Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.01.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.01.1997, Qupperneq 2
14- Miðvikudagur 22. janúar 1997 ÍDagur-ÍEtnmm KVÖLDMATARLÍFIÐ Á HÚSAVÍK Hvað var í matinn? og fólkið í landinu er margt, þótt háskólamenn hafi aldrei kannað það. Á ferð tíðindamanna Dags- Tímans til Húsavíkur sl mánudags- kvöld var hins vegar gerð tilraun til að bregða Ijósi á matarvenjur fólks í þeim snotra kaupstað við Skjálf- anda. Og af máli þeirra Húsvíking- anna sem við rœddum við má ráða að þeir séu fráleitt sveltandl Soðin ýsa fyrir söngæfingu „Við erum nú bara með soðna ýsu," sögðu hjónin Baldur Baldvinsson og Sigrún Aðalgeirsdóttir, sem búa í íbúð á neðstu hœð fjölbýlishúss að Grundargarði 4. Sigrún stóð við pottana þegar tíðindamenn börðu á dgr. Þrír pottar voru á eldavélinni. í einum var ýsa, í öðrum voru kartöflurnar og þeim þriðja og síðasta var verið að malla laukfeitina. Þau hjón segjast ekki oft vera með soðningu - en þeim fannst hins vegar tilhlýðilegt að hafa matarœðið á mánudagskvöldi með fábrotnara sniði, enda var mikið í sig látið á þorrablóti því sem Kvenfélag Húsavíkur hélt fyrir bœjarbúa sl. laugardags- kvöld. Þar svignuðu borð undan hrútspungum, sviðum, bringukollum, rófustöppu og öðru því sem þorrablótum fylgir. „Fiskurinn er ekki oft soðinn hjá okkur, miklu oftar er hann steiktur eða bakaður," sagði Sigrún. Baldur var sœll með matinn. Hann var á leið á söngœfingu með Karlakórnum Hreim í Aðaldal og því betra að borða ekki of mikið af þung- um mat - ef halda œtti góðu lagi á œfingunni. „Það er auðvelt að verða sér úti um fisk hér á Húsavík. Síðan er tengdasonur okkar á togaranum Júlíusi Havsteen og kemur stundum með flök til okkar, “ segir Baldur. Fyrir nokkrum árum stóð Félagsvís- indastofhun Jyrir viðamikilli könn- un á þjóðlífi íslendinga. Fjölmargt merkilegt kom í Ijós. Meðal niður- staðna var til dœmis að yfirgnœf- andi hluti fólks borðaði kvöldmat um sjöleytið. Út af fyrir sig er hið besta mál að vísindalega sé á hreinu hvenœr íslendingar setjast til borðs. Hins vegar er matseðilinn vœntanlega jafn ólíkt settur saman Hjónin sýna hvít og gómsætu ýsuflökin. Búðingur í bónus. Guðvarður gefur strákunum sínim súkkulaði búðing sem þeir borða ávalt með bestu list. Á annarri hœð fjölbýlishússins að Grundar- garði 4 var Guðvarður Jónsson heima með son- um sínum tveimur að Ijúka við að borða sunnu- dagssteikina, afganga frá deginum áður. Fjalla- lamb í brúnni sósu, borið fram með rauðrófum. „Þetta er nú ósköp fátœklegt, við höfum ekki einu sinni kartöflur með. En búðingurinn, sem við verðum með sem eftirrétt, bœtir þetta upp, “ segir Guðvarður. Synirnir tveir, þeir Arnór og Elías Már, voru ánœgðir með þennan mat. „Þeir eru nú ekki miklir matmenn þegar fiskur er á borðum, En þeir taka því hraustlega til matar síns þegar pitsur og búðingar eru í boði," segir Guðvarður. Hann sjálfur segist vera sœmilegur í matseldinni og þegar hann byrjaði til sjós fyrir allmörgum árum var hann kokkur. í dag er hann bara vélstjóri og viðhefur þá sjálfsagt þann sjóarasið að bölva kokkinum alveg ógur- lega. FjaUalamb í brúmii sósu

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.