Dagur - Tíminn Akureyri - 30.09.1997, Blaðsíða 2
2 - Þriöjudagur 30. september 1997
JDagitt-'Qfontrat
F R É T T I R
Grunnskólinn
Frá skólasetningu í Brekkuskóla á Akureyri en hann er einn þeirra skóla sem leitað hefur á náðir ráðherra með
undanþágu.
Hafnað en kenna samt
Heiti Potturinn
r
Íheita pottinum var verið að
ræða hvaö væri um að vera
hjá íþróttadeildinni sem sér um
Bylgjuna og Sýn? Þriðja út-
sendingin rofin í miðju kafi? Á
sunnudag var slðkkt á prýðilegri
lýsingu frá Sviss. í vor var skipt
um þul í miðju kafi á einhverjum
fótboltaleik á Sýn. Og þegar
landsleikur íra og íslendinga í
fótbolta stóð sem hæst var
slökkt. Einhver vandamál strák-
ar? spurðu menn í pottinum
ýlega voru tveir ísfirskir
ökumenn stöðvaðir í Bol-
ungarvík, annar á 144 km hraða
en hinn á 156 km hraða, eða
þrefalt hraðar en leyfilegt er.
Pottverjum fannst frammistaða
sýslumannsins í Bolungarvík í
málinu óvenjuleg, en manna á
meðal er fullyrt að hann hafi
sagt þegar hann var inntur eftir
því hvort ekki hefði verið eðli-
legt að svipta þá ökuskírteininu
á staðnum, að hann hafi ekki
nennt framúr rúminu og ákveð-
ið að senda málið til ísafjarðar.
j öllu falli voru mennirnir sviptir
réttindunum á ísafirði, hver svo
sem ástæðan var.....
/■
Ipottinum um helgina var verið
að segja frá brúarmálum Hall-
dórs Blöndal og Ingibjargar Sól-
rúnar en þau hafa látið fljúga í
kviðlingum. M.a. var sagt frá
vísu sem Jón Kristjánsson al-
þingismaður orti í orðastað Hall-
dórs en í pottinum var farið rangt
með upphafið á vísu Jóns. Rétt
er hún svona: „Gráttu áfram
gamla frú/gættu að ráðum min-
um./ Gleyma skal ég Gullinbrú/Í
Grafarvoginum þínum.“
essi vísa Jóns átti að vera til
heimabrúks fyrir Halldór í
héraði og úr Norðurlandskjör-
dæmi eystra var farið með
þessa vísu í heitum potti og
greinilegt að þar kunna menn
því misjafnlega að þeirra þing-
maður skuli vera að gefa brú-
arloforð í öðrum sýslum:
Burða mikill bœði og sverborða
klippir hvar sem er.
Ég býst við hann til byrðar finni-
með brúna gullnu í ermi sinni.
Bæjaryfirvöld Snæ-
fellsbæjar sögðu
skólastjóra á Hell-
issandi að láta leið-
beinanda, sem und-
anþágunefnd hafði
hafnað, kenna áfram.
rír skólastjórar, þar af
tveir norðlenskir, hafa
leitað á náðir mennta-
málaráðherra vegna leiðbein-
enda sem undanþágunefnd hef-
ur hafnað.
Menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason, hefur til skoðunar
umsóknir frá þremur grunn-
skólum; Brekkuskóla á Akur-
eyri, Hvammstanga, og Hell-
issandi, en öllu þessu fólki hef-
ur áður verið hafnað af undan-
þágunefnd. Vitað er um leið-
beinanda á Fáskrúðsfirði sem
enn er við kennslu þótt undan-
þága hafi ekki fengist og á Hell-
issandi (Snæfellsbæ) hafa bæj-
aryfirvöld fyrirskipað skóla-
stjóra að láta leiðbeinandann
kenna þrátt fyrir höfnun und-
anþágunefndarinnar. Mennta-
málaráðherra hefur þegar
hafnað umsókn frá Patreksfirði
vegna leiðbeinenda þar. Leið-
beinandinn er enn að störfum,
en formaður fræðslu- og menn-
ingarnefndar Vesturbyggðar,
Elín Anna Jónsdóttir, sagði að-
spurð ekki hafa heyrt af af-
greiðslu ráðherra. Sé þetta hins
vegar endanleg niðurstaða sjái
hún enga aðra stöðu í málinu
en að senda börnin heim.
Sigurður Helgason hjá
menntamálaráðuneytinu segir
að menntamálaráðherra hafi til
skoðunar umsóknir frá íjórum
skólum vegna leiðbeinenda sem
undanþágunefnd hafi hafnað.
Kennarasambandið hefur lýst
því yfir að eftirlitsskylda með
því að leiðbeinendur án leyfis
undanþágunefndar séu ekki að
störfum, en Sigurður segir að
það sé nokkuð „grátt“ svæði,
ekki sé ljóst hvað felist í grunn-
skólalögunum um eftirlits-
skyldu ráðuneytisins. Ráðning-
araðilinn séu sveitarstjórnirnar,
þangað á að kvarta ef leiðbein-
andi er enn að störfum sem
hefur fengið synjun, en næsti
aðili ætti að vera félagsmála-
ráðuneytið, sem er næsta
stjórnvald.
Á síðasta ári fékk undan-
þágunefnd 570 beiðnir til um-
sagnar en nú eru þær orðnar
590, og enn kann að bætast í
þann bunka þrátt fyrir að skól-
ar hafa starfað í hartnær mán-
aðartíma. GG
Sæmdur
fálkaorðu
Forseti fslands hefur
sæmt Ingvar Pórarins-
son, fyrrum bóksala á
Húsavík, riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu,
fyrir störf hans að menning-
armálum.
Ingvar tók
við orðunni
úr hendi
sýslumanns
Pingeyinga
16. septem-
ber sl.
Ingvar Þór-
arinssson
Starfrækti Ingvar Þórarins-
Bókaverslun son
Þórarins
Stefánssonar á Húsavík um
áratuga skeið, elstu bóka-
verslun landsins utan
Reykjavíkur. Hann hefur nú
látið af störfum vegna
heilsubrests. Ingvar og kona
hans Björg Friðriksdóttir
hafa lengi verið máttar-
stólpar í tónlistarlífi Húsa-
víkur, „gestgjafar tónlistar-
innar,“ eins og einhver orð-
aði það og framlag þeirra á
þessu sviði verið ómetan-
legt. js
Kvikmyndasjóður
Nýgræðing-
ar fá styrk
rír hlutu lokastyrki til
handritsgerðar frá
Kvikmyndasjóði. Þeir
Baltasar Kormákur,
Jóakim Hlynur Reynisson
og Ragnar Bragason fá 800
þúsund kr. hver til að
halda áfram vinnu við
handrit að nýjum kvik-
myndum. Þeir voru valdir
af úthlutunarnefnd til að
halda áfram handritsgerð,
en fyrr á árinu fengu 10
höfundar byrjunarstyrk.
FRETTAVIÐTALIÐ
Björgvin G. Sigurðsson
talsmaður Grósku
Eftir þennan málefnafund
okkar tel ég aö héðan ífrá
verði ekki aftur snúið með
stofnun jafnaðarmanna-
flokks, því allt ungafólkið í
flokkunum er þvífglgjandi.
Ekki aftur snúið
-Um þessar mundir er ár liðið síðan
þið komuð saman að Bifröst í Borgar-
Jirði og ákváðuð að stofna Grósku.
Hafa líkur aukist á þessum tíma á því
að stofnaður verði jafnaðarmanna-
flokkur?
„Alveg tvímælalaust. Nú erum við
alveg sannfærð. um að af því verður og
þá er ég ekki að tala um samflot eða
samvinnu jafnaðarmanna heldur
stofnun jafnaðarmannaflokks. Ég tel
að nú sé svo komið að ekkert sé því til
fyrirstöðu að A-flokkarnir og aðrir
jafnaðarmenn sameinist í nýjum,
flokki. Allt unga fólkið í þessum flokk-
um og samtökum er á einu máli um að
gera þetta. Krafan er sterk eftir þá
miklu málefnavinnu sem fram hefur
farið innan Grósku frá því við hófumst
handa fyrir ári síðan. Þess vegna tel ég
af og frá að til baka verði snúið. Ef
þetta steytir á einhverjum skerjum eru
þau tilbúin og sýnileg."
- Hver voru helstu málin sem þið
tókuð fyrir á fundi Grósku um helgina?
„Frá því Gróska var formlega stofn-
uð 18. janúar síðastliðinn hafa 8 mál-
efnahópar verið að störfum. Stefnu-
dagur okkar um helgina hófst á því að
þeir sem stýrt hafa þessum hópum
voru með framsöguerindi þar sem nið-
urstöður hópanna voru kynntar. Síðan
var fundarmönnum skipt í tvo hópa
sem tóku hvor um sig 4 málaflokkana
til skoðunar. Málin voru skoðuð mjög
vel og við ræddum þau fram og til
baka og gerðum þær breytingar sem
fólk var sammála um að væru til bóta.
Ilópstjórarnir fara nú í að ganga frá
þessu öllu saman og þegar því er lokið
verður til einn heildstæður pakki sem
heitir „Hin opna bók Grósku.“
- Hvert er þá næsta skrejið hjá ykk-
ur?
„Þann 25. október er stefnt að mik-
ill „flugeldasýningu“ hjá okkur. Þar
verður „Hin opna bók Grósku" lögð
fram og við teljum að þar með sé kom-
inn sá málefnapakki sem vinstri menn
í landinu geta sameinast um. Eftir það
getur fólk ekki sagt að málefnalegan
grundvöll fyrir stofnun jafnaðar-
mannaflokks skorti. Félagar í Grósku
hafa lagt ómælda vinnu í að semja
þennan málefnagrundvöll. Það hefur
verið farið yfir öll hin pólitísku svið
þjóðlífsins, skattamál, atvinnumál, ut-
anríkismál og yfir höfuð allt sem skipt-
ir máli. Og síðan mun afraksturinn
liggja fyrir þegar „Ilin opna bók
Grósku“ verður lögð fram 25. október
næstkomandi. -S.dór