Dagur - Tíminn Akureyri - 01.10.1997, Side 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 01.10.1997, Side 12
^Dagur-Wmxnn BHB mmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmm Miðvikudagur 1. október 1997 Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 Meiri verksmiðjiibragur á vlimshimii Það eru mörg handtökin á nýju vinnslulínunni. Karfaflökin á leið úr brauðun í lausfrysti. Byltingakenndar breyting- ar voru gerðar í sumar á vinnslulínum Útgerðarfé- lags Akureyringa, sem miðuðu að því að auka framleiðni land- vinnslunnar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 230 milljónir króna en aðallega var unnið við breytingarnar á ijögurra vikna tímabili í sumar. Þá var land- vinnslunni lokað og allflestir starfsmenn undu glaðir í sínu sumarfríi. Undirbúningur að þessum breytingum hófst um síðustu áramót. Hið nýja vinnuumhverfi er ekki rýmra en það gamla en að mörgu leyti þægilegra. Þessar breytingar nýta betur húsnæðið og í framtíðinni verður því mögulegt að setja upp aðra starfsemi í húsnæði ÚA á Fiski- tanga. Hreinlætiskröfur eru hertar, m.a. þurfa starfsmenn að stíga yfir þröskuld sem skil- ur að svæði fyrir útiskó og töfflusvæði í búningsklefa, en öllum starfsmönnum eru lagðar til töfflur til að klæðast og ganga í til búningsklefa þar sem sloppar og stígvél eru geymd. Unnið er að innréttingu á tilraunaeldhúsi. En hvernig finnst starfsfólk- inu að vinna á nýju vinnslulín- unni? Blaðamaður truflaði ein- beitingu nokkurra starfsmanna nýverið þegar hann tók þá tali, en þá var verið að „brauða" karfaflök á Þýskalandsmarkað. Nýja vinnslulínan nýtir fiskinn betur „Þetta er öðruvísi vinna en áður og ég er ekki frá því að mér hafi þótt betra að vinna á gömlu línunni. En maður á eftir að aðlagast þessari vinnu betur og þá verður svarið kannski öðruvísi. Ég er hins vegar viss um að þessi nýja vinnslulína nýtir betur fiskinn. Maður heyr- ir alltaf einhverjar óánægju- raddir en það er alltaf þegar nýjungar eru á ferðinni, en þær hverfa væntanlega,“ sagði Ester Bára Sigurðardóttir. Verður mjög gott „Þetta er mikil breyting frá því sem var hér í frystingunni á ÚA en ég er búin að starfa hér í sex ár. Línurnar vinna allt öðruvísi og þetta er allt annað ferli og þegar við höfum náð tökum á þessu ferli er ég ekki í minnsta vafa um að þetta verður mjög gott. En eins og stendur er þetta erfiðara. Því er ekki að neita að hér eru byrjunarörð- ugleikar, aðallega f pökkuninni, | % % Ester Bára Sigurðardóttir. Erna Friðriksdóttir. Anna Fríða Kristinsdóttir. Tryggvi Már Meldal. eins og venjulegast er þegar nýtt kerfi er tekið í notkun. Það eru hér enn menn frá Marel til að leysa þann vanda. Það vant- ar kannski hjá okkur starfsfólk- inu að vera jákvæðara fyrir þessum breytingum, og ég veit að jákvæðnin kemur,“ sagði Erna Friðriksdóttir. Nýi vinnutíminn miklu betri Anna Fríða Kristinsdóttir starfar við að taka flökin af færibandi eftir að þau hafa ver- ið brauðuð, og taka þau þeirra frá sem ekki voru nægjanlega vel röspuð. „Þetta er allt öðru- vísi vinna en ég var í áður. Þá var ég uppi á línu að skera, en þetta er ekki eins (jölbreytt. Nú stend ég bara og pakka í kassa, þetta er meiri færibandavinna, meiri verksmiðjubragur á þess- ari vinnu núna eftir breyting- arnar. Það væri sjálfsagt gott að fólk væri fært á milli starfa eftir einhvern tíma svo það yrði ekki leitt á því sem það er að gera. Það jákvæðasta við þessar breytingar gagnvart okkur starfsmönnunum er að þetta er miklu hreinlegra nú. Nýi vinnutíminn er líka miklu betri. Ég vinn frá sjö til þrjú en áður vann ég frá átta til fimm fyrir sama kaup. Það ligg- ur við að allur dagurinn sé eftir og meiri tími til að gera það sem nauðsynlegt er, t.d. þarf ekki að þeytast í búðir með ógnarhraða vegna þess að dag- urinn er nánast búinn." Fín vinna „Þetta er fín vinna,“ sagði Tryggvi Már Meldal, sem vinnur við annan mann við að taka karfaflökin upp úr kari og raða þeim á færiband. Þaðan fóru karfaflökin gegnum vél sem bakaði flökin í deigi og síðan í raspi. Síðan flutti færibandið flökin áleiðis í lausfrysti og síð- an í pökkun í kassa eftir hafa farið gegnum síðustu „endur- skoðun". „Þessi vinna er miklu betri að því leyti að hér er ekki mikið vatnssull. Ég held að þegar fólkið hefur náð tökum á þessu hérna mun það ekki sjá neitt eftir eftir gömlu vinnslulínunni. Nýtingin er líka meiri og það kemur öllum til góða, ekki bara fyrirtækinu heldur einnig okkur sem vinnum hérna," sagði Tryggvi Már Meldal. GG

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.