Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Side 4
4 - Laugardagur 19. júlí 1997
ÍDagur-CEímnm
Hálendið
Hollend-
ingar fastir
ífeni
Björgunarsveitarmenn úr
Árnessýslu fóru í fyrra-
dag að Kisubotnum, aust-
an við Kerlingaijöll, til að
aðstoða við hollenska ferða-
menn sem þar höfðu fest tvo
jeppabfla í aurbleytu.
Tveir úr sex manna hópi
Hollendinganna gengu langan
veg í leit að aðstoð og urðu á
vegi þeirra vatnamælingamenn
frá Orkustofnun. Þeir leituðu
aftur til Lögreglunnar á Sel-
fossi, sem kallaði út björgunar-
sveitir úr uppsveitum Árnes-
sýslu. Liðsmenn þeirra voru
komnir á vettvang undir kvöld -
og var þá hafist handa við að
ná jeppunum upp úr feninu.
Mannskapurinn kom til byggða
seint í fyrrakvöld. -sbs.
Viðskipti
Ný vísitala
Hagstofan hefur reiknað út
vísitölu byggingarkostnaðar
eftir verðlagi um miðjan júlí.
Vísitala reyndist vera 225,9
stig og hafði hækkað um eitt
prósent frá í júní. Undanfarna
tólf mánuði hefur vísitalan
hækkað um 4,1 prósent, en
undanfarna þrjá mánuði um
3,2% sem jafngildir rúmlega
13% verðbólgu á ári.
Meðalaldur bankastarfsmanna er 44 ár. Flestir eru á aldrinum 40-50 ára.
Svo virðist sem heilu
árgangana vanti í stétt
bankamanna. í það
minnsta mun meðalaldur
starfsfólks í bönkum vera um
og yfir 44 ár og aðeins 81 er
yngri en 25 ára. Hinsvegar eru
922 á aldrinum 40-50 ára.
Þetta kemur m.a. fram í
grein sem Helga Jónsdóttir, 1.
varaformaður Sambands ís-
lenskra bankamanna, ritar í
síðasta hefti SÍB-blaðsins.
Heildarfjöldi bankamanna mun
vera um 3 þúsund.
Til að snúa vörn í sókn telur
Helga að bankamenn verði að
bretta upp ermarnar og knýja á
um aukna endurmenntun og sí-
menntun til að efla starfsöryggi
sitt. Sérstaklega þegar hafðar
eru í huga þær breytingar sem
ekki sér fyrir endann á í verk-
lagi og vinnubrögðum banka-
manna, sameiningu deilda og
starfsþátta svo ekki sé minnst á
sameiningu banka undir merkj-
um hagræðingar og sparnaðar.
Sofni menn á verðinum sé
hætt við því að fertugur meðal-
bankamaðurinn sem starfað
hefur í sinni starfsgrein í 15-20
ár muni hellast úr lestinni. Það
stafar m.a. af því að starfs-
reynsla, bankaþekking og trú-
mennska er ekki jafn mikils
metin á við unga og velmennt-
Neskaupstaður
Loónumjöf
Alþýðubandalagið hyggst láta reisa þennan minnisvarða um fyrrverandi
formann sinn, Lúðvík Jósepsson, í Nesskaupsstað þann 30.júlí næstkom-
andi. Minnisvarðann gerði listamaðurinn Helgi Gíslason og var myndin
tekin í vinnustofu hans.
Forsetinn
Forsetinn heimsækir
íslendingabyggðir
Forseti íslands fer á
morgun í hálfsmán-
aðar heimsókn til
Bandaríkjanna og
Kanada.
Olafur Ragnar Grúnsson,
forseti íslands, og kona
hans, Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir, halda í heim-
sókn til Bandaríkjanna og Kan-
ada á morgun. Heimsóknin
hefst í Washinton og þar mun
forsetinn m.a. ílytja ávarp og
svara fyrirspurnum frétta-
manna í hádegisverði National
Press Club. Einnig mun forset-
inn ræða við forystumenn í
samfélagi íslendinga þar vestra.
Forsetahjónin mun heimsækja
nokkrar bandarískar borgir, t.d.
Salt Lake City, Spanis Fork, Se-
attle og San Fransisco. Laugar-
daginn 2. ágúst verður haldið til
Winnipeg, þar sem aðalræðis-
maður íslands, Neil Bardal, tek-
ur á móti forsetahjónunum og
þaðan verður ekið að Gimli. Ól-
afur Ragnar mun halda hátíð-
arræðu á íslendingadaginn í
Gimli og einnig leggja blómsveig
að styttu Jóns Sigurðssonar.
Hann mun ræða við forystu-
menn íslenska samfélagsins í
Kanada og einnig Eric Stefans-
son, starfandi forsætisráðherra
Kandada. í lok heimsóknarinn-
ar verður forseti íslands gerður
að heiðursborgara Winnipeg.
Norðmenn kaupa
næst mest
Landinn græðir á
loðnuskorti Norð-
manna. Bræðslur
kaupa loðnu af
norskum skipum.
Selja þeim síðan
mjölið.
Fyrstu sex mánuði ársins
hafa Norðmenn keypt 31
þúsund tonn af mjöli frá
íslenskum fiskimjölsverksmiðj-
um á móti 28 þúsund tonnum
allt árið í fyrra. Þetta er vegna
þess að nær enga loðnu er að
hafa á heimamiðum Norð-
manna. Mjöhð nota þeir m.a. til
fiskeldis og í dýrafóður.
„Það er mjög gott að Norð-
menn landi loðnu hjá okkur. Við
vinnum hana og seljum þeim
síðan mjölið,“ segir Teitur Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra fiskimjölsfram-
leiðenda.
Þótt Norðmenn séu stórir
kaupendur á mjöli eru Bretar
þó sýnu stærri en þeir hafa
keypt mest, eða 38 þúsund tonn
á fyrri helmingi ársins. Þá eru
Danir í þriðja sæti með 27 þús-
und tonn. Alls hafa verið fiutt
út 143 þúsund tonn af mjöh á
fyrri hluta ársins.
Það sem af er vertíðinni hafa
norsk loðnuveiðiskip landað
hátt í 20 þúsund tonnum af
loðnu til vinnslu í íslenskum
höfnum. Eins og kunnugt er
ríkja strangar reglur um veiði-
skap norskra skipa á íslands-
miðum og hefur þegar eitt skip
verið kært vegna brota á þeim.
-grh
Skógrækt
Viðbótar skógar
að
Stýrinefnd nýjasta skóg
ræktarátaksins og Skóg
ræktin hafa ákveðið
bjóða upp á nýjan ílokk styrkja
til skógræktar, sem kallaður er
Viðbótarskógar. Rfldsstjórnin
ákvað sem kunnugt er í vetur
að veita auknu Ijármagni til
landgræðslu og skógræktar
með það að markmiði m.a. að
auka bindingu koltvísýrings
(CO2) x auknum gróðri. Stærstur
hluti þessa fjármagns verður
nýttur til að styrkja nytjaskóg-
rækt á bújörðum. Markmiðið
með Viðbótarskógastyrkjunum
er að koma til móts við þá sem
vilja og geta staðið myndarlega
að skógrækt, en hafa átt lítinn
kost á styrkjum áður, eins og
segir í fréttatilkynningu frá
átakinu. Styrkjurinn er í formi
skógaplantna og háður því að
styrkþegi leggi fram jafnmargar
plöntur á móti, auk þess að sjá
alfarið um gróðursetninguna og
vörslu landsins. Lágmarksstærð
friðaðs lands, sem styrkþegi
þarf að hafa til skógræktar er 6
ha og gróðursetja þarf a.m.k.
5000 plöntur á ári, þar af þyrfti
viðkomandi styrkþegi að leggja
fram 2500 plöntur sjálfur, sem
lætur nærri að kosti a.m.k. 100
þúsund krónur.
Aðeins 81 yngri en
25 ára. Um 922 á
aldrinum 40-50 ára.
Símenntun eflir
starfsöryggi
aða háskólafræðinga sem
gjarnan eru þeir einu sem
bankarnir ráða til starfa.
Á þessum áratug hefur
bankamönnum fækkað að jafn-
aði um 100 á ári eða hátt í 700
manns. Lítið er um nýráðrúngar
í stað þeirra sem hætta og því
hefur vinnuálag á þá sem fyrir
eru aukist til muna. -grh
Vinnumarkaður
Meðalaldur banka-
manna 44 ár