Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.02.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.02.1997, Blaðsíða 12
24 - Laugardagur 8. febrúar 1997 Varahlutir í f esta bíla BILAWONUSTAN fUliy DALSBRAUT1 ■ SÍMI4611516 • FAX 461 2627 Hverfafundur^ * með borgarstjóra > Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum Hamra- Folda- Húsa- Rima- Borga- Víkur- og Engjahverfis í Grafarvogi í Fjörgyn mánudaginn 10. febrúar kl. 20.00. Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfu'num. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. ^Dítgur-Hímimt g%ur-®ímmn Matarkrókur Svava Ásgeirsdóttir, sjúkraliði en nú heima- vinnandi, er matkrákan okkar í dag. Svava er búsett á Akureyri en fædd og uppalin á Hólmavík. Sem barn segist hún ekki hafa verið ýkja hrifin af fiski en í dag sé hún orðin hrifnari af fiski en kjöti. Sem er hið besta mál þar sem maðurinn hennar er sjómaður og kemur því gjarnan færandi hendi með ferskan fisk. Það er því ýsa í sunnudagsmatinn sem Svava býður les- endum upp á. Hinar uppskriftirnar, brauðréttur- inn og ostakakan, gerir hún oft áður en gesti ber að garði og hafa báðar gefist vel. Svava skorar á hálfsystur sína á Árskógsströnd, Erlu Ágústsdótt- ur, í næsta Matarkrók. Sunnudagsýsa 600 g ýsuflök (roðflett) safi úr / sítrónu 1-2 tsk arómat 1 paprika (söxuð) 1 lítill laukur (saxaður) 100 g sveppir (ferskir, skornir) 110 g hreinn rjómaostur (lítil dós) /1 kaffirjómi 1 tsk karrý smjör eða olía til steikingar Sítrónusafa er dreypt yfir flökin, látin bíða í 10-15 mínútur, síðan er aromati stráð yfir og þau skorin í bita. Setjið papriku, lauk og sveppi á pönnu og látið krauma í olíu/smjöri, þar til að það er meyrt. Takið af pönnunni og steikið fiskbitana á báðum hliðum. Dreifið síðan grænmetinu yfir fiskinn, hrærið saman rjómaosti, rjóma og karrýi og hell- ið út á pönnuna. Má setja rifinn ost yfir ef vill. Látið kramna í 5 mínútur. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og snittubrauði. Kaldur brauðréttur Sœtt sinnep / franskbrauð 4 skinkusneiðar 1 rauð paprika 1 egg / dós ananaskurl 1 bolli rœkjur sósa: Z sýrður rjómi 4 msk. majones 1 tsk. sœtt sinnep ananassafi Takið stóra skál og smyrjið botninn með sætu sinnepi. Tætið niður rúmlega 1/2 franskbrauð (ekki skorpuna) og setjið í skáiina. Síið ananas- safann frá kurlinu og notið 2 msk. af safanum til Svava Ásgeirsdóttir Mynd: jhf að bleyta upp í brauðinu. Brytjið smátt skinku, papriku og egg og blandið saman við brauðið ásamt ananaskurlinu. Rækjunum dreift yfir. Búið til sósu úr sýrðum rjóma, majonesi, sætu sinnepi og afganginum af ananssafanum. Hrærið saman, helbð yfir réttinn og kælið vel í ísskáp. Ostakaka Botn: / poki makkarónukökur Z pk. Haust hafrakex 100 g smjörvi (brœddur) Fylling: 300 g rjómaostur 150 g flórsykur Z l þeyttur rjómi ferskir ávextir Myljið makkarónur og kex og blandið saman við smjörva. Setjið í mót og þjappið. Gott er að kæla þetta í smástund í ísskáp. Hrærið saman osti og flórsykri, blandið svo varlega þeytta rjóm- anum saman við. Jafnið þessu ofan á botninn og frystið í 1-2 klukkustundir. Ofan á eru sett t.d.: bláber, kiwi eða aðrir ferskir ávextir. Geymist í frysti í allt að 2 mánuði. Evrópuleikur - 8 liða úrslit KA-Fotex Veszprém sunnudaginn 9. febrúar kl. 17.00 DHL-hraðflutningar hvetur alla handknatt- leiksunnendur til að mæta og hvetja sitt lið. Sími 898 0494 waujomte exrœss * Forsala aðgöngumiða í KA-heimilinu og Sportveri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.