Dagur - Tíminn Akureyri - 30.09.1997, Blaðsíða 6
6 - Þriðjudagur 30. september 1997 ^igur-Œmrám
F R E T T I R
Héraðsdómur
Mál var dæmt á
röngum forsendum
Stefán Geir Þórisson lögfræðingur með dagbókina góðu sem gjörbreytti forsendum í málarekstri gegn trygg-
ingafélaginu.
Dagbók sem tjónþoli
lét eftir sig þegar
hann lést sýndi fram
á rangar dómsfor-
sendur.
All sérkennilegt mál var
dæmt í héraðsdómi fyrir
nokkru og dæmt þar á
röngum forsendum. Málið snýst
um það að maður sem slasaðist
alvarlega erlendis árið 1989
var kortatryggður hjá Sjóva-Al-
mennum. Þegar hann lést árið
1995 hafði tryggingafélagið
ekki gert upp trygginguna við
hann enda þótt hann hefði
reynt að fá sína tryggingu
greidda. Börn mannsins leituðu
því til lögfræðistofu Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar með málið.
Stefán Geir Þórisson lögmaður,
sem starfar með Jóni Steinari,
tók málið að sér. Hann sagði að
eftir að hann hafði rætt við tals-
menn Sjóvá-Almennra hefði
hann neyðst til að stefna félag-
inu vegna þess að það viður-
kenndi ekki greiðsluskyldu.
Ekkert fannst
„Ein sýknuástæða félagsins var
byggð á því að maðurinn hafl
aldrei tilkynnt tjónið til félags-
ins. Málið var flutt á þessum
forsendum og ég var allan tím-
ann að reyna að afla einhverra
sannanna um að þetta væri
rangt. Ég leiddi fram vitni um
að hann hefði tilkynnt tjónið en
þar sem það var sonur manns-
ins var vitnisburður hans ekki
talin fullgild sönnun. Þegar
búið var að ílytja málið óskaði
dómarinn sérstaklega eftir upp-
lýsingum um það frá lögmanni
Sjóvá-Almennra hvort það væri
kannað til hins ítrasta hvort
maðurinn hefði tilkynnt tjónið.
Til er bókun lögmanns Sjóvá-
Almennra: „að ekkert hafi
fundist í vörslum stefnda sem
bendi til þess að hinn látni haíi
haft samband við félagið vegna
umrædds slys né heldur að fé-
Iagið haíl innt af hendi greiðsl-
ur.“ Síðan er málið dæmt og al-
farið á þessum forsendum,“
sagði Stefán Geir í samtali við
Dag-Tímann. Hann segist síðan
hafa verið með dagbók sem
hinn látni maður lét eftir sig
fyrir hreina tilviljun. Þar segist
Stefán hafa rekist á ákveðna
dagsetningu þar sem segir að
maðurinn hafi fengið greiddar
rúmar 20 þúsund krónur frá
Sj ó vá-Almennum.
Fékk kvittunina
„Ég hringdi í tryggingafélagið
og óskaði eftir kvittun upp á
þessa upphæð frá þessum
ákveðna degi til þessa manns.
Ég fór svo upp í Sjóvá-Almenn-
ar og þar beið ljósrit af kvittun.
Hún sýndi að að greiddur hafði
verið sjúkrakostnaður manns-
ins úti á Spáni. Þar með sann-
aðist að hann hafði tilkynnt
tjónið til tryggingafélagsins. Og
ekki bara það heldur sá ég
möppu um málið og þegar ég
skoðaði hana blasti við sjálf
tjónstilkynningin. Forsendur
héraðsdóms voru þar með
brostnar og menn búnir að
eyða í það ómældu púðri á
röngum forsendum. Og nú hef-
ur málinu að sjálfsögðu verið
áfrýjað til Hæstaréttar," segir
Stefán Geir. Ólafur Axelsson,
lögmaður Sjóvá-Almennra,
sagði að hér hefðu mannleg
mistök átt sér stað. Máiið hefði
týnst í kerfinu vegna tölvu-
breytinga og hér væri því aifar-
ið um mannleg mistök að ræða.
Aftur á móti hefði tryggingafé-
lagið fieiri málsbætur, sem það
vildi láta reyna á fyrir Hæsta-
rétti. Nefndi hann sem dæmi
þar um að örorkumat mannsins
hefði verið framkvæmt eftir
læknaskýrslum að honum látn-
um. Þess vegna hefði verið
ákveðið að greiða ekki bætur
heldur senda málið til Hæsta-
réttar. -S.dór
Heilbrigðismál
homrekur
vegna annarlegra
í heilbrigðisrá
MOKGUNBI.ADINU hwfur la.r-
|ist eftiri'amndi opið hmf til fiir-
paelisráðherm l'rá se» lieknum á
ISjukraluísi Heykjavíktir og I.anii-
r.spílalíi:
„Reykjtivík. 17. septeinlier 19.97-
llr. Davið OddsKon, fin-sadisnið-
i Iterra. Stjónuii-niðinu við Lækjar-
prjyr- ReykjavJk.
! Virðulegi fömætisraðherrtt:
í A undínifiii-nuni mánuðtun liafn.
ær skýrslur verið hiitar á vegum
eilbrigði.sráðiineytísins þar sern
oallttð er m.a. uin fyrirkomulag
lfeÍjteitftjjÓtam..Qifc...gÐRÍningii liliVY
inguin síhum og rádgjöf
Itekna llnfá blóðmeina
verið ábvrgir l'yrir sémtti,
sóknaatoföm sem va
greinda luetli eins og
oriendis. Sem diemi s
rannsóknastofa í blóðr
ttandkpítaJá.er rekin
fræðingum í gríðu
aðrar rannsóknastofi:
efnaí'nBðli óntmnis
bankafræði og vc
Við Ránnsóknastofú,
í iilóðmeinafiteði ei
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra: „Maður er óskaplega óvanur því að menn séu stóryrtir um
í bakgrunni er hið opna bréf blóðmeinafræðinganna í morgunblaðinu 25. september.
geö
háö
ðfilf|
r Iníi
teinat-
á blóð-
'iiiingnn
eftir ni
þessi mál.“
Engar
Blóðmeinafræðingar
gagnrýna skýrslugerð
án samráðs við þá.
Ráðherra undrast að
þeir sendi gagnrýni
sína í Moggann en
ekki ráðuneytið.
Við höfum ekki fengið
neinar athugasemdir frá
þeim sem skrifa þessa
harðorðu grein. Við munum þar
af leiðandi leita frekari skýr-
inga á því hvað býr að baki því
að þeir velja þessa leið, að
senda íjölmiðlum athugasemdir
sem þeir hafa ekki komið með
hingað,“ sagði Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra. Sex
blóðmeinafræðingar birtu opið
bréf til forsætisráðherra vegna
„annarlegra vinnubragða í heil-
brigðisráðuneytinu", í Morgun-
blaðinu í síðustu viku.
Skýrsla gerð ómerk
Gagnrýnisefnið eru nýlegar
spítalasameiningarskýrslur. Þar
sé lagt til að rannsóknastofur í
blóðmeinafræði skuli innlimað-
ar í meinaefnafræðistofur og að
rannsóknastofur skuli samein-
aðar í nafni „hagræðingar".
Ekkert samráð hafi verið haft
við einn einasta blóðmeina-
fræðing. „Engu er líkara en að
Nýsir hf., VSÓ hf. og heilbrigð-
isráðuneytið séu að þjóna öðr-
um hagsmunum en bestu hags-
munum sjúklinga við ofan-
greinda tillögugerð," segja
blóðmeinafræðingarnir, og
kreíjast að skýrslurnar verði
gerðar ómerkar.
Skýri mál sitt
„Ég mun biðja þá að koma
hingað og skýra þetta mál fyrir
okkur, því þarna gagnrýna þeir
starfsfólk ráðuneytisins harð-
lega, án þess að nokkru sinni
hafi komið neinar umsagnir eða
athugasemdir frá þeim til okk-
ar. Þetta er vinnuplagg og það
er eðlilegt að slík plögg séu
gagnrýnd enda lögð fram til
þess að fá athugasemdir," sagði
Ingibjörg.
„Grundvallaratriði að skýrsl-
ur séu þannig unnar að hægt sé
að taka mark á þeim,“ sagði
Guðmundur I. Eyjólfsson, einn
af sex höfundum bréfsins.
„VSÓ-skýrslan er greinilega
pöntuð, því sá sem les formál-
ann og síðan skýrsluna sjálfa,
sér að ekki er neitt samræmi
þar á milli.“
„Við viljum ekki láta setja
okkur þarna út í horn. Það
stendur m.a.s. í VSÓ-skýrslunni
að blóðmeinafræði á Borgar-
spítalanum sé svo lítilíjörleg að
það eigi að leggja hana niður.
Ég er búinn að starfa þarna í
26 ár. Samkvæmt þessu ætti
mitt starf að leggjast niður. Ég
tel það rangt, en það er ekkert
talað við mig um það,“ sagði
Guðmundur. - HEI
n