Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.02.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.02.1997, Blaðsíða 4
76 - Laugardagur 8. febrúar 1997 MENNING O G LISTIR Jkgur-'ðlímimt hi wem Á eina milljón af vindlabeltum Sími auglýsingadeildar er 460 6100 Fax auglýsingadeildar er 460 6161 „Albert lét hann hafa merkið sitt, fór svo í veskið sitt og tók þar upp merki, sem hann hafði verið með frá því fyrir stríð, gaf mér það og skrifaði aftan á: „Með kveðju. Albert Guðmundsson.“,“ segir Ásmundur. 3Dagur-®tntitm - besti tími dagsins! Verktakar, smiðir, bifvélavirkjar, píparar, rafvirkjar, málarar, verslunarmenn... Kynnið ykkur TILBOÐ okkar á raðauglýsingum. Ásmundur Ingimar Þórisson safn- ari á nokkra vindla og vel á aðra milljón vindlabelta í safni sínu. Hann hefur aldrei reykt sjálfur en finnst honum þá söfnunin ekki skjóta skökku við? „Það er ekkert að því,“ segir hann. Myndir. Sveinn Frændi minn var að safna vindlabeltum þegar ég var h'till strákur og þá fékk ég svo falleg belti gefins að ég tímdi ekki að láta hann hafa þau svo að ég fór að safna sjálf- ur. Þetta hefur verið skömmu fyrir fermingu því að utan inn einn vindilinn er poki utan af veiðistöng sem ég fékk í ferm- ingargjöf. Ég setti vindilinn í pokann til að hann þornaði ekki upp,“ segir Ásmundur Ingimar Þórisson, 46 ára safnari í Reykjavík. Ásmundur var um 10-11 ára gamall þegar hann byrjaði að safna vindlabeltum og á nú vel á aðra milljón vindlabelta, sem sum eru að vísu eins en það er eins og gengur. Hann flokkar beltin á spjöld svipað og frí- merkjasafnarar gera en er þó aðeins búinn að flokka og ganga frá rúmlega helmingi af vindlabeltunum og á því óskap- lega mikið magn eftir í kössum heima hjá sér. „Þetta er ofboðsleg vinna og maður hefur ekki tíma til að ganga frá þessu öllu. Maður verður að sitja tímunum saman til að koma þessu öllu vel fyrir,“ segir hann. Keypti til að hirða merkin Ásmundur segist ekki vita hvort vindlabelti hafí verið mun al- gengari eða sjaldgæfari á þeim árum þegar hann hafi byrjað að safna því að hann hafi aldrei reykt sjálfur en viðurkennir að það hafi ekki alltaf verið tekið út með sældinni að safna vindlabeltum þó að það hafi verið gaman. „Wilhelm II var seldur í tíu stykkja pökkum og það voru alltaf eitt til tvö laus merki fyrir safnara í hverjum pakka. Ég keypti pakka til að hirða merk- in og gaf svo fólki sem reykti vindlana. Þannig eignaðist maður tvö belti,“ útskýrir Ás- mundur hvernig söfnunin gekk. „Svo er fullt af vindlum, 20-24 í pakka, sem eru allir með sitt- hvoru beltinu," segir hann. Ekkert í uppáhaldi Ásmundur segir að ættingjar og vinir hafi verið duglegir að gauka að honum vindlabeltum gegnum tíðina. Margir, sem hafi safnað beltum og gefist upp á því, hafi gefið sér sín merki. Hann segist ekki eiga neitt uppáhaldsbelti í safninu en í hans eigu leynast mörg skraut- leg og skemmtileg vindlabelti. Á sýningu í fordyri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Kringlunni má sjá vindlabelti með mynd af Ásgeiri Sigur- vinssyni, fyrrum fótboltamanni í Belgíu, og öðr- um nafntoguð- um knattspyrnu- mönnum, nátt- úrulífsmyndir og skrautlegar myndir af er- lendu kóngafólki og þekktum stjórnmála- mönnum á borð við Ronald Reagan, Margréti Thatcher, Winston Churchill, Gaddafi Líbýuforseta og Fred Flintstone og frú. Ásgeir er því ekki í óþekktum félagsskap. Með kveðju, Albert „Ég á eitt merki frá Partagas, sem er vindlategund. Einn vin- ur minn, sem vissi að ég safn- aði vindlabeltum, sá Albert heitinn Guðmundsson einu sinni reykja vindil. Hann bað Albert um að gefa sér merki handa vini sínum og Albert lét hann hafa merkið sitt, fór svo í veskið sitt og tók þar upp merki, sem hann hafði verið með frá því fyrir stríð, gaf mér það og skrifaði aftan á: „Með kveðju. Albert Guðmunds- son.“,“ segir Ásmundur. Hann bendir á að vindlabelt- in séu gífurlega misjöfn og íburðarmikil, Wilhelm II beri til dæmis gjarnan dýramyndir, skjaldarmerki og fána og hann segist eiga stóran hluta af öllu því sem það fyrirtæki hefur gef- ið út. Á sýningunni má sjá ís- lenska fánann og skjaldarmerki Reykjavíkur- borgar á vindlabelti og þar sem eyð- urnar eru vantar vindla- belti inn í. Þau eru nefni- lega númeruð aftan á svo að hægt er að fylgjast með því. „Þetta er gert til að plata fólk til að kaupa þá eins og gert er með tyggjópakka fyrir krakkana," segir hann. Reykir ekki Ásmundur á einnig gamla eld- spýtustokka og nokkra stóra og myndarlega vindla á sýning- unni og segir að vinir og ætt- ingjar hafi gefið sér þá. Hann hefur þó aldrei reykt sjálfur og segist vera á móti reykingum. En skýtur þá ekki skökku við að safna vindlum og vindlabeltum? „Það er ekkert að því,“ segir hann. -GHS Reykvíkingurinn Ás- mundur Ingimar Þórisson var 10-11 ára gamall þegar hann byrjaði að safna vindlabeltum Hann á nú vel á aðra milljón belta 46 ára gamall.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.