Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.01.1997, Síða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.01.1997, Síða 10
22 - Miðvikudagur 22. janúar 1997 IDagur-ÍEmmm Harmakvein ✓ Þorleifs Ananíassonar Brynjólfur Brynjólfsson skrifar orleifur Ananíasson, skrif- ar minningargrein um dagblaðið Dag sáluga og skreytir hana með nokkrum mjög ósmekklegum athuga- semdum. Dagur var ágætis blað sem hentaði okkur hérna á þröngu svæði ágætlega. Ég hélt nokkuð uppá Dag og skrifaði stundum í hann það sem ég hafði þörf fyrir, til þess að full- nægja þessari áráttu minni að skrifa. Viðbrögð við þessum skrifum mínum voru nokkuð góð stund- um, jafnvel þó lesendur væru mér ekki alltaf sammála. Ég er undrandi á ýmsu sem kemur fram í grein Porleifs og finnst hún skólabókar-dæmi um hvernig ekki á að skrifa um það sem manni liggur á hjarta. Ummælin um ritstjórann og starfsstéttir svo sem kaupmenn og þá menn sem stunda við- skipti á einhverju sviði og sú fyrirlitning sem kemur fram í framsetningunni gerir skrifin marklaus. Óánægja Þorleifs með takmarkaða umijöllun um íþróttir á svæðinu og að blaðið er ekki lengur bæjarblað Akur- eyringa er skiljanleg en hana mátti setja fram í öðrum og heppilegri ramma. Ég sakna stundum gamla Dags og er það vitnisburður um að margt var þar vel gert og er ég örugglega ekki einn um að sakna blaðsins. Ég sé samt ekki ástæðu til þess að kasta hnút- um í þá sem að þessu nýja blaði standa og mér finnst blaðið gott og mikið og margbreytilegt efni á síðum þess. Ég kaupi og les Dag-Tímann mjög rækilega og ýmislegt les ég þar sem íþróttaáhugamenn sennilega lesa ekki eins og til dæmis um tísku t.d. um kjóla og fatnað kvenna en það finnst mér for- vitnilegt efni. Einmitt það er hluti af risaiðnaði í heiminum og þess vegna finnst mér efnið forvitnilegt. Mér finnst minna varið í fréttir af hópi manna við að elta gúmmí- eða plasttuðru um íþróttavelli heimsins. Svona er nú efnisþörf manna í lesmáli misjöfn og því er ekki auðvelt fyrir þá sem gefa út blöð að ákveða hvað á að birta og hvað ekki. Stefán Jón Hafstein er Ijöl- miðlafræðingur og er því að störfum í sínu fagi. Að hann kom fram í útvarpi og sjónvarpi var líka á hans faglega verk- sviði en hann kom þar ekki fram sem skemmtikraftur. Þetta er sett hér fram til þess að upplýsa Þorleif um þessa stað- reynd málsins. Stefán Jón Haf- stein þarf hvorki mig né neinn annan til þess að taka upp hanskann fyrir sig því maður- inn er metinn af verkum sínum og hæfileikum. Það hafa þeir menn gert sem völdu hann til þess verks sem hann stendur í rétt núna. Ummæh Þorleifs um þá ein- staklinga sem hafa valið sér viðskipti eða smásöluverslun sem starf eru mjög vanhugsuð því þau störf eru mjög nauð- synleg en áhættusöm og ekki á vísan að róa með tekjur af slík- um rekstri. Undirstaða undir iðnaði hverskonar er að hægt sé að dreifa framleiðslu hans til neytenda og um þá þýðingar- miklu hlið sjá kaupmenn, sjoppueigendur og braskarar ýmiskonar. xÆSanw«riNGD1" vart aö ^ v^ér sax&' „ég s^al g il(ii loenda á ;ndur jpyrftu ^ ems og o lítið inn i ^ pr uverju úður oft á nóttinfd0 °£ a „soldið“ raeð a n álniga- -----r~- Ólýsanleg gleði Áslaug Borg kaupmaður í Hafnarstrœti skrifar Mig langar til að lýsa þeirri tilfinningu sem ég upplifði í til- efni af opnun umferðar um göngugötuna í Hafnarstræti hér á Akureyri. Mín tilfinning lýsti sér sem mikil gleði þegar ég stóð við gluggann í verslun minni og fylgdist með bfia- umferðinni fara fram hjá. Þvílíkur léttir að uppgötva að það er fólk sem býr hér á Akureyri. Ég held ég hafi aldrei horft svona lengi á bfla- umferð í einu, hvað þá að mér hafi nokkurntíma dott- ið það í hug að ég ætti eftir að láta mér þykja vænt um þessa hreyfingu sem ég sá. Ég hafði efast um opnun umferðar um Hafnarstræti en nú var ég viss, mér líkaði vel þetta líf sem ég sá. Það var orðið flestum ljóst að Hafnarstræti þjónaði ekki sínum tilgangi sem göngu- gata, ekki nýtt sem skyldi og næstum alveg líflaus. Ég er ekki þar með að segja það að leyfð bfla- umferð um Hafnarstræti leysi öll vandamál, þvert á móti, en það er þó að mínu mati skref í rétta átt. Kaupmenn verða að taka sig verulega á, þannig að al- menningur hafi gaman af að koma í miðbæinn. Bæjar- yfirvöld verða að sjá til þess að næg bflastæði séu fyrir hendi og einnig þarf margt annað að koma til. Opnun Hafnarstrætis fyr- ir bflaumferð er tilraun til bóta. Fylla bæinn lífi og leyfa gamla góða rúntinn á ný- Ég vona að þessi tilraun verði almenningi, kaup- mönnum og bæjaryfírvöld- um til góðs, en munum að alltaf er þó hægt að gera betur. TJankamenn sem eru ekki á launum nema Dþrettán mánuði á ári mættu sýna framá það að þeir vinni alltjénd fyrir kaupinu sínu. Flestar ~ verslanir hafa nú orðið opið á laugardögum og almenn umræða er í þjóðfélaginu fyrir lengri og sveigjan- legri vinnutíma. Hvað á maður að gera þegar maður upp- götvar á laugardagsmorgni að ógreiddur er gíróseðill á ein- daga. Framsóknarmenn hóldu fyrir helgina fund um byggðamál. Þeir spyrja sig hvers vegna fólk frT flytjist utan af landi og til Reykjavíkur. I augum r uppi liggur hvers vegna fólk flytur frá fámennum kauptúnum úti á landi og suður. Fólkinu einfaldlega leiðist. vegna r. I ai Á Ibarónar allra landa ættu að skammast sín. -tiJIvers vegna í ósköpunum að byggja álver á Grundartanga þegar fyrirséð er að það skaðar ' ímynd landsins okkar og getur skapað mengun. Allt er vænt sem vel er grænt. íslandi allt. Negri í Þistilfirði Sjálfskipaðir spekingar segja nýbyrjað ár verða gott, lýðurinn fái kaup- hækkun, atvinnuleysi minnki og almenn velmeg- un aukist í rfld Bubba kóngs. Fyrir 20 árum, árið 1976, var forsætisráðherr- ann úr sama flokki og er í dag en verðbólgudraugur- inn þá skæður. í fréttum það ár mátti m.a. lesa að það væri negri í Þistilfirði, en Ghanamaðurinn Ato Stephen var vetrarmaður á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Geirfinnsmálið var þá til lykta leitt að talið var en Karl Schutz sakamálafræð- ingur hafði verið fengin til lausnar þessum vanda. Sakadómur Reykjavíkur boðaði til blaðamannfund- ar til að skýra frá niður- stöðum mestu sakamála- rannsóknar fyrr og síðar og þrír menn játuðu á sig glæpinn ásamt morðinu á Guðmundi Einarssyni. Dómar voru birtir 19. des- ember og voru það fyrstu ævilöngu fangelsisdómarn- ir á þessari öld. Nú tveimur áratugum seinna er málið enn í gangi því einn þeirra dæmdu hefur æskt endur- upptöku málsins. Eldgos við Leirhnjúk Jarðskjálftar skóku Mý- vatnssveit og nágrenni í janúarmánuði sem lauk með eldgosi milli Leir- hnjúks og Gjástykkis 8. september, framámönnum um virkjun Kröflu sem þá var hafin, til mikillar hrell- ingar. Miklar hræringar voru í Bjarnarflagi sumarið 1976, sem vekur upp spurningar um ágæti þess að eyða fjármunum í frum- mat á umhverfisáhrifum jarðvarmavirkjunar í Bjarnarflagi. Kannski and- staða Náttúruverndarráðs hafi verið þjóðinni til heilla þrátt fyrir allt. Fyrsti HM-sigurinn Árið 1976 skipti einnig sköpum fyrir íslenskar knattspyrnubullur en 11. júní það ár unnu íslending- ar sinn fyrsta sigur í HM í knattspyrnu. Það var gegn Norðmönnum í Osló og skoraði Ásgeir Sigurvins- son mark Islendinga með þrumufleyg af 35 metra færi. Valsmenn urðu ís- landsmeistarar það ár og einnig bikarmeistarar eftir sigur á Skagamönnum, 3:0. Það var 8. úrslitaleikur ÍA, og hann tapaðist eins og allir þeir fyrri! Þetta ár urðu Þórsarar á Akureyri í 2. sæti 2. deildar og tryggðu sér 1. deildar sæti. Það var aðeins tveimur ár- um eftir að þeir hófu keppni í 3. deild en árið 1973 féll ÍBA í 2. deild og var þá ákveðið að Akureyr- arliðin hæfu keppni á ís- landsmóti hvort í sínu lagi. Umsjón: GeirA. Guðsteinsson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.