Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 28. júní 1997 JUtgur-‘2Smimr Sigurður Þórðarson við Freyslíkneski. uyn&.jAK Aðhefst ekki í ásatrúarmáli Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að rannsaka eða ákæra vegna kæru ásatrúar- mannsins Siðurðar Þórðarsonar um guð- last í Morgunblaðinu. Sigurður Þórðarson fékk í gær svar ríkissaksóknara þar sem kærunni er vísað frá og ekki talið tilefni til að að- hafast í málinu. Kæran gekk út á klausu í Morgunblaðinu s.k. „Orð dagsins" en þar er vitnað til biblíunnar á stað sem er mjög meiðandi fyrir ásatrúar- menn og á niðrandi hátt fjallað um guði þeirra. í klausinni sem Sigurður kærir segir m.a. „Þeir sem búa til goðalíkneski, eru hver með öðrum hégóminn ein- ber, og dýrindissmíðar þeirra eru að engu liði. Vottar slíkra guða sjá eigi og vita eigi, til þess að þeir verði sér til skammar.“ í bréfi sínu til ríkissaksókn- ara sagði Sigurður að þessi orð í Morgunblaðinu hafi komið honum úr jafnvægi og sært djúpt trúartilfínningu hans, „enda hef ég verið meðlimur Ásatrúarfélagsins frá upphafi og á íjölmörg goðalíkneski á heimili mínu mér og heimils- fólki mínu til sáluhjálpar". Sigðurður er ósáttur við nið- urstöðu ríkissaksóknara og tel- ur einsýnt að embættið sé að mismuna mönnum eftir trúar- brögðum, sem sé óheimilt sam- kvæmt stjórnsýslulögum. Sig- urður segir marga lögfræðinga hafa bent sér á að ekki dugi að vísa til þess að þessi orð standi skrifuð x Biblíunni, því með því að vitna í þau eins og gert var hafi Morgunblaðið gert þau að sínum og þar með veist með meiðandi hætti að ásatrúar- mönnum og lastað guði þeirra. Fordæmi séu fyrir því í Hæsta- rétti að menn séu dæmdir fyrir að vitna í bækur og gera það sem þar stendur að sínum orð- um. Mál Sigurðar kom upp í kjöl- far Spaugstofumálsins svokall- aða, en í kærubréfi sínu til sak- sóknara fagnar Sigurður ein- mitt frumkvæði saksóknarans í baráttunni gegn guðlasti. Segist Sigurður hafa talið auknar líkur á að hann fengi jákvæðar und- irtektir hjá embættinu, en von- brigðin sé því meiri. Embættið taki upp mál að engin frum- kvæði að því er virðist vegna þess að boðorðin tíu hafi verið brotin, en síðan vísi hann frá lagalega undirbyggðri formlegri kæru. „Mín niðurstaða um embætti ríkissaksóknara er því að það það sé hégóminn einber, og dýrindissmíðar þess að engu liði,“ sagði Sigurður í gær. Allar helstu bflasðlur á Akureyri verða lokaðar á laugardögum frá og með 5. júlí til og með 16. ágúst. Höldur ehf. bílasala Bílasalan Ós Bílasalan Stórholt Bílasala Akureyrar hf. Bílasalan Bílaval Einsýnt að málinu verði vikið frá Flutningur móður í forræðismáli og tveggja dætra hennar kann að draga dilk á eftir sér. viðdómsúrskurður í Bandankjunum leggur til við alríkis- dómara í Flórída að Flugleiðir verði látnar borga 350 millj- óna króna bætur vegna meints ólögmæts flutn- ings félagsins á ungri konu sem var á leið frá Bandankjunum til íslands ásamt tveim ungum dætrum sfnum, á skilríkjum, sem kviðdómurinn telur vafasöm í meira lagi. Flugleiðamenn kveðast ekki hafa áhyggjur af úrskurði kvið- dómsins. Að mati hæfustu sér- fræðinga þeirra hefur aldrei verið talin ástæða til að gera ráð fyrir því að til greiðslu á bótum kæmi. Bæturnar, ef til kæmi, yrðu að einhverjum hluta frá trygg- ingafélagi Flugleiða, - en íiluti þeirra gæti fallið á Flugleiðir, og það gæti orðið dávæn summa. „Lögfræðilegir og trygginga- fræðilegir ráðunautar okkar í Bandaríkjunum telja einsýnt að dómarinn víki þessu til hliðar, muni ekki láta þennan úrskurð taka gildi. Kviðdómur í þessum málum hefur ekki úrskurðar- vald,“ sagði Einar Sigurðsson. Hann sagðist ekki vita nákvæm- lega á hverju kviðdómurinn byggði niðurstöðu sína. „Málið er á sama stað og það var. Það sem hefur gerst nýtt er að á seinni stigum fengum við upplýsingar um að sá hluti sem kallast refsihluti í dómnum er á okkar ábyrgð, ef til þess kemur. Það er ekki hægt að tryggja sig gegn slíku í New York. Lögfræði- firma vestra, sér- hæft í málum flugfélaga, telur hins vegar að ekki sé við því að búast að þessar refsikröfur verði staðfestar", sagði Einar Sigurðsson, fulltrúi forstjóra Flugleiða, í gær- kvöld. Málsatvik eru þau að ung kona komst úr landi frá Flórída með Flugleiðavél fyrir 4 árum. Hún háði forræðisdeilu við bandaríska feður barnanna. Dómstóll í Flórída hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Ernu Eyjólfsdóttur, móðuriimi, væri óheimilt að fara úr landi með dæturnar. Flugleiðir hafa alltaf haldið því fram að það hafi ekki vitað um dómsniðurstöðu varðandi ferðafrelsi Ernu. Ekkert óvenju- legt hafi gerst í sambandi við innritun farþeganna. Einar Sig- urðsson sagði að sú aðgerð sem þarna væri vísað til, væri í sjálfu sér ekkert óhefðbundin í flugafgreiðslu. -JBP Einar Sigurðsson. Sinfóníuhljómsveitin Tónlistarhús á þessari öld Við leggjum áherslu á að lokaákvörðun hvað varð- ar staðarval verði tekin svo fljótt sem auðið er, til að hægt verði að hefjast handa við bygginguna sem fyrst og ljúka henni árið 2000, sem er 50. af- mælisár Sinfóníuhljómsveitar íslands," segir í ályktun aðal- fundar Starfsmannafélags Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Félagið fagnar niðurstöðu nefndar um tónlistarhús, sem Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, skipaði á síðasta ári. Niðurstaða hennar er á þá lund að reisa skuli tónlistarhús sem verði aðsetur Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Nefndin er þeirrar skoðunar að ríki og Reykjavíkurborg eigi að kanna hagkvæmni þriggja kosta um staðsetningu og gerð tónlistar- húss. -JBP Landmælingar Tvö ný kort Aðalkort af Mið-Austurlandi og veiðikort af Stóru Laxá, eru komin út hjá Landmæling- um íslands. Kortið af Austfjörð- um er í mælikvarða 1:250 000, áttunda kortið í nýrri útgáfu aðalkorta af landinu. Síðasta kortið í þeirri syrpu er af Suð- Austurlandi og kemur út í næsta mánuði. Fín ferðakort, nákvæm og með öllum örnefn- um. Kortið yfir Stóru Laxá á Suðurlandi er fimmta veiðikort- ið og upplagt fyrir veiðiklær landsins.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.