Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Page 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Page 1
HELGARUTGAFA Verð í lausasölu 200 kr. 4Uaaur- ffltmmtt 7 Laugardagur 19. júlí 1997 - 80. og 81. árgangur 134. tölublað BlaðJ. Fréttir og þjóðmál Fallegir óskalistar Mér flnnst þetta fallegir óskalistar. En þarna er bara bent á vonirnar og draum- ana. Meðölin eru hvergi með,“ segir varaforseti bæjarstjórnar. Framtíðarnefnd Sauðár- króksbæjar kynnti á flmmtudag tillögur sínar um framtíð byggðarlagsins næstu fimmtán árin. Þessa helgi er lokahátíð afmælisárs Sauðárkróks og því vel við hæfi að staldra við og horfa fram á við. Eins og Hilmir Jóhannesson, varaforseti bæj- arstjórnar, bendir á, snúast til- lögm-nar um markmið fremur en leiðir, enda tekur hann skýrt fram að það hafi einmitt verið hlutverk nefndarinnar. En hvað mun bæjarstjórn gera við skýrsluna? „Valdhafarnir hverju sinni verða að finna ráð til þess að framkvæma draumana og ráðin heita peningar. Allir vilja eiga bjarta fagra framtíð en ágrein- ingurinn er um hvernig við ætl- um að borga hana og í hvaða röð ætlum við að taka hana. En voru það ekki Kínverjar sem sögðu að leiðin til heimsenda byrjaði á einu skrefi? Kannski er þessi skýrsla fyrsta skrefið inn í útópíuna?“ segir Hilmar. Sjá fréttaskýringu bls. 6. Sauðárkrókur Iþróttir fyrir alla, er meðal þess sem framtíðarnefnd Sauðárkróks leggur áherslu á í tillögum sínum. Sauðkrækingar eru greinilega þegar á leið inn í framtíðina því það fyrsta sem mætti augum Ijósmyndara Dags-Tímans þegar hann yfirgaf borgarafundinn var þessi skokkhópur sem var að gera æfing- ar eftir hlaupin. Mynd: jhf Kjaradómur Endurtekin ósvífni Laun æðstu embættismanna hækka um 8,55%. Almenn launa- hækkun á vinnu- markaði 5,5-6%. Kjaradómur hefur hækkað laun æðstu embættis- manna þjóðarinnar um 8,55% frá og með 1. apríl sl. Á sama tíma metur Þjóðhags- stofnun að þeir samningar sem gerðir hafa verið á vinnumark- aði að undanförnu feli í sér 5,5-6% launahækkun á árinu þegar allt er talið. Þarna er um að ræða laun forseta íslands, forsætisráðherra, forseta Hæstaréttar, hæstarétta- rdómara, ríkissaksóknara, ríkis- sáttasemjara, ríkisendurskoð- anda, biskupsins, dómstjóra Reykjavíkur, héraðsdómara, um- boðsmanns barna og þingfarar- kaup alþingismanna. „Þetta er alveg svakalegt og endurtekin ósvífni frá árinu 1995 þegar Kjaradómur úr- skurðaði síðast í launamálum æðstu embættismanna," segir Helgi Ólafsson, varaforseti Al- þýðusambands Vestíjarða. Hann minnir á að félagsmenn aðildar- félaga ASV sem voru í 7 vikna harðvítugu verkfalli fyrr á árinu fengu 5,35% hækkun á laun sem voru á bilinu 50-80 þúsund krónur. Hjá skjólstæðingum Kjaradóms kemur 8,55% laima- Varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða er óhress með Kjaradóm. Myndin hækkuxún ofan á mun hærri er af vestfirskum verkfallsvörðum á Sauðárkróki. M,nd: as mánaðarlaun en venjulegt verkafólk hefur fyrir fulla vinnu. Helgi Ólafsson segir að þessi launahækkun toppanna eigi að sýna öllu verkafólki það svart á hvítu að það verði að íjölmenna í næsta slag þegar samningar verða lausir. Þótt nokkuð langt sé í það, eða rúmlega tvö og hálft ár, þá telur Helgi að úr- skurður Kjaradóms sé sönnun þess að fólk verði að fara taka við sér að fullri alvöru. í rökstuðningi Kjaradóms kemur m.a. fram að frá því laun æðstu embættismanna þjóðarinnar voru síðast hækkuð árið 1995 hafi launavísitalan hækkað um 5,75%. Af þeirri hækkun megi rekja 3% til samningsbundinnar launa- hækkunar í ársbyrjun í fyrra. -grh

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.