Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.01.1997, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. janúar 1997 |Dagur-®ímmn m F R E T T A vS K Y R 1 N G Gróska Sögulegur loftkastali Frá fjölmennum fundi í Háskólablói um helgina. Á innfelldu myndinni má m.a. sjá formann Stúdentaráðs, Vilhjálm K. Vilhjálmsson og dætur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta (slands. KValgerður Jóhannsdóttir eir sem mættu á stofnfund Grósku um helgina virðast flestir sammála um að þar sé kominn vísir að stórum jafnaðarmannaflokki. Aðrir sem einnig vilja kenna sig við jafnaðarmennsku og félags- hyggju, efast hins vegar mjög. Það mættu á sjötta hundrað manns í Loftkastalann í gamla Héðinshúsinu í Reykjavík um helgina og tóku þátt í stofnun nýrra stjórnmálasamtaka. Gróska - samtök jafnaðar- manna og félagshyggjufólks var formlega stofnuð með lófa- klappi, samþykkt stefnuyfirlýs- ing, lög og kosin 11 manna stjórn. Stofnfélagar í Grósku eru tæp 3 þúsund. Ungliðahreyfing- ar Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks eiga formlega aðild að samtökunum, en auk þess standa að þeim einstaklingar úr Kvennalista og Pjóðvaka og fleiri, þ.á.m. margir sem starfað hafa með Röskvu í stúd- entapólitíkinni og sennilega dregur nafn nýju samtakanna dám af því. Stefnuyfirlýsing Grósku er birt á bls. 9, en Dag- ur-Tíminn ræddi einnig við marga sem voru á fundinum og einnig nokkra sem ekki voru þar. Vel heppnað „Vel heppnaður fundur, húsfyll- ir. Það var það sem við stefnd- um að og stemmningin var líka í réttum anda,“ sagði Þóra Arn- órsdóttir, sem vann að undir- búningi Grósku og var kjörin í stjórn hennar á laugardaginn. „Þetta var ákveðinn prófsteinn. Ef við hefðum íloppað á stofn- fundi hefði verið erfitt að standa upp, en þetta hvetur okkur enn meira.“ „Það er ekki hægt annað en vera ánægður með þennan fund,“ sagði Róbert Marshall, formaður alþýðubandalagsfé- lagsins Verðandi og einn forvíg- ismanna Grósku. „Stórkostleg mæting og mjög gott hljóð í fólki.“ Hann er sannfærðari en nokkru sinni áður, að draumur- inn um stóran sameinaðan jafnaðarmannaflokk verði að veruleika. „Mér varð það eigin- lega ljóst á fundinum á Bifröst þegar við byrjuðum á þessu og sagði þá að ég hefði aldrei verið bjartsýnni á að þetta væri hægt. Nú er ég að gæla við hvort ég eigi að þora að segja að ég sé nokkurn vegínn viss um að við munum bjóða fram saman í næstu kosningum.“ Ung og ánægð „Ég kom bara af forvitni, til að sjá hvort ekki væri eitthvað rænulegt að gerast á vinstri væng stjórnmálanna," sagði Sigríður Kristinsdóttir við Dag- Tímann og bætti við að sér litist mjög vel á Grósku og hefði trú á að hún væri vísir að öðru og meira. „Mér finnst þetta hafa alla burði til þess. Það er mikill og góður jarðvegur og mér sýn- ist á fólkinu sem er hór að það sé úr öllum geirum.“ Dalla Ólafsdóttir hefur verið áhugasöm um samfylkingu fó- lagshyggjufólks í landinu og var mjög ánægð með fundinn. „Þetta var skemmtilegt og það var baráttuandi í fólki og greinilega mikill kraftur." „Ég hef alltaf verið fylgjandi því að jafnaðarmenn samein- ist,“ sagði Ingvar Sverrisson. „Ég hef starfað með Reykja- víkurlistanum lengi og er mikill áhugamaður um bætt þjóðfélag og held að það gerist í gegnum stóran og sterkan jafnaðar- mannaflokk. Og þessi fundur er það stórt skref, að það er ekk- ert sem getur stöðvað þetta héðan af.“ Friðrik Gunnar Bergsen virt- ist á sama máli. „Ég kom til að vera vitni að sögunni og til að taka þátt í þessari gerjun. Ég væri ekki hér, ef ég hefði ekki trú á að stór jafnaðarmanna- flokkur verði að veruleika." í sögubækur Flestir sem sóttu fundinn á laugardaginn voru innan við þrítugt, en þó nokkrir heldur lífsreyndari. Þar á meðal Helgi Pétursson, tónlistarmaður og fyrrverandi Framsóknarmaður. Hann segist lengi hafa fylgst með umræðunni um samein- ingu félagshyggjufólks og „Nú loksins só ég á blaði áhersluat- riði, sem ég held að mikill íjöldi fólks geti orðið sammála um. Það var akkúrat eitthvað svona sem ég vildi sjá..“ Páll Halldórsson, fyrrverandi formaður BHMR, sagðist lengi hafa reynt að vinna að sam- einingu jafnaðarmanna og þvi talið bæði rétt og skylt að mæta á Grósku fundinn og hann sá ekki eftir því. „Mætingin er góð. Fólk er að taka í burtu klisjur fortíðarinnar og horfir fram á veginn og full ástæða til að ætla að þetta gangi vel.“ „Ég kom af því óg trúi á fé- lagshyggju og hugsjónir henn- ar,“ sagði Sigmar Hróbjartsson, sem er að verða áttræður en ekki of gamall til að berjast fyr- ir hugsjónum sínum og trúir því að ungmennunum takist ætlun- arverk sitt. Það gerir einnig Kristín Á Ólafsdóttir, stjórnar- formaður Sjúkrahúss Reykja- víkur. „Framtíðin er hér og óg ímynda mór að þessi dagur verði í sögubókunum á næstu öld, sem dagurinn þegar lögð voru drög að nýjum flokki jafn- aðarmanna og félagshyggju- fólks." Fiktað við Framsókn Valdimar Leó Friðriksson er ný- byrjaður að fikta við að starfa með Framsóknarflokknum, eins og hann orðaði það sjálfur, en ákvað að kíkja á stofnfundinn. „Ég er mikið félagsmálafrík og fylgist vel með öllu svona og kom til að sjá hvort þetta höfð- aði til mín eða ekki, en þetta er of vinstri sinnað fyrir mig,“ seg- ir Valdimar sem tók þá ákvörð- un á fundinum að halda áfram „fikti“ sínu við Framsókn- arflokkinn. Hann er engu að síður sannfærður um að Gróska eigi framtíðina fyrir sér. „Já ég er alveg sannfærður um það. Þetta verður stór og sterkur flokkur. Það er spurning hvað þessir gömlu gera. Hvort Sig- hvatur og þeir leyfa þessu ekki að þróast. Ég held að þeir gætu þess vegna orðið jafnstórir Framsóknarflokknum í næstu kosningum.“ „Ég er sjálfstæðismaður og er hér svona til að kynna mér hvað er að gerast í herbúðum óvinarins;" sagði spaugarinn Jón Gnarr, sem var kynnir á stofnfundinum ásamt Ólafíu Hrönn Jónsdóttur leikkonu. „Ég sagði þegar óg var beðin um að kynna hér að ég væri farin að narta í bláa fánann. En ég fagna því samt að það sé verið að stofna hér mótherja hægri flokksins. Það er í raun bara eitt afl í gangi og þarf sterkari hóp á móti þeim, sem sér um öllu góðu málin.“ Æðibunugangur og dónskapur Fundurinn í Loftkastalanum var ekki sá fyrsti sem haldinn hefur verið til að sameina jafn- aðarmenn. Fundargestir virtust samt flestir sannfærðir um að Gróska eigi eftir að verða ann- að og meira en loftkastalar ungs fólks. í flokkum „full- orðna“ fólksins, eru hins vegar ekki allir jafn hrifnir, þótt for- menn A-flokkanna hafi báðir lýst yfir stuðningi við Grósku. Tveir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Hjörleifur Guttormsson og ögmundur Jónasson, neit- uðu að skrifa undir stuðningsyf- irlýsingu, sem birtist fyrir fund- inn og innan Kvennalista eru mjög skiptar skoðanir. „Það er gott að fólk reyni að vinna sam- an að góðum málefnum, en tak- markið má aldrei verða það eitt að ná völdum og smíða stofnan- ir utan um eigin völd. Því miður hefur mér fundist þessi samein- ingarumræða einkennast alltof mikið af því. Það er innihaldið, sem skiptir máli og þar til búið er að sannfæra mig um að ég eigi hugmyndalega samleið með þessu, þá stend ég til hlið- ar,“ segir ögmundur. „Það eru mjög skiptar skoð- anir innan Kvennalistans um þetta samstarf og framhaldið,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona. Hún er ósátt við framkomu Gróskumanna og yfirlýsingar t.d. um stjórnmála- menn og flokka og telur þær hafa einkennst af dónaskap. Hún er heldur ekki mjög hrifin af stefnuyfirlýsingu Grósku. „Mór finnst þetta ákaflega hefð- bundið og sé fáar nýjar hug- myndir. Þetta fólk er að saka stjórnmálamenn um að spyrja ekki einu sinni réttu spurning- anna, en ég fæ ekki séð að þau sóu að því. Þetta er allt saman mjög gamalkunnugt. Þau segja líka að tími umræðna só liðinn og tími aðgerða runninn upp, en mér vitanlega er umræðan ekki einu sinni hafin. Mér finnst þetta einkennast af svolitlum æðibunugangi."

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.