Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Síða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Síða 6
18 - Föstudagur 20. júní 1997 ÍDagur-(Etmtrat MENNING OG LISTIR Dagur í sumarbúðum 3. flokkur 1997 í Vatnaskógi, ásamt starfsfólki í eldhúsi og foringjum. S Ahverju sumri eru um 1000 drengir í Vatnskógi. í hvejum flokki eru að jafnaði um 95-98 manns og er dvalartíminn um 7-9 dagar. Forstöðumaður nú er Hreiðar Örn Stefánsson, en margir skipta því starfi á milli sín og eru þeir frá einni viku í senn. Annað starfsfólk eru foringjar, 7 talsins og starfsfólk í eldhúsi og við ýmis önnur störf. Dagur- inn hefst kl. 7.30 hjá foringjum, með fundi, þar sem viðburðir dagsins eru skipulagðir. Dreng- irnir eru vaktir kl. 8.30 og morgunverður er kl. 9. Eftir morgunverð eru ýmsir leikir og ýmist er keppni á milli borða eða skipt í lið. Kl. 12 er svo há- Myndir: Kristján Einar Einarsson degismatur, allir kallaðir inn með lúðrablæstri. Drengirnir setjast við borðin og er einn foringi með hvert borð. Þegar allir eru sestir kallar forst. maður hátt og snjallt: „Hendur niður með síðum, beinir í baki gjörið svo vel.“ Og allir hlýða. Svo er sunginn borðsálmur. Eft- ir mat er aftur farið í skipu- lagða leiki og keppnir, út á bát eða inniaðstaðan í íþróttahús- inu nýtt. Kaffí er kl. 3 og kvöld- matur kl. 6 og svo kvöldkaffi. Á hverju kvöldi er kvöldvaka þar sem foringjar sjá að mestu leyti um skemmtiatriðin, en dreng- irnir taka samt nokkurn þátt. Óspart er gert grín að fólki og dregin fram skondin atriði sem gerst hafa, Vatnaskógarútgáfa af Spaugstofunni. Aftur næsta sumar! - Hvernig líkar ykkur hér í Vatnaskógi? „Rosalega vel, mjög skemmtilegt, frábært," sögðu þeir. „Og svo höfum við besta foringjann,“ bætti einn við. - Finnst ykkur reglurnar Borðtennis er vinsæl íþrótt í Skóginum og á efri hæð íþróttahússins er gott að vera við innisýsl eins og lestur og skák. Meistarinn er hér og vill finna þig. Kassabílarallið er æsispennandi og samkeppnin mikil, þetta er liðakeppni og liðin heita ýmsum frumlegum nöfnum. ekki stífar í samanburði við reglurnar heima hjá ykkur? „Nei, þetta er fínt, allt í lagi með reglurnar, gott að hafa ákveðnar reglur." - Hvað með skort á sjón- varpi, saknið þið þess ekkert? „Nei, alls ekki,“ var svarað, nánast í kór. „Maður gleymir alveg sjónvarpinu hér, það er svo mikið að gera.“ - En hvað með það að þurfa að fara snemma í rúmið? Er það ekki leiðinlegt? „Ha, snemma í rúmið? Við eigum að vera komir inn kl. 11, það er ekki svo snemmt! Og er- um sofnaðir kl. 11.10,“ bætir foringinn við og glottir í kamp- inn. Allir strákarnir á 7. borði hafa verið í KFUM og merkilegt nokk, þeir eru allir vesturbæ- ingar og í KR nema 1 sem er í Gróttu. Þeir segjast standa sig vel, og reikna með að vinna til flestra viðurkenninga og íþróttaverðlauna í flokknum. Frábær kvöldvaka Kvöldvakan var með hefð- bundnum hætti. Fyrst sungu drengirnir nokkur lög eins og t.d. Ljómandi Lindarrjóður, sem margir þekkja vel. Sönggleðin var svo mikil að húsið titraði og þakið lyftist við hávaðann. Stemmningin var alveg frábær og ekki laust við að blm. fyndi ljúfsára saknaðartilfinningu við að heyra sum lögin. Því næst var skemmtiatriði og svo kynnti einn foringinn nýtt lag sem hann hafði samið fyrr um dag- inn, „Meistarinn er hér og vill finna þig“. Lagið var svo sungið með innlifun með samblandi af reggie og poppi, með suðrænni sveiflu. Vatnaskógur, sumar- búðir í 74 ár Árið 1923 voru fyrstu drengirn- ir í Vatnskógi. Síðan hefur sí- fellt verið unnið að uppbygg- ingu í Skóginum og nú eru hér 7 hús, Gamli skáli, Laufskáli, Lerkiskáli, Matskáli, bátaskýli og kapella. Verið er að smíða 400 fm. skála sem vonandi verður tekinn í notkun í haust. Smíði lians er öll unnin í sjálf- boðavinnu af gömlum Skógar- mönnum, sem mæta um hverja helgi til að vinna. Um 40% fermingarbarna landsins komu í Vatnaskóg síð- astliðið haust og dvöldu í ferm- ingarbúðum í 2-3 daga og að auki eru haldin ýmis mót og fundir yfir veturinn. Nýja húsið mun gjörbreyta allri aðstöðu til vetrardvalar. vs Keppnin er hörð, í fótboltanum er keppni milli borða og tilkynnt við kvöld- mat hvernig stigin hafa farið. Strákarnir á 7. borði. Þeir eru allir vesturbæingar og í KR nema einn.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.