Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Qupperneq 10
f 10 - Laugardagur 28. júní 1997 Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 í UMFERÐINNI ERU ALLIR í SAMA LIÐI DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Löggildingarpróf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Dagana 18. og 19. október 1997 verður haldið próf fyr- ir þá sem vilja öðlast löggildingu sem skjalþýðendur. Próf fyrir dómtúlka kynnt í framhaldi skriflega prófsins. Umsóknir á eyðublöðum sem fást í ráðuneytinu berist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í síðasta lagi föstu- daginn 18. júlí 1997. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. júní 1997. Á hverjum föstudegi er sérstök sída helguö golfi. Á golfsídunni er fjölbreytt umfjöllun um allt þad sem er ad gerast í golfinu á lídandi stund. Fylgstu med i Degi-Tímanum Jlagur-mímirat -besti tími dagsins! Móðurbróður minn, ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON, sem lést 24. júní sl. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 1. júlí kl. 10.30. Þorsteinn Þorsteinsson. iUagur-®intntn PJOÐMAL Opið bréf til sveitar- stjóra um allt land Sigríður Arna Arnþórsdóttir og Elín Antonsdóttir skrifa Félag húsbílaeigenda og Flakkarar fara þess á leit við sveitarfélög og ferða- málafulltrúa um allt land að þau hvetji aðila í ferðaþjónustu til að huga betur að þjónustu við húsbflafólk. Fólk á húsbflum ferðast yfir- leitt mun meir og oftar um landið hvert sumar en hinn al- menni íslenski ferðamaður sem fer kannski í eitt til tvö tjald- ferðalög á ári. Mörg dæmi eru um það að félagar í húsbflafé- lögum fari í lengri og skemmri ferðir hverja einustu helgi sumarsins, og eru að langt fram á haust. Á vegum Félags húsbflaeigenda eru skipulagðar 7 ferðir í sumar og þar af ein 8 daga ferð um sunnanverða Vestfirði. í fyrra var farin 8 daga ferð um Austurland, sum- arið þar áður var farið í 8 dga ferð allt norður í Ingólfsíjörð á Ströndum. Aðrar ferðir eru styttri ferðir vítt og breitt um- landið. Einnig eru margar lengri og skemmri ferðir skipu- lagðar á vegum Flakkara. Flestir húsbflar státa nú af ferðasalernum, en það skortir mjög á að aðstaða sé á tjald- svæðum til losunar á þeim. Við sendum ykkur hér með teikn- ingu af algengri útfærslu á los- unarvaski fyrir ferðasalerni, og á niðurfalli til tæmingar á skolptanki, en sífellt fleiri eru með skolptank til að taka við uppvöskunarvatni og vantar víðast niðurfall til tæmingar á þeim. Okkar metnaður er að ganga vel og snyrtilega um landið okkar og því er brýnt að fólk í ferðaþjónustu taki sig á hvað þetta varðar. Húsbflaeign fer stöðugt vax- andi og eru félagar í Félagi húsbflaeigenda nú um 500 tals- ins, og hátt á annað hundrað félagar eru í Flökkurum. Þá eru ótaldir þeir sem ekki eru í hús- bflafélögum. Hinn almenni hús- bflafélagi er að lágmarki 15 gistinætur á tjaldstæðum yfir sumartímann og það gera yfir tíu þúsund gistinætur. En marg- ir fara mun oftar og mörg dæmi eru um að húsbflafólk sé á ferð- inni hverja einustu helgi sumarsins. Það er liður í starfi ferða- málafulltrúa að lengja ferða- mannatímann, en eftir 1. sept. komum við víða að lokuðum tjaldsvæðum. Þá er framundan einn fallegasti tími ársins, haustið með sínum margbreyti- legu litum í náttúru landsins. Við viljum hvetja fólk í ferða- þjónustu til að lengja opnunar- tíma tjaldsvæða alla vega til fyrsta október. Húsbflafólk sem kemur er- lendis frá er góðu vant frá sín- um tjaldsvæðum, þar er að- staða til losunar á ferðasalern- um og skolptönkum en einnig er boðið upp á rafmagnsstaura fyrir 220w. í raun er þetta nauðsynlegt til að tengja bæði ísskápa, ljós og aðra rafmagns- notkun sem fólk þarf á að halda. Vöntun á þessu kemur fram í því að menn eru að gangsetja bfla sína í tíma og ótíma til að hlaða geyma, hefur það í fór með sér hávaða- og útblástursmengun sem enginn kærir sig um og allra síst meng- unarvaldurinn. Þessi skortur á þjónustu við húsbfla hlýtur að koma erlendu húsbflafólki í opna skjöldu. Það væri líka öllum til góðs að skipta tjaldsvæðum, hafa sér flatir fyrir hinn almenna íslend- ing og sér flatir fyrir ferðamenn í hópferðum. Þessir hópar ferð- ast á mjög ólíkan hátt. Fólk í hópferðum er oft með stífa dag- skrá og gengur snemma til náða og fer snemma á fætur, jafnvel fyrir kl. 6 á morgnana. Hinn íslenski ferðamaður er í frfl, vill vaka lengi og þá jafnvel sofa til kl. 9 eða 10 á morgn- Húsbílafólk sem kemur erlendis frá er góðu vant frá sínum fjaldsvæðum, þar er aðstaða til losunar á ferðasal- ernum og skolp- tönkum en einnig er boðið upp á raf- magnsstaura fyrir 220w. ana. Það er því auðséð að hags- munir þessara ferðalanga stangast á og þeir trufla hverjir aðra. Með skiptingu tjaldsvæða væru þessi vandamál úr sög- unni. Verðlag á tjaldstæðum er annað mál sem við viljum fá til umræðu. Ekkert samræmi virð- ist vera í því hvað fólk fær fyrir peningana sína. Húsbflafólk þarf til dæmis að borga fullt gjald þó öll aðstaða sé í bflum eins og salerni. Sé boðið upp á aukna þjónustu svo sem aðgang að þvottavélum, þá greiða gest- ir sérstaklega fyrir þessa þjón- ustu, ásamt því að greiða hærra tjaldsvæðagjald! Það er okkar krafa að við borgum eingöngu íyrir þá þjónustu sem við not- um. Væri tekið tillit til okkar þarfa myndum við að sjálfsögðu með glöðu geði borga fyrir það. Það er okkar reynsla af hús- bflafólki á ferðalögum að þar sem verðlag er sanngjarnt nýtir fólk sér ótakmarkað aðra þjón- ustu sem þarf að greiða fyrir, en þar sem verðlag þykir hátt heldur fólk að sér höndum og heldur áfram f næsta áfanga- stað hið fyrsta. Það er því hvatning Félags húsbflaeigenda og Flakkara til fólks í ferðaþjónustu; lækkið verðið á næturgistingu og þið fáið mun meiri innkomu í öðru því sem þið hafið upp á að bjóða. Okkur þætti ekki ósann- gjarnt að fá eitt verð fyrir bflinn en ekki að borga fyrir hvern fullorðinn sé tekið tillit til þess hve lítið við notum þá þjónustu sem mest mæðir á á tjaldsvæð- um, en það eru salernin. Við viljum í þessu tilfelli nefna sem dæmi að við gistum eina nótt hjá ágætum aðila í ferðaþjónustu á Suðurlandi í fyrra, hann lækkaði verðið verulega fyrir okkur eða í kr. 300 fyrir bflinn. Menn voru ánægðir og gerðu það mikla verslun hjá honum í h'tilli versl- un sem hann er með á svæðinu að hann hafði á orði að þetta væri eins og um verslunar- mannahelgi. Þegar við fórum voru allir ánægðir, bæði ferða- fólkið og ferðabóndinn. Aukin þjónusta við húsbfla- fólk er aðkallandi. Hún er þátt- ur í sjálfsagðri framþróun á tjaldsvæðum, og nýtist einnig þeim vaxandi Qölda sem ferðast með tjaldvagna og fellihýsi, því þeir eru svipað útbúnir og hús- bflar og þurfa því viðlíka þjón- ustu. I samanburði við tjald- svæði erlendis þurfa aðilar í ís- lenskri ferðaþjónustu að taka sig á. Ef ísland á að verða það ferðamannaland sem stefnt er að og geta tekið við vaxandi ijölda innlendra sem erlendra ferðamanna þá verða aðilar í ferðaþjónustu að vera í stakk búnir til að taka vel á móti ferðafólki á hvern hátt sem það ferðast. Hver krdna sem lögð er í að bæta aðstöðu kemur til með að skila sér margfalt til baka. Sigríður Arna er formaður Félags húsbílaeigenda og Elín er formaður Flakkara, félags húsbflaeigenda. Aukin þjónusta við húsbílafólk aðkallandi, segja greinarhöfundar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.