Dagur - Tíminn Akureyri - 19.07.1997, Qupperneq 12
fflagur-®rmtmt
Laugardagur 19. júlí 1997
]wrrr: T T 1 R /
*
KNATTSPYRNA
Hvað gerir Guðjón ?
GMOT’NÖMMEs
|DagwrJQIímttm
-besti tími dagsins!
Norðmenn eru mættir.
Landsleikur sem margir
bíða eftir brestur á ann-
að kvöld. Guðjón Þórðarson
hefur valið hópinn og þó bylting
hafi ekki verið gerð eru breyt-
ingar í gangi. Fróðlegt verður
að sjá uppstillingu landsliðs-
þjálfarans, sem að sjálfsögðu
nýtur um 200 þúsund ráðgjafa
um land allt sem gjarnan vilja
hjálpa honum að velja og stilla
upp liðinu. Dagur - Tíminn læt-
ur sitt ekki eftir liggja og telur
að liðið geti litið út eitthvað á
þessa leið:
Markmaður verður Kristján
Finnbogason og aftasti varnar-
maður verður fyrirliðinn sjálfur,
Guðni Bergsson. Fyrir framan
Guðna, frá hægri til vinstri,
Lárus Orri Sigurðsson, Eyjólfur
og Sverrir Sverrissynir og Her-
mann Hreiðarsson. Hugsanlega
gæti Sigursteinn Gíslason verið
í vinstri bakverðinum og þá
færi Lárus Orri út og Hermann
yfir í hægri bakvörðinn.Svo má
ekki gleyma herbragði ársins í
fyrra, þegar Guðjón setti Sigur-
stein á miðjuna í síðasta leikn-
um gegn KR og ruglaði með því
Vesturbæjarliðið algjörlega. í
Sigursteini felast margir mögu-
leikar. Þar fyrir framan verður
Sigurður Jónsson, djúpt á miðj-
unni. Hægra megin við hann og
framar á miðjunni, Rúnar
Kristinsson og vinstra megin
Arnór Guðjohnsen. Einar Þór
Daníelsson gæti þó byrjað á
vinstri kantinum, einkum ef
Sigursteinn er ekki heill og Her-
mann verið í vinstri bakverðin-
um. Verði það, er mjög hklegt
að Arnór og Einar skiptist á
þessari stöðu. Þar fyrir framan
verður væntanlega Bjarki
Gunnlaugsson, á hægri kantin-
um og fremstur verður Þórður
Guðjónsson. Auðvitað er þetta
nokkuð varnarkennd uppstill-
ing en gefur góða möguleika á
að sækja með þrem og jafnvel
fjórum mönnum þegar hðið
hefur boltann.
Hvað sem öllum vangavelt-
um um hvað Guðjón gerir er
aðalatriðið að landinn íjöl-
menni á völlinn og standi með
sínum mönnum. Það eykur
möguleika strákanna á hag-
stæðum úrslitum. ÁFRAM ÍS-
LAND. ' gþö
Þórður Guðjónsson í leik gegn Rúmenum
Af hverju eklci?
Veistu hver er hafnarstjóri á Akureyri, byggingarfulltrúi á Dalvík, slökkviliðsstjóri á Ólafsfirði eða...
Af hverju kíkirðu ekki í Gulu bókina? Bláu síðurnar koma þér skemmtilega á óvart.
Gula bókin sími 520 2000
Úrualsdeild kuenna
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óscyri 5 • Sími 461 2960 ■ Akureyri
SUBARU
▲
Síjarnan
á Þ órsuellinum mánudaginn
22. júlí kl. 20.00
lllætum 011 og hoetjum stelpurnar
■T