Dagur - Tíminn Akureyri - 18.07.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.07.1997, Qupperneq 7
IDagur-^mtttm Föstudagur 18. júlí 1997 - 7 ERLENDAR FRE 99 í AMku sigra góðu mennirnir ekki 66 Baksvið Dagur Þorleifsson Fyrir skömmu út komin bók eftir mann að nafni Keith Richburg, sem verið hefur fréttaritari fyrir banda- ríska blaðið Washington Post í Afríku og Suðaustur-Asíu, hefur vakið mikla athygli og talsverð- an tílfaþyt. Bókin hefur titilinn: Out of Africa - A Black Man Confronts Africa, og byggist á reynslu höfundar af Afríku. Richburg, sem er bandarísk- ur blökkumaður, var, er hann fór til álfu forfeðra sinna, hald- inn nokkurri rómantík viðvíkj- andi henni, eins og aigengt er meðal blökkumanna. Sú róm- antík gengur ekki síst hvað út á það að í Afríku hafl mannlíf verið með ágætum þar til hvíti maðurinn kom og eyðilagði allt saman, og að enn sé böl þess meginlands honum að kenna. Þakkar Guði fyrir þrælahald Meðan Richburg dvaldist í Afr- íku komst hann að þeirri niður- stöðu að hugmyndir þær, er blökkumenn utan þess megin- lands hafa um það, séu íjarri sanni, og bók hans er einskonar uppreisn gegn þeim viðhorfum. Fjöldamorð Hútúa á Tútsum í Rúanda virðast hafa haft djúp- tækust áhrif á hann í því efni. Hann lýsir þannig líkum sem bárust með straumi fljótsins Kagera: „Oft komu þau í einfaldri röð, hvert á eftir öðru, en oft tvö eða þrjú saman ... Flest voru nakin eða bara í nærbux- um. Mörg voru íjötruð á hönd- um og fótum. Útlimi vantaði á nokkur l£k ... Ég átti erfiðast með að hætta að horfa á eitt þeirra - það var lítið barn.“ „Ég hefði getað verið eitt þeirra," heldur Richburg áfram. Og hann þakkar Guði fyrir að forfeður hans skyldu hafa verið fluttir í þrældóm til Ameríku. Richhurg skrifar af tak- markaðri virð- ingu um þá, sem hafa háar hugmyndir um Afríku fyrri tíða og hafa það sem þeir kalli sér- stök afrísk gildi í hávegum. Hann segir sig langa mest til þess að troða orðum slíkra manna „til baka ofan í hálsinn á þeim.“ Pegar hann hugsi til Afríku, bætir hann við, sjái hann aðeins fyrir sér „rotnandi hold.“ Reiða sig á hvíta menn Richburg, sem er tæplega fer- tugur að aldri, var 1991-94 stöðvarstjóri Washington Post í Nairobi og ferðaðist í erindum blaðsins vítt og breitt um Afr- íku. Auk þjóðarmorðsins í Rú- anda hafði hann reynslu af hungrinu og óöldinni í Sómalíu, kólerufaraldri í Saír, stríðinu í Súdan, morðóöldinni í blökku- mannaborgum Suður- Afríku (65 menn eru myrtir þarlendis daglega að meðaltali, sam- kvæmt frétt fyrir skömmu) og drápsæði í Liberíu. Richburg mátti þakka fyrir að sleppa heilskinna frá því öllu. í Sómalíu börðu vígamenn nokkrir hann niður, af því að þeir héldu að hann væri af ætt- kvísl sem þeir hötuðu. Hútúar nokkrir voru að því komnir að drepa hann af því að þeir héldu að hann væri Tútsi. Og á landa- mærum sætti hann oft hrotta- legri meðferð af hálfu spilltra landamæra- og tollvarða. Þess- háttar meðferð af hálfu emb- ættismanna og hermanna þar í álfu á Afríkumönnum sjálfum er alvanaleg. . Gagnstætt því sem algengt er um blökkumenn - og einnig hvíta menn - kennir Richburg ekki hvítum „nýlendukúgurum" um allt illt í Afríku. Hann segir Afríkumenn geta sjálfum sér um kennt fyrst og fremst. Sér- staklega sé hér um að kenna hollustu þeirra við ættbálka, spillingu þeirra og því að þrátt fyrir allar skammirnar í garð hvítra manna reiði Afríkumenn sig enn á þá, lifi í þeirri trú að þeir mxmi hjálpa Afríkuríkjum og bjarga þar öllu við. „Einkennisklæddir bófar“ Richburg talar af lítilli virðingu um lýðræðisþróun síðustu ára í Afríku; segir ríkisstjórnir falsa kosningaúrslit. Vanhæfir emb- ættismenn og starfsmenn valdi því að framkvæmdir með þró- unarhjálp að baki fari út um þúfur. Þeir sem í alvöru reyni að breyta ástandinu til hins betra séu hræddir til undir- gefni, fangelsaðir, pyndaðir, drepnir. „í Afríku sigra góðu mennirnir ekki.“ Þá, sem segja hörmulegt ástand í Afríku vera afleiðingar nýlendustjórnar hvítra manna, spyr Richburg sem svo: Ef það er rétt, hvers vegna eflast þá lönd í Suðaustur-Asíu, sem einnig voru undir nýlendustjórn hvítra, svo hratt í efnahagsmál- um sem raun ber vitni? Hann gagn- rýnir svarta landa sína harðlega fyrir sleikjuskap, sem hann seg- ir þá auðsýna gagnvart Afr- íku. Sem dæmi þar um nefnir hann ekkju Martins Lut- her King, stjórnmálamanninn Jesse Jack- son og múslímaleiðtogann Lou- is Farrakhan, er þau mættu á leiðtogaráðstefnu í Gabon. Þar hafi þau verið full hrifningar á mönnum eins og Valentine Strasser, herforingja og þáver- andi valdhafa í Sierra Leone. „Þessir svörtu Bandaríkja- menn,“ skrifar Richburg, „voru greinilega svo yfir sig hrifin af karlrembuhermennskunni í framkomu Strassers að þeim var fyrirmunað að skilja að ein- mitt menn eins og hann eru fulltrúar hins illa í Afríku - ein- kennisklæddir bófar, sem bæla niður alla viðleitni til lýðræðis." Svartur bandarískur blaðamaður um ástandið í Suðurálfu: Afríku- menn geta fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. Flóttafólk frá Sierra Leone um borð í bandarísku herskipi: hvíta manninum kennt um allt en þó vonast til að hann bjargi öllu við. Undanfarin ár hafa banda- rískir blökkumenn yfirleitt af sjálfum sér og öðrum verið nefndir Afro-Americans, afró- ameríkanar. Það gerir Rich- burg, sem starfar nú fyrir blað sitt í Hong Kong, ekki lengur. Hann skilgreinir sig nú sem svartan Bandaríkjamann. Bflasala • Bflaskipti Toyota Touring árg. 1991 ek. 75 þús. V: 950.000,- Audi 100 2.3E árg. 1992 ek. 93 þús. V: 1.950.000,- MMC Lancer ST árg. 1994 ek. 80 þús. V: 1.230.000,- Bflasala • Bflaskipti VW húsbíll með öllu, árg. 1992, V: 1.000.000,- VW Transporter stuttur diesel 4x4 árg. 1995 ek. 70 þús. V: 1.850.000,- MMC Space Wagon 7 manna árg. 1994 ek. 84 þús.V: 1.480.000,- Bflasala • Bflaskipti MMC L-200 D/C DT árg. 1995 ek. 49 þús. V: 1.890.000,- Trigano Vendom árg. 1993 V: 290.000,- Kia Sportage árg. 1995 ek. 48 þús. V: 1.650.000,- Mikið úrval af bflum á staðnum og á skrá BÍLASALA við Hvannavelli, Akureyri Símar 461 3019 & 461 3000

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.