Dagur - Tíminn Akureyri - 18.07.1997, Page 4
4 - Föstudagur 18. júlí 1997
^Dagur-tlRtitam
F R É T T
I R
Stutt & laggott
Hellirigning í upphafi viku setti umferð úr skorðum á Akureyri
enda ökumenn óvanir nýlögðu malbiki sem verður mjög hált ef
það vöknar hressilega. Þrír árekstrar á stuttum tíma og
ástæða til að vara menn við - næst þegar rignir. En það verður
varla næstu daga, slík er blíðan sem nú hefur flutt sig norður
eftir frábæra sumardaga í Reykjavík.
Félaglegar íbúðir
Akm-eyrarbær afhenti nýverið 20 nýjar félagslegar íbúðir í
Snægili. Þær eru af ýmsum stærðum og þykja einkar vel
heppnaðar, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að þær voru
8% undir áætluðu kostnaðarverði. Á myndinni sjást Gísli Lór-
enzson formaður Húsnæðisnefndar bæjarins og Ómar Jóhann-
esson fyrir hönd verktakans, Hyrnu hf.
Akið varlega!
Gáfu of mikið eftir
Framkvæmdastjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins
telur að íslensk stjórnvöld hafi gefið of mikið eftir í nýgerðum
samningi íslands og Grænlands inn miðlínu á Kolbeinseyjar-
svæðinu milli landanna. í ályktun sem samþykkt var á fundi
framkvæmdastjórnarinnar í gær segir að þetta eigi einkum við
þegar litið sé til þess að Grænlendingar haldi óskertum rétti til
miðhnu, t.d. á Dornbanka miðað við grunnlínu, sem þar sé
dregin um eyjar og sker við nærri óbyggða austurströnd Græn-
lands.
Með hliðsjón af niðurstöðu samningsins skorar Farmanna- og
fiskimannasambandið á íslensk stjórnvöld að láta ekki undan
gagnvart frekari kröfum útlendinga varðandi hafsvæði og veið-
ar við landið í framtíðinni.
Vélstjórar samþykkja
Nýgerður kjarasamningur vélstjóra á kaupskipum var sam-
þykktur en atkvæði voru talin í gær. Á kjörskrá voru 148 en
aðeins 56 greiddu atkvæði. Þar af sagði 31 já, en 24 vildu fella
samninginn. Samningurinn var því samþykktur með rúmlega
56% greiddra atkvæða.
Rauði krossinn og Samvörður 97
Að minnsta kosti níu Rauða kross deildir taka þátt í fjölþjóð-
legu almannavarnaæfingunni Samvörður 97, sem haldin verð-
ur 25. til 27. júlí næstkomandi. Fram kemur í Hjálp, frétta-
blaði Rauða krossins, að hundruð manna frá samtökunum
muni taka þátt í æfingunni og að settar verði upp fjöldahjálp-
arstöðvar í Reykjavík, Grindavík og á Eyrarbakka. Samvörður
97 er miðuð við að öflugur jarðskjálfti valdi miklu tjóni á svæði
sem nær frá Reykjanesi austur að Selfossi og norður í Kjós.
Fjöldi íslenskra og útlenskra herja, stofnana og samtaka taka
þátt í æfingunni.
Nýir netþjónar
Búnaðarbankinn hefur samið
við Tæknival um kaup á 30
Compaq netþjónum, sem kom-
ið verður fyrir í öllum útibúum
bankans. Einnig var gerður ít-
arlegur samningur við Tækni-
val um eftirlit og þjónustu.
Verið er að endurnýja af-
greiðslukerfi Búnaðarbankans og eru kaupin á nýju netþjón-
unum liður í því. Búnaðarbankinn hefur þróað nýtt afgreiðslu-
kerfi í samvinnu við Unisys og verður það tekið í notkun í
haust. Á myndinni má sjá forsvarsmenn bankans og Tæknivals
handsala samninginn. Það eru Ingi Örn Geirsson, forstöðu-
maður tölvudeildar Búnaðarbankans, Sveinn Jónsson, aðstoð-
arbankastjóri, Gunnar Ólafsson, deildarstjóri Tæknivals og
fyrir aftan standa Jón Bjarki Gunnarsson, markaðsfulltrúi
Compaq og Arinbjörn Sigurgeirsson, verkefnisstjóri tækni-
deildar Tæknivals.
Sundlaugin á Akureyri
2000 manns mæta í sundlaugina á Akur-
eyri á einum góðviðrisdegi. Þetta áætlar
Gísli Lórenzson og segir óhemju mikið um
ferðamenn nú. 2000 sundlaugargestir í
15000 manna bæ. Þykir gott.
Akureyri
Húsið vandræðalega.
„Vandræðaleg umræða“
Kemur ekki til greina
að Akureyrarbær
kaupi húsið. Umræð-
an afar vandræðaleg
fyrir bæinn.
Ekki kemur fram að Akur-
eyrarbær kaupi hús sunn-
an Strandgötunnar, sem
áður var í eigu kvenfélagsdeild-
ar Slysavarnafélags fslands.
Þetta kom fram í máli Jakob
Björnssonar, bæjarstjóra, á
bæjarstjórnarfundi í gær.
Skiptar skoðanir hafa verið
um húsið frá upphafi. Leyfi var
veitt fyrir byggingu sjóbjörgim-
arstöðvar rétt fyrir kosningar
og var það að margra mati van-
hugsuð ákvörðun, enda tekin
rétt fyrir kosningar. Þegar ljóst
var að Slysavarnafélagið gæti
ekki lokið við byggingu hússins
var Akureyrarbæ boðið húsið til
kaups en því var neitað. Húsið
var síðan selt eigendum líkam-
ræktarstöðvarinnar World Class
í Reykjavík og hyggjast þeir
setja upp líkamsræktarstöð í
húsnæðinu. Fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins eru á móti því að
þarna verði hkamsræktarstöð
þar sem þeir telja svæðið henta
betur undir aðra starfsemi s.s.
hafnarskrifstofur eða þjónustu-
miðstöð fyrir ferðamenn. Varp-
aði Sigríður Stefánsdóttir m.a.
fram þeirri hugmynd að húsið
yrði fært, þar sem líkamsrækt-
arstöð gæti verið staðsett hvar
sem er, og myndi bærinn borga
flutninginn sem nokkurkonar
„fórnarkostnað".
Þessar hugmyndir fengu lít-
inn hljómgrunn meðal fulltrúa
annarra flokka. „Þetta er afar
vandræðaleg umræða og bæn-
um ekki til framdráttar,“ sagði
Guðmundur Stefánsson, fulltrúi
Framsóknarflokks. Bent var á
að Akureyrarbær hefði ekki not
fyrir lóðina og htlar forsendur
fyrir því að kaupa hús án þess
að ákveðnar hugmyndir væru
fyrir hendi mn hvernig ætti að
nýta það. AI
Akureyri
Engiii endurhæfing
Ari Friðfinnsson.
Biðjbið og aftur
bið segir hjarta-
sjúklingur.
að er engin endurhæfing
fyrir hjartasjúklinga að
lokinni aðgerð hér á
þessu svæði“ segir Ari Frið-
finnsson, og þykir lítið til koma.
Hann er nýkominn úr hjartaað-
gerð syðra og fékk þau skilaboð
að þegar kæmi að endurhæf-
ingu yrði hann að koma aftur.
Ari spurði hvort ekki væri að-
staða á Norðanlands, kunnátta
eða rétt tæki. Allt reyndist þetta
til staðar, en „eftir því sem næst
var komist strandaði á um það
bil hálfum launum" sem þarf til
að hjartasjúklingar norðan
heiða geti sótt endurhæfingu
nærri heimilum. „Ilér á þessu
stærsta þéttbýlissvæði utan suð-
vesturhornins er enga endur-
hæfingu að fá, en líkamsrækt-
arstöðvar og allt annað.“ Og
biðtíminn er allnokkur um
þessar mundir fyrir hjartasjúk-
linga. Frá heimilislækni til sér-
fræðings er 6 vikna leið, þa tek-
ur við þriggja mánaða bið eftir
þræðingu og loks 6-8 mánaða
bið eftir aðgerð.
„Og nú verða það líklega
tveir mánuðir þar til kallið
kemur frá Reykjalundi" segir
Ari, sem finnst menn full linir
gagnvart Ijárveitingarvaldinu.
En hann lýkur lofsorði á starfs-
fólk hjartadeildar á Landsspít-
ala.
Dimmuborgir
Unnið að stígagerð
Um þessar mundir er unn-
ið að stígagerð í Dimmu-
borgum í Mývatnssveit,
til að vernda þar viðkvæman
gróður og sjaldgæfar hraun-
myndanir. Landgræðsla ríkisins
vinnur að þessu verkefni í sam-
vinnu við Samband íslenskra
sparisjóða, sem styrkt hafa
verkefnið með myndarlegum
hætti. Hefur verkefnið m.a.
beinst að þvf að binda allan
lausan sand í Dimmuborgum og
bæta aðstöðu þeirra 100 þús-
und ferðamanna sem sækja
svæðið heim árlega.
-sbs.