn Smárason, tók ofan húfuna og afhjúpaði skínandi krúnurakaðan skallann a la þeldökka atvinnumenn í faginu. „Svo er ég mikið að fljúga," sagði hann og í Ijós kom að kappinn er búinn að læra á litlar einshreyfilsvélar og gerir mikið af því að fljúga að sumarlagi. Ekki spill- ir þegar næturnar eru orðnar bjartar og hann segir rosalega gaman að fljúga í miðnætursólinni. Ódugleg viö aö grilla „Mér finnst gaman að fara í sund og ég hef verið dugleg við að fara í sund og syndi yfirleitt svona 4-500 metra," segir Svala Steinþórsdóttir. Svala segist aðallega fara í sund á sumrin og vorin en fór líka yfir vetrartímann hér áður fyrr. „Ég er með gígt og þá er maður aumari af sér þegar kalt er.“ Pví skal engan undra að harðindalegar svefnnætur í útilegum heilla hana ekki. Svala tilheyrir heldur ekki þeim fjölmenna hópi íslendinga sem stundar sumarsportið: að grilla úti. „Ég er frekar ódugleg við að grilla." Telmu Kristjánsdóttur þykir mest gaman að fara í sund þegar sólin vermir (hvernig var það nú aftur?) landið og hlý golan (??!?) leikur við rjóðar kinnar. Þegar hann viðrar þokkalega reynir hún að grilla og þá helst eitthvert gott kjöt. Svo finnst henni einfald- lega gott að vera úti þegar gott er veður og sumarfrí. úyndin jhf Hamborgara á grilliö mitt „Ég vil fara í sund og grilla. Það er toppurinn," segir Samúel Björnsson, „og helst vera í útilegu líka, það er ennþá betra." Það er sko ekki lambakjötið sem þessi herramaður vill helst af öllu setja á grillið heldur hamborgara! „Þú færð ekkert betra en ham- borgara á grillið, ja eða læri, lambalæri ókei.“ Þegar gengið var á Samúel samþykkti hann þó að lambalærið væri ágætt. Svo fremi að með því séu bakaðar kartöflur, smér og rjómalöguð pipargráð- ostasósa (og værð færðist yfir andlitið meðan hann þuldi upp krásirnar). „Svo er voðalega gott að hafa rauðvín með...“ Sumar- máltíðin fullkomnuð! Afstöppun með fjölskyldunni Svavar Þór Guðjónsson er ekki svona maður sem æðir upp á fjöll eða klífur kletta um leið og hann rífur sig upp með smá glennu.“Ef góða veðrið hittist á helgi vil ég náttúrulega helst fara í útilegu með fjölskylduna og vera úti í náttúrunni með krökkun- um.“ Svavar nýtir góð veður fremur til afslöppunar en rífandi aktí- fitet þó að fyrir komi að hann renni fyrir silung. „Svo er gott að liggja í sundi og slaka á einhvern hluta af deginum. Og það er líka gaman að fara út að hlaupa í góðu veðri - maður hefur nú ekki gert mikið af því núna í kuldanum." Liggja eins og skata Kolbrún Þorsteinsdóttir var að stafla tómum pappakössum í sendiferðabíl þegar hún var gripin um kvöldmatarleytið í vik- unni. Og það vafðist sko ekki fyrir henni hvað hún vildi helst gera kæmi 27gráðu-dagur-númer-2. Hún myndi hiklaust fleygja sér í sólbað og liggja þar „eins og skata" líkt og okkur innisetufólkinu af fiskveiðiþjóðinni er tamt að segja þegar tal- ið berst að sólböðum. „Svo vil ég borða ís og hafa það næs. Það er auðvitað voða gott að hreyfa sig líka en helst vill mað- ur nú bara liggja og verða brúnn." Nennir ekki að æfa Arnar Freyr Sigþórsson er átta ára gamall gutti og áhugamaður um fótbolta en stundar engar íþróttir sjálfur. „Mér finnst gaman í fótbolta, ég bara nenni ekki að æfa." Hins vegar nennir hann vel að fara í útilegur og finnst það eitt hið skemmtilegasta við sum- artímann. Fótboltinn fær þá að fljóta með í bílnum og Arnar og bróðir hans sparka tuðrunni í útilegunni. Getur þá verið að Rón- aldo (uppáhaldsfótboltagarpurinn) standi Arnari fyrir hugskots- sjónum, eða bara besta liðið Manchester United eins og það leggur sig.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.