Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Side 2
2 - Laugardagur 19. júlí 1997 JDagur-'ÍEmTmn Þaö er mikið spáö í for- stjóraefni hjá Rikis- spítölunum í heita pottin- um, en sá stóll losnar um áramót. Ingólfur Þórisson aðstoðarforstjóri þykir ekki ólíklegur kandidat, en einnig hafa nokkrar konur hafa verið orðaðar við starfið. Þar á meðal eru Anna Lilja Gunnarsdóttir hagfræðingur Ríkisspítal- anna og Sigríður Snæ- björnsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Sjúkrahúss Reykja- víkur. Fullyrt er einnig að margir pólitíkusar hafi augastað á forstjórastarf- inu enda feitur biti, ekki síst ef stóru sjúkrahúsin tvö, Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur verða sameinuð, sem ku vera inni í myndinni. Sendiherra vor í Wash- ington, Einar Bene- diktsson, er væntanlegur heim í næsta mánuði, en fullyrt er í pottinum að arf- taki hans, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, fari ekki utan fyrr en í september eða október. Hins vegar þykir líklegt að formleg yfirlýsing um nýj- an sendiherra verði gefin út fyrr, jafnvel strax í ágúst. Þá verður liðið ár síðan ákveðið var í stjórn- kerfinu að verða við ósk Jóns um sendiherraemb- ættið í Washington, að því er sagt er í heita pottinum. F R É T T I R Ríkissjóður Skatttekj ur 1,8 milljarði meiri Fríðrik Sophusson fjármálaráðherra kynnti f gær afkomutölur rfkissjóðs fyrrí helming ársins. Rekstrargjöld ríkis- sjóðs fyrstu 6 mán- uðina á áætlun, eða þannig....en tekj- urnar milljarð um- fram. Fátt var stórtíðinda í af- komutölum ríkissjóðs fyrri helming ársins sem íjár- málaráðherra kynnti í gær. Og lántökur hafa gengið svo vel að ríkissjóður hefur þegar tekið öll þau lán sem hann þarfnast á árinu. Framboð ríkisverðbréfa verður því h'tið á síðari hluta ársins og ljóst að langtímavext- ir fari lækkandi. Ríkissjóður greiddi niður 2 milljarða af er- lendum lánum og stefnir að 4 til viðbótar fyrir árslok. Tekjur ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins (64.060 m) eru rúmum milljarði meiri en áætl- að var, og útlit fyrir að þær verði a.m.k. 3 milljarða um- fram ijárlög á árinu öllu. Meg- inskýringin eru aukin umsvif vegna aukins kaupmáttar heim- ilanna, ekki síst bílakaup óra- langt umfram áætlanir. Rekstrargjöld ríkissjóðs voru nálægt áætlun fyrstu sex mán- uðina, þ.e.a.s. ef litið er fram- hjá rúmlega 3ja mihjarða vaxtagjöldum vegna sérstakrar innlausnar hávaxta spariskír- teina sem ekki voru ráðgerð í fjárlögum, en endurfjármögnuð voru með lánum á lægri vöxt- um. Þessum 3 miUjörðum til viðbótar sér fjármálaráðuneytið nú fram á 2ja til 2,5 milljarða útgjöld umfram Ijárlög í lok ársins. Það er að töluverðum hluta skýrt með hækkun bóta almannatrygginga og öðrum ákvörðunum stjórnvalda. Skattheimta var um 1.830 miUjónmn umfram áætlun fyrri helming ársins. Tekjuskattar voru 470 mihj. umfram og tryggingagjald rösklega 410 miUj. framúr. áætlim. Bifreiða- gjöld, innflutnings- og vörugjöld höfðu líka skUað 780 aukamiUj- ónum í kassann, að stórum komnum úr buddu bUakaup- enda, sem keyptu nær 1.300 fleiri bUa fyrri helming ársins en áætlað var. Á hinn bóginn vantaði í kassann 420 miUjóna arðgreiðslur frá Seðlabankan- um, sem ekki var skUað fyrr en um miðjan júlí. Og vaxtagreiðsl- ur voru Uka mun hærri en vænst var. - HEI Mótmæli Hæstarétti mótmælt Til stendur að halda mót- mælafund að Ingólfstorgi í næstu viku vegna úr- skurðar Hæstaréttar um endur- upptöku Guðmundar- og Geir- finnsmálsins. Samkvæmt heim- Udum Dags-Tímans mun ijöldi listamanna ætla að troða upp á Ingólfstorgi auk þess sem Sæv- ar Ciecielski og Hrafn Jökulsson munu ávarpa fundinn auk ann- arra. rm íþróttir Golac rekinn Fjórði úrvalsdeildarþjálfar- inn í knattspyrnu var rek- inn í gær. íslandsmeistar- ar Skagamanna ráku þjálfara sinn, Ivan Golac. Tap Skaga- manna gegn Leiftri sl. fimmtu- dag var kornið sem fyllti mæl- inn. Stjórnarmenn í knatt- spyrnudeUd ÍA hófu viðræður við fyrrum landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, strax í gærkvöld. Athygli vekur að nú er búið að reka fjóra af tíu þjálfurum úr- valsdeildar. Ilver verður næst- ur? Hreindýr Veiða má , 297 dýr Iár verður heimUt að veiða 297 hreindýr, 141 tarf og 156 kýr. Þetta er h'tUsháttar íjölgun frá fyrra ári þegar kvótinn var 268 dýr. VeiðitímabUið varir frá 1. ágúst til 15. september. Um helgina má þó byrja að veiða tarfa. Leyfisgjöld af veiddum dýrum eru 7 þúsund krónur fyrir tarf, 3500 kr. fyrir hverja kú og 1500 kr. fyrir kálfinn.-grh VEÐUR O G FÆRÐ Suðaustanátt, stinningskaldi eða allhvasst suðvestan til, en mun hægari annars staðar. Um landið sunnan- og vestanvert verður dálítil súld eða rigning víðast hvar, en skýjað að mestu á Norðurlandi. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast norðaustan til. Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Veðrið kl.12 á hádegi ' I Færð á vegum Allir vegir færir nema vegurinn upp í Hrafntinnusker og vegurinn við Loðmundaríjörð. Aðrir vegir eru færir en víða er verið að vinna í vegagerð og fólk beðið að taka tillit til þess þar sem við á.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.