Dagur - Tíminn Akureyri - 20.06.1997, Blaðsíða 13
jDagur-®ínrám
Föstudagur 20. júní 1997 - 25
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
Marín
Hrafnsdóttir
UMSJON
Nýtt leikhús - miðnætursýnmgar
Hluti af hópnum sem áhugaleikur á Renniverkstæðinu í kvöld, morgun og sunnudag. Mynd:jHF
Sumarleikhúsið á Akureyri,
sem er nýtt og óráðið fyrir-
brigði, frumsýnir í kvöld
tvo einþáttunga, „Sumarið sem
aldrei kom“ eftir Valgarð Stef-
ánsson og „Sumarferð með Sól-
on“ eftir Örn Inga.
Það eru áhugaleikarar víða
af landinu sem flytja þessi verk
og auðvitað rjóminn; bestu
áhugaleikararnir sem Örn Ingi
hefur unnið með. „Sumarið sem
aldrei kom“ eru myndir úr lífs-
hlaupi Skúla Skúlasonar sem
var fyrsti íslendingurinn til að
fá styrk til náms til þess að
nema myndlist í Kaupmanna-
höfn. Hann náði hins vegar
ekki, frekar en margir, tökum á
tilverunni og kom heim og dó
helsjúkur.
Snerist ekki í kringum
rollur
Hitt leikritið, „Sumarferð með
Sólon" er um Sölva Helgason.
Það er Þórður Júlíusson frá
Norðfirði sem hann leikur: „Sól-
on hefur verið nefndur lands-
hornaflakkari, listamaður og
stórsnillingur, auðvitað misskil-
inn enda í umhverfi vinnusemi
og þar sem allir snerust í kring-
um rollur. í þessu verki er sleg-
ist í för með Sóloni." „Já, ég
reyni að ímynda mér hvernig
hann gat flakkað í 60 ár og allt-
af komist inn í hús,“ segir höf-
undurinn Örn Ingi. „Hann var
laminn á Akureyri fyrir akkúrat
140 árum en hann gafst aldrei
upp og var orðinn 75 ára þegar
hann dó. Hann var fjöllistamað-
ur og las t.a.m. húslestra af-
burðar vel. Þjóðin veit lítið ann-
að en að Sölvi hafi verið flakk-
ari og listamaður en eftir hann
liggur t.d. handrit á Landsbóka-
safninu um Frakklandssögu, frá
upphafi Frakklands að Napóle-
oni. Ég spái því að þetta verði
gefið út, það er sagt að hann
hafi þýtt þetta að stórum hluta
úr þýsku en ekkert er vitað til
þess að hann hafi kunnað
þýsku.“
Það er Arnar Jónsson (ekki
sá sem við öll þekkjum) sem
leikur Skúla Skúlason en í því
leikverki hefur Valgarður Stef-
ánsson samið sig í gegnum
sagnfræðina, notar meira segja
texta beint upp úr Alþingistíð-
indum. Þá er aðalleikarinn auð-
vitað búinn að fara í sérstakan
könnunarleiðangur þar sem
hann grét beisklega yfir gröf
Skúla á Munkaþverá.
Næstum atvinnumenn
Það eru 15 manns sem leika og
sama fólk í báðum Ieikþáttum.
„Menn bregða sér í allra kvik-
inda líki en eru þó bara í einu
hlutverki í einu, menn passa sig
á því.“ Og Örn Ingi segir að
menn séu á aldrinum 12-70
ára. Við verðum með fimm sýn-
ingar nema ef menn taka virki-
lega vel við sér þá ijölgum við
þeim. Við höfum þetta þannig
að leikararnir fá innkomuna í
sinn hlut, þ.e. þegar búið er að
borga fyrir húsnæðið. Þannig
nálgast menn það að vera at-
vinnumenn.
Sýnt er á Renniverkstæðinu í
kvöld klukkan 20.30 og klukkan
23.30, á laugardagskvöld
klukkan 20.30 og 23.30 og á
sunnudag klukkan 17.00.
Ertu silungsmaður?
Ef þú ert silungsmaður eða öðruvísi heltekinn veiðimaður er gott að vita að Einar Long
selur veiðileyfi í Eyjafjarðará, Hörgá, Húseyjarkvísl í Skagafirði og Ölvesvatn á Skaga,
Þetta eru dagsleyfi og verðið er misjafnt en að hans mati á allra færi. „Þetta eru allt sil-
ungssvæði nema í Húseyjarkvísl og í fyrra veiddust 20-30 laxar í Eyjafjarðará."
Veiðin var þolanleg í fyrra, yfir 2400 úr Eyjafjarðará og 1200 úr Hörgá. „Miðað við það
sem sást á Pollinum í vor lítur þetta mjög vel út í ár, það var mikið af silungi í sjónum
þegar þleikjan gekk niður úr ánni til að fita sig." Einar segir að vatnasvæðið á Skaga sé
tilvalið fyrir fólk sem er á hringveginum. „Það eru alltof fáir sem leggja (að skella sér
krók fyrir Skaga en núna er orðið vel fólksbílafært upp eftir og þetta eru ekki nema 40-
50 kílómetrar frá Sauðárkróki."
Fyrir heltekna er vert að benda á fleiri möguleika. Hægt er að veiða í Leirutjörn við
Vaðlareit og í Fisktjörn úti við Ystu-Vík, norðan við Svalbarðseyri og þar þarf enginn að
verða súr yfir sínu því borgað er fyrir það sem veitt er.
Veiðileyfin eru seld í Byggingarvörudeild KEA Lónsbakka.
Hríseyj
arlist
Sýning Ólafs Sveins-
sonar myndlistarmanns
stendur yfir í Hrísey.
Hríseyingar hyggjast í
sumar rífa upp menn-
ingarlifið en að sögn
sveitarstjórans Gunn-
ars Jónssonar hefur
farið heldur lítið fyrir því
í eynni. „Vlð ætlum að
vera með sýningaröð
hérna í sumar í fyrsta
skipti. Næst á eftir Ólafi
verður Gunnar Kr. Jón-
asson með sýningu og
síðan verður ýmislegt
annað á boðstólum
bæði fyrir eyjabúa og
ferðamenn en við erum
ekki alveg búin að
negla þetta niður."
Ólafur Sveinsson sýnir
aðallega pastelmyndir (
Hrfsey og er myndefnið
að mestu eyjan en Ól-
afur bjó í Hrísey í tæp
fjögur ár og er nýlega
fluttur þaðan. „Eyjaskeggjar áttu þetta inni hjá mér, eyjan hefur verið vanrækt hvað varðar sýningarhald og menningu."
Sýnt er í félagsheimilinu Sæborg og stendur sýning Ólafs til 22. júní, hún er opin alla daga frá 14:00-18:00.