Dagur - Tíminn Akureyri - 01.10.1997, Síða 3
íDítgur-^immtt
Miðvikudagur 1. október 1997 - 15
LIFIÐ I LANDINU
Tóbakssala er
siðlaus og óverjandi
Nei, það eru ekki
sígaretturnar sem
menn vildu banna
sökum krabba-
meinshœttu, heldur
rauða lakið.
Dauðsföll af völdum reyk-
inga eru a.m.k. tuttugu
sinnum tíðari en af
nokkru öðru sem koma má í
veg fyrir, að áfengi einu undan-
skyldu.
„Það er siðlaust og óverjandi
að flytja inn og selja tóbak, og
enginn á að gera sig sekan um
það, hvorki ríki né einstakling-
ar. Raunar illskást að hafa
þetta hjá ríkinu", sagði Þor-
steinn Blöndal, lungnasérfræð-
ingur og stjórnarmaður í ÁTVR.
Eftir ítekað bann á sölu á
MM-kúlum, pistasíuhnetum frá
fran og sfðast en ekki síst inn-
flutningsbann á rauðum IKEA-
lökum, sökum krabbameins-
valdandi efna, þótti blaðinu
ástæða að leita álits Þorsteins á
tóbakssölu, sem ekki hefur
heyrst að neinn hafl lagt til að
banna innflutning á.
Gildi forvarna
Þorsteinn segir Iöngu vitað um
íjölmargar orsakir krabba-
meina sem hægt væri að hindra
með forvörnum. Reykingar or-
saki 19-20% þessara dauðs-
falla, alkóhólið sé í öðru sæti
með 5-6%, en allt annað valdi
hvert um sig minna en 1% svo-
kallaðra hindranlegu dauðs-
falla. Má því ljóst vera að reyk-
ingar eru a.m.k. 20 sinnum
hættulegri en rauð lök - auk
þess sem lökin eru einungis
hættuleg þeim sem þau nota,
öfugt við tóbakið.
Ríkið stærsti
eiturlyfjasalinn
Um 30% Islendinga á aldrinum
átján ára til sjötugs reykja dag-
lega ségir Þorsteinn. Meðan svo
er treystu stjórnmálamenn sér
tæpast til að leggja til innflutn-
Þorsteinn Blöndal
lungnasérfrœðing-
ur: Ri'kið er stœrsti
eiturlyfjasalinn af
þeim öllum.
ingsbann. Væri þetta hlutfall
komið niður í 20% færi slíkt
kannski að verða pólitískt fram-
kvæmanlegt.
Ríkið, sem Þorsteinn segir
stærsta eiturlyijasalann af þeim
öllum, mætti að hans mati sýna
meiri lit í reykingavörnum. Það
heyrist t.d. ekki múkk í einum
né neinum vegna nýlegrar
verðhækkana á sígarettum. Síð-
an væri eftir að sjá, í sölutölum
ÁTVR, hvort þetta muni hafa
einhver áhrif til að draga úr
reykingum, eins og meiningin
var.
Spjótin beinast að
tóbaksinnflytjendum
„Það sem er nýtt í umræðunni
er, að það er í meira og meira
mæli verið að kalla tóbaksfram-
leiðslufyrirtækin og þá sem
dreifa og selja tóbak til ábyrgð-
ar, sem mér finnst ágætis þró-
Mtn“, segir Þorsteinn. Hann seg-
ist t.d. hafa orðið þess var, m.a.
á nýlegri ráðstefnu í Peking, að
menn beini spjótum sínum í
vaxandi mæli gegn tóbaksinn-
flytjendum og seljendum í stað
þess að amast við reykinga-
mönnunum, eins og tilhneiging
hafl verið til, eins og vandinn
væri þeim að kenna. - IIEI
Lúsin í skólanum!
Aðeins nokkrar vik-
ur eru liðnarfrá því
kennsla hófst í skól-
um landsins og hef-
ur lús þegar fundist
í tveimur grunn-
skólum á höfuð-
borgarsvœðinu.
Einnig hefur orðið
vart við hana á
Akureyri.
Lúsin, lítið og vængjalaust
gulgrátt kvikindi, er
martröð ijölskyldunnar í
dag svo furðulegt sem það kann
að virðast.
Lúsin eignast
börn og buru
Margir tengja lúsina
við fátækt, óþrifnað og
gamla tíma en það er
mesti misskilningur. Lús-
in unir sér vel í mannshári
og lætur vatn og venjulega hár-
sápu ekkert á sig fá. Lúsin er 2-
3 millimetrar að stærð, grípur í
liárið og heldur sér fastri með
klónum. Hún sýgur blóð úr hár-
sverðinum, verpir eggjum og
eignast börn og buru. Hún
„smitast" hratt og labbar á
milli, frá húfu til húfu í skólan-
um.
Ekkert tiltökumál
Hárlús hefur komið upp í að
minnsta kosti tveimur grunn-
skólum á höfuðborgarsvæðinu
nú þegar aðeins nokkrar vikur
eru liðnar frá því skólinn hófst
og einnig hefur orðið vart við
hana á Akureyri. Þetta er þó
engin sérstök tíðindi því að lús
greinist venjulega í skólum á
haustin. Strax fóru í gang að-
gerðir í skólunum, börnin
voru send heim með miða
og upplýsingar um hvernig
skyldi bregðast við og for-
eldrar drógu fram lúsa-
kamba til að kemba börn sín -
allt er þetta gert til að
koma í veg fyrir far-
aldur.
Lús á
hverju hausti
Kristjana Ólafsdóttir, hjúkrun-
arfræðingur í Síðuskóla, segir
að lús greinist á hverju hausti í
grunnskólum og það þyki ekk-
ert tiltök
umál þó að vissulega verði
stundum vart við gamla for-
dóma. Foreldrum og börnum sé
haldið vel upplýstum og gefnar
séu út leiðbeiningar, til dæmis í
fréttabréfum skólanna. Foreldr-
ar séu hvattir til að vera á varð-
bergi, skoða hár barna
sinna ef þau kvarti
undan
kláða og láti skólann strax vita
ef lús finnist til að hægt sé að
grípa til viðeigandi ráðstafana.
„Ef lús flnnst er ráðlagt að
fara í lúsameðferð, þvo hár
allra í fjölskyldunni með
lúsasjampói og kemba
hárið. Kamburinn
er til að ná lúsinni en
sjampóið drepur
nit-
ina ekki strax og því eru for-
eldrar beðnir um að halda
börnunum heima í sólarhring,"
segir hún.
Hvað á að gera?
Ef lús greinist í ijölskyldunni
þarf að draga fram þvottaefni
og þvo klæðnað, til dæmis húf-
ur, trefla, peysur með háum
kraga og rúmföt allra í Ijöl-
skyldunni svo nokkuðs é nefnt.
Einnig er gott að kemba dag-
lega hárið, sem lúsin finnst í, og
jafnvel að þvo aftur með
lúsasjampói eftir viku eða hálf-
an mánuð. Ekki er víst að öll
nitin drepist við fyrstu með-
ferð.
Lúsin labbar á milli
Kristjana segir að lús berist við
snertingu eða þegar krakkar
skiptast á fötum í skólanum.
„Börnin skiptast á húfum og
lána burstana sína eftir
fþróttir," segir hún. Þá
eru snagar barnanna í
flestum tilfellum ansi þétt
og því auðvelt fyrir lúsina að
labba á milh. Hún getur
nefnilega lifað í smátíma
utan líkamans. -GHS
Lúsin getur lifað í stuttan tíma
utan líkamans en hún lifir í hár-
sverðinum og sýgur þar blóð. Hún
lætur vatn og venjulega hársápu
ekkert á sig fá, mikill þrifnaður
getur jafnvel haldið niðri einkenn-
unum. Hún getur lifað góðu lífi í
hárinu ef ekkert er að gert og
„smitast" hratt, labbað frá húfu til
húfu í skólanum.