Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Qupperneq 7
Hagur-Smrtmt Laugardagur 19. júlí 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Vilja hleypa þremur inn Líkur aukast á að þróunarlönd fái fasta- aðild að Öryggisráði SÞ eftir að Bandarík- in láta af andstöðu sinni. Bandaríkin féllust á það í fyrsta sinn á fimmtudag að ríki úr þriðja heimin- um gætu orðið fastameðlimir í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Að sögn sendiherra Banda- ríkjanna hjá SÞ, Bill Richard- son, og Princeton Lyman að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, geta Bandarík- in sætt sig við að allt að þrjú þróunarlönd bætist í hóp fasta- meðlima SÞ, ásamt Þýskalandi og Japan. Hins vegar vildu þau fresta ákvörðun um það, hvort þessir nýju meðlimir ættu að hafa neitunarvald eins og hin ríkin fimm sem nú þegar hafa fastaaðild í Öryggisráðinu, þangað til ljóst verður um hvaða ríki verði að ræða. Öryggisráðið er valdamesta stofnun SÞ, með vald til þess að senda herlið til friðargæslu og ákveða efnahagslegar refsiað- gerðir auk þess sem það velur framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. í Öryggisráðinu eiga sæti fimm fastameðlimir, Sem eru Bandaríkin, Bretland, Kína, Frakkland og Rússland, og einnig sitja í því 10 önnur ríki hverju sinni, en aðeins í tvö ár í senn. Nokkur sátt hefur ríkt um það að Japan og Þýskaland fái inngöngu sem fastameðlimir í Bandaríkin Neituðu sér um kauphækkun Bandarískir þing- menn vilja heldur búa við atvinnuöryggi en fá hærri laun. • • ldungadeUd bandaríska þingsins ákvað á fimmtu- daginn að neita sér um launahækkun fimmta árið í röð. Samþykktu þingmenn öldunga- deUdarinnar, án umræðu, að 2,8 prósenta hækkun sem aðrir starfsmenn hins opinbera fá á næsta ári myndi ekki ná til þeirra, þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir sjálfkrafa hækkunum-í samræmi við verðbólgu. Þingmenn í Bandaríkjunum fá nú tæpar 10 mUljónir króna í laun á ári, eða nærri 800 þús- und á mánuði. Árið 1990 sam- þykktu þingmenn mikla launa- hækkun sér til handa, nærri 30%, sem átti að vinna upp að þingmenn höfðu þá dregist aft- ur úr öðrum í launum nokkur ár í röð. Þessi launahækkun reyndist með afbrigðum óvinsæl hjá kjósendum, og fór svo að nokkrir þeir þingmenn sem að henni stóðu misstu þingsæti sín í kjölfarið. AUt frá því 1993 hafa bandarískir þingmenn í báðum þingdeUdum því ekki þorað annað en að neita sér um launahækkanir árlega. Einn öldungadeUdarþing- manna, Paul D. Wellstone, sagðist ekki telja rétt að þing- menn samþykktu launahækk- anir handa sér á sama tíma og þeir væru að draga úr þjónustu við almenning til þess að ná niður haUa á ríkissjóðnum. „Ég held að þetta sé ekki rétti tím- inn,“ sagði hann. Ekki voru þó allir þingmenn sammála þessum rökum. Ted Stevens, öldungadeildarþing- maður frá Alaska, sagði með þessu verið að láta undan lýð- skrumurum. Þingmenn þyrftu að fá nægilega há laun til þess að hæfir menn og konur veldust til þingstarfa. Annars yrði þing- ið griðastaður fyrir „mUljóna- mæringa eða þá sem geta hvort eð er ekki unnið sér inn meira en 100 þúsund dollara á ári.“ -The Washington Post Háloftin Concorde eyðir ósoni Véra kann að Concorde þotur leggi umtalsvert af mörkum til eyðingar ósonlagsins. Komið hefur í ljós að þær skilja eftir sig í háloft- unum töluvert magn af brenni- steinssýru, sem áður var ekki vitað um. Þegar sameindir brennisteinssýrunnar rekast á CFC-lofttegundir, sem eru lýrir í háloftunum, þá myndast hin skaðlegu klórefni sem eyðileggja ósonið. Lengi hefur verið vitað að CFC-lofttegundir eyði ósonlaginu, en Concorde vélarnar hraða sem sagt þess- ari eyðingu til muna. Uppgötvun þessi hefur vakið áhyggjur bæði umhverfisvernd- armanna og flugverkfræðinga. Ekki hafa enn verið gerðar sambærilegar athuganir á öðr- um þotum en Concorde, en vís- indamennirnir óttast að þar sé svipaða sögu að segja. Sameinuðu þjóðirnar Frá fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ráðinu, en þróunarlönd, sem eru meirihlutinn af þeim 185 ríkjum sem aðild eiga að SÞ, hafa ekki viljað samþykkja íjölgun fastameðlimanna nema einhver þróunarlönd fengju einnig fastaaðild að ráðinu. Nokkuð einróma er krafan um að þróunarlöndin fái þrjá full- trúa, eitt ríki frá Asíu, eitt frá Afríku og eitt frá Suður-Amer- íku. Reiknað er með að Allsherj- arþing SÞ taki málið fyrir í haust, en Qölgun ríkja í Örygg- isráðinu þarf að hljóta sam- þykki Allsherjarþingsins. -Los Angeles Tímes SKOGRÆKT RÍKISINS Viðbótarskógar Skógræktarstyrkir til einstaklinga og félaga 1998-2000 Vegna átaks í bindingu C02 til aldamóta auglýsa Skógrækt ríkisins og stýrinefiid átaksins eftir aðilum sem: Hafa brennandi áhuga á skógrækt $ Geta gróðursett a.m.k. 5000 plöntur á ári næstu 3 árin. 0 Hafa a.m.k. 6 ha lands til skógræktar, sem er ffiðað fyrir beit. í boði eru styrkir í formi trjáplantna. Styrkveiting er háð því að styrkþegi leggi fram jafn margar plöntur á móti og að hann sé ekki þátttakandi í ríkisstyrktu nytjaskógaverkefni, auk ofangreindra skilyrða um lágmarks plöntufjölda og landstærð. Kjörið tækifæri til að hefja skógrækt af miklum krafti eða tvöfalda þá gróðursetningu sem fyrirhuguð var. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur fást með því að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til Skógræktar ríkisins, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum, eða með því að hringja í síma Skógræktarinnar: 471 2100, þar sem einnig fást frekari upplýsingar um styrkina. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1997. _______________________________________________________________________ Vinsamlega sendið umsóknareyðublað og úthlutunarreglur um Viðbótarskóga. Nafn:____________________________________________________________________ Heimilisfang:___________________________________________________ ___________________________________ Sími: _______________________________ Sendist til: Skógræktar ríkisins, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.