Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.01.1997, Page 6
18 - Miðvikudagur 22. janúar 1997
MENNING O G
Okkur væri
Það er stór viðburður og hátíðlegur þeg-
ar Óperan og atvinnuleikhúsin þrjú
frumsýna eða þegar Listasafn íslands
opnar sýningu. Myndir af frumsýningar-
gestum fylla „hver var hvar“ plássið í
blöðunum og lesendur fylgjast með. Við-
veran bendir jú til listhneigðar. En hverj-
ir eiga þessi skínandi bros og traustu
hendur sem halda svo smekklega á glös-
um? Hverjir eru fastir á gestalistum Þjóð-
leikhúss, Leikfélags Reykjavíkur, Leikfé-
lags Akureyrar, íslensku óperunnar og
Listasafns íslands?
L tOjfWWTra !
tíOSí|FI THjlSI
-i?! mI? 5. ‘"S íjiliL* sjy
LEIKFÉLAG AKUKEYRAR
Kór
Leikfélags Akureyrar
Kossar
og kúlissur
Samkomuhúsið
90 óra,
söngur, gleði, gaman
Frumsýning
fimmtudaginn 30. jan. kl. 20.00.
2. sýning laugard. 1. febr. kl. 20.00.
Athugid breyttan sýningartíma.
Handrit: Hallgrímur Helgi Helgason.
Utsetning og stjórn tónlistar:
Roar Kvam.
Búningar: FreygerÓur Magnúsdóttir.
Leikstjórn: Sunna Borg.
Einsöngvarar: Aðalsteinn Bergdal og
Sigríður Elliðadóttir.
HljóÓfæraleikarar: Gréta Baldursdóttir og
Richard Simm.
Afmælistilboð
Mi&aver& 1500 krónur.
Undir
berum himni
eftir Steve Tesich
Sýningar
á „Renniverkstæðinu"
(Strandgötu 49)
Föstud. 24. jan. kl. 20.30.
Laugard. 25. jan. kl. 20.30.
Föstud. 31. jan. kl. 20.30.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er hæat aS hleypa gestum inn
r salinn enir að sýning er hafin.
Miðasalan er opin alla virka daga
nema mánud. kl. 13.00-17.00
og fram að sýningu sýningardaga.
Símsvari allan sólarhringinn.
Sími i mi&asölu: 462 1400.
iDagur-'Stmttm
- besti tími dagsins!
ÞJÓÐLEIKHÚSID
LITLI KLÁUS OG
STÓRI KLÁUS
eftir H.C. Andersen
Frumsýning fimmlud. 23. jan. kl. 17.00.
2. sýn. sunnud. 26. jan. kl. 14.00.
3. sýn. sunnud. 2. febr. kl. 14.00.
4. sýn. sunnud. 9. febr. kl. 14.00.
Stóra sviðið kl. 20.00
KENNARAR ÓSKAST
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Föstud. 24. jan. Uppselt.
Miðvikud. 29. jan. Nokkur sæti laus.
Laugard. 1. febr. Uppselt.
Laugard. 8. febr.
VILLIÖNDIN
eftir Henrik Ibsen
8. sýn. laugard. 25. jan. Uppselt.
9. sýn. fimmtud. 30. jan. Uppselt.
10. sýn. sunnud. 2. febr. Uppselt.
11. sýn. fimmtud. 6. febr. Nokkur sæti laus.
12. sýn. sunnud. 9. febr.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Sunnud. 26. jan., 80. sýn.
Föstud. 31.jan.
Föstud. 7. febr.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30
LEITT HÚN SKYLDI
VERA SKÆKJA
eftir John Ford
Föstud. 24. jan. Uppselt.
Laugard.25. jan.Uppselt.
Fimmtud. 30. jan., laugard. 1. febr.
Laugard. 8. febr.
Athygli skal vakin á að sýningin er
ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í
salinn eftir að sýning hefst.
Litla sviðið kl. 20.30
í HVÍTU MYRKRI
eftir Karl Ágúst Úlfsson
Sunnud. 26. jan., föstud. 31. jan.
Föstud. 7. febr.
Ekki er hægl að hleypa gestum inn í
salinn eftir að sýning hefst.
•k ★ ★
Gjafaftort i leikhús -
SigHd og skemmtileg gjöf
★ ★ ★
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.
13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20
og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma.
Einnig er tekið á móti símapöntunum
frákl. 10 virka daga.
það sönn ánægja
Gestalistar liggja ekki endi-
lega fyrir en hefðir og
venjur ráða mestu um
hverjum er boðið. Forsetinn er
efstur á öllum listum og þar á
eftir þeir sem fylla flokkinn
ráðamenn þjóðarinnar, nokkr-
um eða öllum ráðherrum er
boðið. Þá er misjafnt hvort og
hvaða embættismenn og for-
stjórar eru á listum yfir boðs-
gesti en á öllum eru gagnrýn-
endur og annað íjölmiðlafólk.
Þá eru það aðstandendur hsta-
mannanna og allir sem standa
að tiltekinni sýningu auk fyrir-
manna listgreina og annarra
liststofnana.
Fimm heiðursfélagar
LA
Trausti Ólafsson, leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar, segir
naglfasta Usta yfir boðsgesti
ekki tfl. „Þetta eru aðstandend-
ur og höfundar sýningarinnar
og gagnrýnendur fjölmiðla. í
okkar tilviki eru það líka fimm
heiðursfélagar Leikfélagsins
þau Jón Kristinsson, Björg
Baldvinsdóttir, Haraldur Sig-
urðsson, Marinó Þorsteinsson
og Björn Þórðarson en þetta
ágæta fólk hefur starfað með
leikfélaginu eða setið í stjórn
þess. Þá er bæjarstjórn boðið og
leikhúsráði og auðvitað forseta
íslands og fyrrverandi forseta.
Einnig eru gagnkvæm boð á
milli leikhússtjóra atvinnuleik-
húsanna."
Trausti segir að hlutfallið sé
yfirleitt nokkuð jafnt á milli
boðsgesta og þeirra sem kaupa
sig inn á frumsýningar.
Langur listi á
afmælisári
Hafliði Arngrímsson, leiklistar-
ráðunautur Leikfélags Reykja-
víkur segir boðshstana nokkuð
fasta. „Þetta er borgarleikhús
og tengist því borginni og
frammámönnum þar. Þetta er
líka gamalt félag og á listanum
eru gamlir leikarar eða ekkjur
og ekklar þeirra. Þá eru gagn-
rýnendum boðið og aðstand-
endum sýningarinnar, forsetan-
um og borgarstjórn. Mennta-
málaráðherra er alltaf boðið en
í tilefni 100 ára afmælis LR eru
allir ráðherrarnir á gestalistun-
um.“
Þegar eitthvað er laust
kaupa menn sig inn en boðs-
gestir fylla um þessar mundir
frumsýningarsæti Leikfélags
Reykjavfkur því mun fleirum er
boðið á frumsýningar afmælis-
árs.“
Nokkrir forstjórar
Á opnanir Listasafns íslands er
öllum listamönnum sem eiga
verk í safninu boðið auk ráða-
manna þjóðarinnar og ákveðn-
um aðilum innan embættis-
mannakerfisins eins og for-
stöðumaðurinn Bera Nordal
orðar það. „Við bjóðum ríkis-
stjórn og eins fólki úr mennta-
málaráðuneytinu sem er okkar
móðurráðuneyti. Síðan er það
fólk sem hefur gefið safninu
gjafir eða velunnarar þess.
Þannig að forstjórar nokkurra
fyrirtækja eru á boðsbsta hjá
okkur.“
Bera segir listann einnig
telja „aðalfólkið í fjölmiðla-
heiminum“ og úr öðrum list-
greinum auk forstöðumanna
allra menningarstofnana og
safna í landinu. Þegar við erum
með Hstamenn sem eru á lífi
bjóða þeir líka sérstaklega.
Hann er dálítið stífur þessi
Usti en þetta eru svona 7-800
manns, hér er líka það góð
mæting að við verðum að tak-
marka fjöldann og miðinn gildir
náttúrlega fyrir tvo.“
Fá miða fyrir styrkinn
Á Usta íslensku óperunnar yfir
frumsýningargesti eru forseti
íslands og eins segir Ólöf Kol-
brún Harðardóttir að reynt sé
að fá að minnsta kosti 3-4 ráð-
herra á frumsýningar en þeim
er öUum boðið. „Ökkur finnst
eðlilegt að bjóða þeim sem
vinna í okkar málum. Síðan eru
það stjórnir íslensku óperunnar
og Styrktarfélags íslensku óper-
unnar en í þeim sitja sjálfboða-
liðar. Við bjóðum líka fólki úr
hinum leikhúsunum sem er
nauðsynlegt til að halda sam-
vinnunni góðri.“
Hvað um styrktaraðila Óper-
unnar?
Forstöðumönnum stórfyrir-
tækja sem styrkja Óperuna er
boðið en í rauninni er ekki hægt
að segja að um boð sé að ræða.
Þeir styrkja okkur fyrir ein-
hverja fjárhæð og fá í staðinn
miða á hátíðarsýningu en ekki
á frumsýningu.“
Ólöf nefnir líka fjölmiðlafólk,
rit-, frétta-, og menningarefnis-
stjóra. „Þetta er nauðsynlegt og
felur auðvitað í sér ákveðna
auglýsingu."
BoðsUsti fslensku óperunnar
telur 80-100 manns, sem Ólöf
telur hæfilegt í 480 manna húsi.
Leikarar á
eftirlaunum
Stefán Baldursson Þjóðleikhús-
stjóri segir boðslistann ekki
langan og að samsetning hans
fylgi ákveðinni hefð.
„Þetta er nú ekki langur listi.
Á honum eru nokkrir ráða-
menn sem hafa með leikhúsið
að gera eða þrír ráðherrar, for-
sætis-, menntamála- og íjár-
málaráðherra. Forseti íslands
og borgarstjóri auk þeirra sem
tengjast húsinu eins og Þjóð-
leikhúsráð. Forsvarsmönnum
hinna atvinnuleikhúsanna er
líka boðið og formönnum félags
íslenskra leikara, leikstjórafé-
lagsins og leikskáldafélagsins.
Síðan er gagnrýnendum fjöl-
miðla boðið og eins elstu leikur-
unum okkar sem eru komnir á
eftirlaun."
-mar