Dagur - Tíminn Akureyri - 01.10.1997, Qupperneq 4
16 - Miðvikudagur 1. október 1997
iDagur-Œhtttmt
UMBÚÐALAUST
Það sem aUir sjá en enginn gerir neitt í
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Það sem allir sjá en enginn
gerir neitt í. Pað er svo
íjölmargt. Eitt af því er
þátttökugjaldið í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar í Reykja-
vík (og kannski víðar). Skrif-
stofa, símar, auglýsingar, kafíl
og kleinur, bæklingar og ný
klipping. Sumt er geflð. Mest
borgað.
Svo einfaldur er þessi sann-
leikur: til að taka þátt í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík þarf maður að eiga
svona milljón og raka saman
helling af annars konar fram-
lögum. Eina til tvær milljónir.
Þekktur frambjóðandi kemst af
með minna. Nýliði sem ætlar
sér raunverulega að vera með
þarf að minnsta kosti 1500 þús-
und. Þetta þarf ekki að vera
svona.
Of dýrt?
Það er margt gott um prófkjör
Sjálfstæðismanna að segja. Bú-
ast má við glæsilegri þátttöku
10-15 þúsund borgarbúa. Það
er einn þriðji til helmingur
þeirra atkvæða sem reiknað er
með að D-listinn fái. Efstu
menn verða lýðræðislega kjörn-
ir og hafa umboð stuðnings-
manna. Þeir fá traustsyfirlýs-
ingu áður en lagt í alvöruslag-
inn. Sjálfstæðisflokkurinn hvet-
ur sitt fólk til að berja, ekki
bara hvert á öðru, heldur á
andstæðingnum á meðan próf-
kjörsbaráttan stendur. Fram-
bjóðendur fá æfingu. Nýfiðar fá
tækifæri, og einstaka nýliði þyk-
ir svo góður að hann kemst á
lista, sem styrkist fyrir vikið.
Fyrir flokkinn er þetta líklega
hið ágætasta mál (þótt Davíð
hafl kosið að stilla upp sjálfur
1990, og úrslit prófkjörs séu
ekki alltaf í heiðri höfð, og svo
framvegis). Og svo hefur flokk-
urinn (les: þeir sem eiga hann
og stjórna honum) náð mjög
góðum árangri í að ná þeirri
niðurstöðu í prófkjöri sem þeir
telja æskilega; maskínan er
einkar lagin við að fá út úr lýð-
ræðinu þar sem hún myndi búa
til sjálf. Gott fyrir flokkinn. En
þetta er of dýrt. Fyrir einstakl-
inginn.
Laun borgarfulltrúa
Laun borgarfulltrúa eru ein-
hvers staðar í kringum 60 þús-
und. Ef vel aflast þegar her-
fanginu er skipt koma nefnda-
greiðslur, en sléttur borgarfull-
trúi í Reykjavík verður ekki há-
launamaður og varamaður lep-
ur dauðann úr skel.
Við slógum á það tveir félag-
ar þegar síðasta prófkjör var,
(hann í baráttunefnd fyrir einn
borgarfulltrúanna í Sjálfstæðis-
flokknum) að stöku frambjóð-
endur væru í
verulegri hættu
að TAPA fé á því
að bjóða sig
fram - þó svo að
öruggt sæti
fengist. Kostn-
aður við próf-
kjörið væri svo
mikill að áætl-
aðar tekjur af
starfi borgar-
fulltrúans það
kjörtímabil sem
færi í hönd
dygðu ekki til að
borga dæmið. Vilhjálmur Vil-
hjálmsson borgarfulltrúi sagði
þetta berum orðum í sjónvarp-
inu í fyrradag. Gunnar Jóhann
Birgisson er að hætta sem borg-
arfulltrúi vegna þess að hann
hefur ekki efni á að vinna fyrir
svo lág laun. Aðgöngumiðinn er
of dýr. Þetta er auðvitað fárán-
legt.
Frambjóðendur gera
lítið úr kostnaðinum
Frambjóðendur gera fítið úr
þegar í slaginn er komið og
hinn reglubundni söngur hefst.
Opinberlega viðurkenna þeir
ekki hve kostnaðurinn er mikill,
beinn og óbeinn. „Mamma bak-
ar kökurnar, vinirnir lána sím-
ana, Kolkrabbinn lánar hús-
næði, prentarar vinna launa-
laust“ og fleiri álíka trúlegar
sögur fara á flot. Heima hjá sér
og á skrifstofum væntanlegra
ljárstuðningsmanna reyta þeir
hár sitt í örvæntingu. Vel á
minnst: fjárstuðningsmanna.
Hvaðan koma
peningarnir?
Það er ekki óeðlilegt að venju-
legt launafólk sem baslar við að
ná endum saman leggi ekki í
prófkjör. En það er heldur ekki
óeðlilegt að það velti fyrir sér
hvaða skuldbindingar búi að
baki hjá þeim sem þurfa að
snapa hundrað þúsund kalla
hingað og þangað hjá fyrirtækj-
um og „vinum“. Sérstaklega af
því að venjulegt iaunafólk hefur
enga reynslu af því að biðja um
svona greiða
hér og þar og
veit lítið hvað
þarf að koma á
móti. Veit þó að
æ sér gjöf til
gjalda, eða:
engin skuld er
svo smá að hún
verði ekki inn-
heimt á efsta
degi.
Samt er það
nú svo að ég
held ekki að
borgarfulltrúar
listanna séu upp til hópa að
selja sálu sína verktakafyrir-
tækjum eða túrbínuinnflytjend-
um. Það er frekar svo að svona
stjórnmál bjóða heim tor-
tryggni, og hún er eðlileg, því
þetta er óheilbrigt ástand.
Hvað gæti verið?
Einföld lausn skapar mun já-
kvæðara andrúmsloft. Gömlu
góðu reglurnar. Nú hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn lengi gert út á
þá kenningu sína að ekki eigi
að segja einstaklingum fyrir
verkum, vilji menn eyða fé í
prófkjör þá sé það þeirra mál.
Málið er bara ekki svo ein-
Það er ekki óeðli-
legt að venjulegt
launafólk sem
baslar við að ná
endum saman
leggi ekki í
prófkjör.
Hólmsteins
Leikbrúðuland Hannesar
SarnteenlegtrtóþS™! I STKÁMNGJNN ÞORJR£NNJ
ÚT ÓX SK&/WUM '/JN£Ð/JN
ER OT79RJNN /
j víöriveröld_nerrah^L- j
Bosor\
falt: prófkjörið er botnlaus pen-
ingahít og eyðslan iöngu komin
út fyrir þau mörk að hægt sé að
réttlæta hana með hugsanleg-
um ávinningi.
Þess vegna ætti
flokkurinn að
setja fram sam-
eiginlegan kynn-
ingarbækling,
halda fundi þar
sem frambjóð-
endur geta mæst
á jafnréttisgrund-
velli, og setja þak
á leyfilega eyðslu
hvers og eins.
Fjölmiðiar hafa
fyrirfram áhuga á
málinu og myndu
sýna því áhuga
og vera opnir fyr-
ir hvers kyns um-
ræðu - eins og
þegar er raunin.
Hægt væri að
vinna mikið með litlum tilkostn-
aði.
Hvers vegna ekki?
Frambjóðendur og Kjartan
sjálfur Gunnarsson verða
spurðir um þetta atriði einu
sinni enn og munu spila sömu
plötuna: þetta er ekkert mál.
Það er lygi og allir vita það.
Hins vegar þjónar það ekki öðr-
um og meiri hagsmunum
flokksins að
koma fjárhags-
böndum á kosn-
ingaslag. Því
miður hefur
hann ekki borið
gæfu til að
styðja viðleitni í
þá átt að koma
fjármálum
flokkanna upp á
yfirborðið. Og
því síður vill
hann að kosn-
ingabarátta sé
háð eftirliti.
Hvorki sveitar-
stjórnarkosn-
ingar, Alþingis-
kosningar né
forsetakosning-
ar.
Fjárhagslegur rammi utan
um kosningar væri gott mál fyr-
ir lýðræðið innan Sjálfstæðis-
flokksins, siðferðið í stjórnmái-
unum og pólitíska h'fið í land-
inu. Gott mál fyrir einstakling-
inn. En heilbrigð skynsemi væri
slæmt fordæmi. Fyrir flokkinn.
Árni Sigfússon oddviti Sjálfstæð-
ismanna. Er hann tilbúinn að
beita sér fyrir lækkuðum iðgjöid-
um þeirra sem vilja tryggja lýð-
ræði?
Stjömustríð á ný
Rétt þegar kaldastríðið
er búið, Ronald Reag-
an búinn að draga sig
í hlé vegna veikinda, Gor-
batsjov að missa öll völd og
menn farnir að minnast
Leiðtogafundarins í Reykja-
vík með sagnfræðilegum
svip - dúkk-
ar aftur upp
gamalkunn-
ugt orð í
umræðunni:
Stjörnu-
stríðsáætl-
un. Að þessu
sinni snýst
málið þó
ekki um að
skjóta niður
strategískar
óvinaeld-
flaugar úti í
geimnum.
Nú á að
skjóta
Reykjavíkur-
listann niður
úr hásætum valdanna í
Reykjavíkurborg. Sjálfstæð-
ismenn eru búnir að efna í
prófkjör og greinilega á að
leiða fram í fáa en fræga
kandídata. Aðeins sextán
manns gefa kost á sér í
prófkjörið, sem er ótrúlega
lítið og hefði einhvern veg-
inn verið trúlegri tala í próf-
kjöri hjá Kvennalistanum
eða Þjóðvaka en hjá stærsta
flokki þjóðarinnar.
Árni með bassann
En sjálfstæðismenn ætla að
augljóslega að vega fá-
mennið upp með frægðinni
því í fyrir utan gömlu borg-
arfulltrúana, (sem flestir
voru raunar búnir að
gleyma að væru til), gefa
nokkrar stjörnur
„celebritics" - kost á sér í
prófkjörinu. Baltasar Kor-
mákur hjartaknúsari og Ey-
þór Arnalds hárprúði selló-
popparinn eru nýir í stjórn-
málabaráttunni sem og
Ágústa Johnsen leikfími-
kennari og Anna í Önnu og
útlitinu. Þetta stjörnuflóð
stefnir nú í stríðið við
Reykjavík-
urlistann
og mun ef-
laust beita
óhefð-
bundnum
aðferðum
eins og títt
er í
stjörnu-
stríðum.
Ekki er að
efa að
kontra-
bassinn
hans Árna
Sigfússonar
á eftir að
koma í
góðar þarf-
ir við að fylla hljómbotninn í
þessum kór.
Frambjóðendur
framtíðar
Stjörnustríðsáætlanir Reag-
ans náðu aldrei svo langt að
á það reyndi hvort þær virk-
uðu. Öðru máli mun vænt-
anlega gegna um stjörnu-
stríðsáætlanir Árna Sigfús-
sonar. Ef flokkurinn grípur
ekki í taumana með því að
skipta út stjörnum fyrir ein-
hverja meinta þungavigtar-
menn mun það koma í ljós í
vor hvort stjörnustríðspóli-
tíkin á erindi á íslandi eða
ekki. Kannski verður það
helsti kostur frambjóðenda
framtíðarinnar að hafa ein-
hvern tíma komið fram í
þáttunum hjá Hemma
Gunn? Garri