Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.01.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.01.1997, Blaðsíða 5
IDitgur-®tntnm Miðvikudagur 22. janúar 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Víkingahátíð verður aftur í Hafnarfirði Víkingahátíð verð- ur haldin í Hafnar- Jirði dagana 9.-13. júlí í sumar og verður hátíðin svipuð og árið 1995. Norðmenn koma siglandi á hátíðina til að minnast landnáms íslands. Búist er við hátt í 2.000 erlendum gestum. Vérið er að undirbúa vík- ingahátíðina sem haldin verður í Hafnarfirði í byrjun júlí og skipuleggja dag- skrá. Hátíðin verður með svip- uðu sniði og fyrir tveimur árum og verður þemað handverk. Að minnsta kosti 350 víkingar koma frá Bretlandseyjum, Skandinavíu og fleiri löndum til að taka þátt en ekki er vitað fyrr en í febrúar um nákvæman íjölda. Pá er siglingaklúbbur í Vestur-Noregi að skipuleggja siglingu 100 báta yfir 30 fetum til íslands til að minnast land- náms Ingólfs. Talið er að yfir 1.000 manns komi frá Noregi, bæði með bátunum og flugi. „Þeir koma að landi um svip- að leyti og Víkingahátíðin byrj- ar. Þeir koma að vísu fyrst í land á Höfn í Hornafirði þannig að við erum í samvinnu við Höfn um skipulagningu á þessu. Svo stoppa þeir eitthvað á Hjalt- landseyjum og í Færeyjum,“ segir Rögnvaldur Guðmunds- son, ferðamálafulltrúi í Hafnar- firði, en hann hefur fengið leyfi frá störfum og verið ráðinn framkvæmdastjóri Víkingahá- tíðarinnar. Markaðssetning hef- ur staðið frá því í haust í sam- vinnu við Norðmennina og hafa meðal annars verið gerðar kynningarmyndir um víkinga- hátíðina árið 1995. Fá Indíána til að koma „Petta verður svipað upp byggt og síðast en það verða nýjungar í dagskránni sem við upplýsum ekki alveg strax. Við munum reyna að fara aftur á Þingvelli ef leyfi fæst frá Þingvallanefnd og vera með sameiginlega dag- skrá þar. Það verða bardagar, hestar og víkingamarkaður, leikrit og söngur og spil. Nokk- uð svipað og síðast að mörgu leyti. Og síðan verða fyrirlesar- ar þannig að þetta verður menningarviðburður," segir hann. Aðstandendur hátíðarinnar hyggjast reyna að fá með á há- tíðina fulltrúa þjóðflokka sem tengdust víkingunum, Græn- lendinga og Indíána og fá þá til að búa í tjöldum sínum. Rögn- valdur segir að þema hátíðar- innar snúist um það hvernig menn verkuðu ull og skinn og horn og bein og nýttu húsdýr til að búa til verkfæri og klæðnað. Á hátíðinni verður sýnt hvernig þjóðflokkarnir lærðu að nýta sér hlutina til að lifa af en síðast Qallaði hátíðin fyrst og fremst um landnám íslands. Rögnvald- ur hvetur alla íslendinga, sem telja sig eiga erindi á hátíðina, til að hafa samband við sig. Kennarar þjálfa sig í bardaga Tíu manna bardagahópur, sem myndaður er af „kennurum og fleiri góðum mönnum úr Hafn- arfirði“, er byrjaður að þjálfa og hefur breskur víkingur að nafni Phil Burthem, í hópnum Jóms- víkingarnir hjá International Viking Association, dvalist hér undanfarnar tvær vikur til að þjálfa íslenska hópinn en hann leiddi breska víkingahópinn fyr- ir tveimur árum. Það má búast við hressilegum bardögum á hátíðinni því að 25-30 manna bardagasveit Phils kemur frá Bretlandi og svo hafa bókað sig 20-30 bardagamenn frá Svíþjóð og Danmörku þannig að bar- dagamennirnir verða 60-70 í allt. „Við erum að velta fyrir okk- ur að setja upp þekkta orrustu íslandssögunnar og fá þekkta leikara til að hjálpa okkur að útlista hana. Svo er ýmislegt fleira inni í umræðunni," segir Rögnvaldur. Hlutafjáraukning Nokkurra milljóna króna halli var á víkingahátíðinni í Hafnar- firði fyrir tveimur árum. Rögn- valdur segir að sá fjárhagsvandi hafi ekki verið neinn óyfirstíg- anlegur vandi. Aðstandendur víkingahátíðarinnar hafi trú á að hægt sé að halda hana réttu megin við núllið og því hafi þeir ákveðið að bæta aðeins við hlutaféð. Ekki er enn búið að ákveða nákvæmlega hversu mikil hlutafjáraukningin verður en nokkrir hluthafar eru þó búnir að samþykkja aukning- una. „Það er allavega alveg tryggt að hátíðin verður haldin. Menn eru bjartsýnir. Við getum lært ýmislegt af þessari hátíð,“ segir hann. GHS Verið er að þjálfa tíu manna íslenska bardagasveit fyrir víkingahátíðina en bardagamenn koma frá Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Rögnvaldur segir að stefnt sé að því að sviðsetja frægan bardaga úr íslendingasögun- um með aðstoð leikara. Ekki eru öll kurl komin til grafar s upphafi árs 1997 stóð svæð- isútvarp Austurlands á Eg- ilsstöðum fyrir kjöri á sæmdarheitinu Austfirðingur ársins 1996. Margar tilnefning- ar bárust úr fjórðungnum. Úr- slit urðu þau að kjörin var ung- ur og efnilegur frjálsíþrótta- maður frá Djúpavogi, Sigurður Karlsson að nafni. Það hafa margir ungir afreksmenn á ýmsum sviðum þjóðlífsins lagt upp frá Djúpavogi með gott veganesti og hlaðnir orku frá Búlandstindi og gert garðinn frægan. í öðru sæti hafnaði gamla kempan Alli ríki á Eski- firði. Aðalsteinn Jónsson er þjóðkunnur afreksmaður í sinni grein. Hann vann sér það m.a. til ágætis á sl. ári að fjölga Esk- firðingum um 35 manns og geri aðrir betur. Ef við Austfirðingar hefðum átt því láni að fagna að eiga svo sem þrjá til ijóra Alla til viðbótar, þá hefði íbúum íjórðungsins ekki fækkað um 96 heldur íjölgað um 445. Það er áhyggju- og umhugsunarefni hve íbúum í nokkrum sjávar- plássum á Austulandi hefur fækkað mikið á sl. ári. Þeir sem staðkunnugir eru vita þó að slík þróun gerist ekki á skömmum tíma. Það kraumar undir niðri alllengi þar til að veruleikinn kemur í ljós. Sá veruleiki er sannast sagna dapur í dag. Vegna þess að byggðarlögin byggjast fyrst og fremst upp á því fólki sem þar vill búa. Á Djúpavogi og Breiðdalsvík fækkaði fólki á sl. ári um sam- Ef við Austfirðingar hefðum átt því láni að fagna að eiga svo sem þrjá til fjóra Alla til viðbót- ar, þá hefði íbúum fjórðungsins ekki fækkað um 96 held- ur fjölgað um 445. tals 65 manns. Slík þróun er mjög alvarleg og mál að linni. Hér um slóðir hafa ekki átt sér stað neinar náttúruhamfarir, guði sé lof. Leita þarf allt aftur til ársins 1627 til þess að finna staf fyrir sambærilegri fólks- fækkun á þessu ágæta land- svæði, en það er þegar Tyrkinn kom úr hafi og sigldi inn á Berufjörð og gerði hið óhugn- anlega strandhögg hér á suð- austurlandi. Vegna mikilla framkvæmda og fjárksuldbind- inga undanfarin ár hljóta þess- ar niðurstöður að kalla á skjót viðbrögð forustumanna við- komandi sveitarfélaga. Full ástæða er til þess að kynna máhð fyrir þingmönnum kjör- dæmisins og óska eftir aðstoð sérfróðra manna til að skil- greina þann vanda sem upp er kominn og fá tillögur tU úr- lausnar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að gera samning við nokkur vel valin svokölluð reynslusveitarfélög til næstu þriggja ára. Markmiðið með þeirri ákvörðun er að færa verkefni frá ríkinu heim í hérað og stuðla með því að eflingu byggðarþróunar í landinu. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja ef hinum minni sveitarfé- lögum verður ekki gleymt sem eru misvel í stakk búin til að standa undir þeirri íjárhags- legu ábyrgð sem á {)au er lagt í þessum málum. Eg ætla að ljúka þessum fyrsta pistli á nýju ári með því að vitna í lokakafla bókarinnar Land og þjóð eftir Guðmund Finnbogason, en þar standa þessi gullvægu orð: „Markmið vort verður því að vera það að haga h'fi voru í öll- um efnum þannig að þjóðin efl- ist sem best af landinu og land- ið þjóni þjóðinni en menningin af hvoru tveggja." Gleðilegt ár.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.