Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.01.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.01.1997, Blaðsíða 12
I JDagur-®tminn Þriðjudagur 21. janúar 1997 Björn S. Einarsson veðurfrœðingur Reykjavík Jg Mlð Flm Fös Lau ««» S3 S 6 VSV3 SA4 VSV3 SSAS SB SSA3 Stykkishólmur -10 J VSVB SSV3 S 9 SVB SA6 VSV4 SSA6 SSVS SA3 Bolungarvík "C Mlð Flm Fös Lau mm 5 5 VNV 4 SV3 S 8 SV6 SSA 5 SV4 SSAB SVS ANA 2 Blönduós ”9 Mlð Fim Fös Lau mm 5 -I..... .... M 5 VSV3 SV2 SS SV3 SSA2 SV2 SSA3 S 4 A 1 Akureyri Mlð Flm Fös Lau mm 5 ■ SV4 VSV3 S 5 SV4 SSA3 SV3 SSA4 S 6 SA3 Egilsstaðir °9 Mlð Fim Fös Lau mm o-i---------- ---------- ---------- ---------r-15 SIM V3 SS SSVS S 4 V3 S 3 SB S 3 Kirkjubæjarklaustur “9 Mlð Flm Fös Lau mm -----------------------^20 •15 -10 - 5 0 VSV4 VSV2 S 4 SSV4 SA4 VSV2 SSA 3 S 3 SSA 2 . Stórhöfði * Mlð Fim Fös Lau mm VSV7 S 3 SSA9 SV4 SA7 V6 SSA9 S10 SSA7 Ufsctla á Candy heimilistækjum KAUPLAND KAUPANQI Símt 482 3665 • Fax 461 1829 Línuritin sýna Qögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Suðvestan hvassviðri með skúrum eða éljum á vestanverðu landinu en þurrt austan til. Útlit er fyrir áfram- haldandi lægðagangi fram yflr helgi. í I Þ R 0 T T I R HANDBOLTI • Þýskaland Héðinn með sjö mörk i botnslagnum Héðinn Gilsson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Fre- denbeck og átti góðan leik, gegn Hameln um helgina þegar liðin skyldu jöfn, 24:24 í fallbaráttuslag þýsku 1. deild- arinnar. Fredenbeck var óhepp- ið að fara ekki með sigur af hólmi en mark var dæmt af lið- inu á lokasekúndunum. Gengi íslendingaliðanna var upp og ofan um helgina. Lið Patreks Jóhannessonar fékk slæma útreið gegn Niederw- urzbach á útivelli 33:21 og skoraði Patrekur íjögur marka Essen, þar af eitt úr vítakasti. Minden, lið Sigurðar Bjarna- sonar, mátti þola tap á heima- velli gegn Róbert Sighvatssyni og félögum hjá Schuttervald 27:30. Róbert skoraði tvö af mörkum liðs síns og Sigurður gerði eitt marka Minden. Wallau Massenheim, sem IÞROTTAMAÐUR ÞORS Jóhann er íþrótta- maður Þórs Jóhann Þórhallsson, sautján ára gamall skíða- og knatt- spyrnumaður, hlaut sæmd- arheitið íþróttamaður Þórs fyrir afrek sín á síðasta ári. Valið var tilkynnt í hófi sem haldið var í félagsheimili Þórs, Ilamri, sl. föstudagskvöld. Jóhann varð tvöfaldur ís- landsmeistari á skíðum í fyrra og átti einnig mikilli velgengni að fagna í knattspyrnunni sl. sumar þar sem hann var einn af lykilmönnum 3. flokksins sem varð íslandsmeistari, bæði utan- og innanhúss. Þá lék Jó- hann sína fyrstu leiki með meistaraflokki félagsins í haust. „Ég get ekki annað sagt, en að þetta hafi verið toppár hjá mér, í báðum greinunum," sagði Jóhann eftir útnefning- una. „Það getur stundum verið erfitt að æfa tvær greinar og æfingarnar voru ansi margar á síðasta ári. Ég fór til að mynda yfirleitt alltaf á æfingar þegar ég var búinn í skólanum á dag- inn,“ sagði Jóhann, sem hélt upp á sautján ára afmæli sitt fyrir nokkrum dögum og stund- Kristján Arason þjálfar, mátti þola sitt annað tap á heimavelli í vetur. Gestirnir, Nettelstedt, voru betri aðilinn og unnu ör- uggan sigur 27:36. Af öðrum úrslitum í leikjum deildarinnar er það helst að frétta að Lemgo vann öruggan útisigur gegn Bayer Dormagen 17:23 og Flensborg sigraði Gummersb- ach á útivelli, 22:23. hb/fe Héðinn Giisson. KNATTSPYRNA • þjálfun Golac með Skagamenn Serbinn Ivan Golac var um helgina ráðinn þjálfari ís- lands- og bikarmeistara fA í knattspyrnu til næstu tveggja ára. Golac hefur undanfarið þjálfað Partizan Belgrad í heimalandi sínu, en þar áður stýrði hann skoska liðinu Dundee United. Golac var á sínum tíma þekktur leik- maður, með júgóslavneska landsliðinu auk þess sem hann lék um tíma með enska félaginu Southampton. ar nám á fyrsta ári í VMA. Jóhann hefur verið mjög sig- ursæll á skíðum í gegnum yngri flokkana, on hann segist engu að síður ákveðinn í að einbeita sér að knattspyrnunni, á kostn- að skíðaíþróttarinnar. „Ég held að framtíðin sé meiri í fótboltanum. Það er erf- itt að stunda skíðin án þess að flytjast út og æfa við bestu að- stæður og það réði mestu um þessa ákvörðun. Ég spilaði tvo leiki með meistaraflokki Þórs f knattspyrnu í fyrra og vonast til að vera í hópnum næsta sumar. Það væri toppurinn og það er jafnframt það sem ég stefni að,“ sagði Jóhann. Alls hlutu átta íþróttamenn tilnefningar í valinu og deildir félagsins tilnefndu hver um sig einn íþróttamann. Bestu íþróttamenn ársins í hverri grein fengu eignarbikara af- henta, en það voru þeir Páll Gíslason, sem valinn var af knattspyrnudeild, Konráð Ósk- arsson af körfuknattleiksdeild, Atli Már Rúnarsson var valinn af handknattleiksdeild og Jó- hann af skíðadeildinni. Athygli vekur að þrír þeirra stunduðu íþróttir með tveimur greinum innan Þórs, því auk Jóhanns léku bæði Páll og Atli Már með meistaraflokki félagsins, bæði í knattspyrnu og handknattleik. Einartil Haukanna Körfuknattleiksdeild Hauka réð um helgina Einar Ein- arsson, fyrrum leikmann og liðsstjóra Keflvíkinga, sem þjálf- ara fyrir meistaraflokk félagsins í stað Reynis Kristjánssonar, sem sagði upp fyrir helgi. Einar hefur þjálfað yngri flokka Keflavíkur með góðum árangri og verður fróðlegt að fylgjast með gengi hans hjá Haukum. Ráðning Einars kom mörgum á óvart því talið var að Hauk- arnir fengju innanfélagsmann. Hann var með sína fyrstu æf- ingu á sunnudagskvöldið og gekk hún vel. gþö KNATTSPYRNA Heimir meiddíst Landsliðsmaðurinn Heimir Guðjónsson, varð fyrir slæmum meiðslum á íslands- mótinu innanhúss um helgina. Heimir var í baráttu um bolt- ann, kom illa niður og meiddi sig á vinstri fæti. Ekki var vitað í gærdag hvort liðbönd í ökkla voru tognuð eða slitin, en ljóst er að Heimir verður frá æfing- um og keppni næstu vikurnar. gþö HANDBOLT! Þorbjörn velur 17 leikmenn Þorbjörn Jensson tilkynnti í gær val sitt á landsliðshópn- um, en ísland mun leika vin- áttulandsleiki gegn Þýskalandi þann 1. og 2. febrúar. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leik- mönnum. Eins og sjá má er einn nýliði í hópnum, Hlynur Jóhannesson, en hann var val- inn fyrir leikina gegn Dönum en fékk ekki að spreyta sig. Markverðir: Bergsveinn Bergsvoinsson, UMFA 113 Guðmundur ilrafnkelsson, Val 253 Illynur Jóhannesson, HK 0 Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, UMFA 177 Dagur Sigurðsson, Wuppert. 62 Geir Svoinsson, Montpelllor 302 Gunnar B. Viktorsson, ÍBV 7 Gústaf Bjarnason, Haukum 54 Júlíus Jónasson, TV Suhr 236 Konráð Olavson , Stjörnunni 136 Ólafur Stefánsson, Wuppert. 53 Patrekur Jóhannosson, Essen 115 Hóbert Julian Duranona, KA 7 Róbert Sighvatsson, Schuttervald 32 Sigurður Bjarnason, Minden 95 Valdimar Grímsson, Stjörnunni 208

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.