Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Page 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Page 5
3Dagur-®mmm Föstudagur 14. febrúar 1997 - 5 Hnífsdaiur í - . S Dalvík Utlendingar um 20-25% vinnuafls í Hnífsdal Nýjum atvinnuleyfum fjölgaði um 90% í fyrra. Þar af voru um 40 veitt til Hnífsdals þar sem vinnuafl er í kringum 160 manns. Véruleg (90%) fjölgun nýrra atvinnuleyfa „end- urspeglar betra gengi landsmanna í efnahags- og at- vinnumálum sem skapaði stór- aukna eftirspurn eftir erlendum starfsmönnum", segir í yfirliti frá félagsmálaráðuneytinu. Útlendingar voru ótrúlega stórt hlutfall vinnuaflsins á nokkrum stöðum á landinu í fyrra. Er þá miðað við fjölda veittra atvinnuleyfa í hlutfalli við fbúafjölda, en vinnuafl er jafnaðarlega kringum helming- ur af fólksíjölda. T.d. voru 40 atvinnuleyfi veitt til Hnífsdals, þar sem 315 manns búa. Fjöldi útlendinga hefur þannig sam- svarað 12-13% heimamanna og allt að fjórðungi vinnandi fólks í Hmfsdal. Erlent vinnuafl hefur verið litlu lægra hlutfall á Flat- eyri og líka mjög hátt á Tálkna- firði og Bolungarvík. Veittum atvinnuleyfum til Vestfjarða fjölgaði um 80% á síðasta ári, í um 180 leyfi, sem gæti svarað til allt að 4% alls vinnuafls í kjördæminu. Erlent vinnuafl hefur líka verið mjög hátt hlut- fall, eða allt að 10%, á Stöðvar- firði og á Þórshöfn. Ný tímabundin atvinnuleyfi (til allt að eins árs) voru veitt fyrir rúmfega 690 manns á síð- asta ári, næstum tvöfalt fleiri en árið áður. Um 70 þeirra, auk 255 annarra fengu síðan fram- lengd leyfi (í allt að 2 ár). Um 950 einstaklingar fengu þannig tímabundin atvinnuleyfi á ár- inu. Tæplega helmingur nýrra leyfa var vegna fiskvinnslu, nær 50 voru málmiðnaðarmenn og rúmlega 40 þjálfarar/leikmenn. Enn eru þó ótaldir EES-borgar- ar sem ekki þurfa lengur at- vinnuleyfi hér á landi, en árið 1994 voru t.d. rúmlega 150 at- vinnuleyfí veitt fólki frá EES- löndum. Óbundin atvinnuleyfi, sem fólk getur sótt um eftir þriggja ára dvöl í landinu, voru veitt rúmlega 150 manns í fyrra. Pólverjar voru langflestir, nærri 400, þeirra sem fengu tímabundin atvinnuleyfi, Fil- ippseyingar rúmlega 100, Bandaríkjamenn 75 og Tælend- ingar tæplega 50. Frá Rúss- landi, Júgóslavíu, Kanada, Kína, Marokkó og Rúmeníu voru 15-35 manns. Þess má að lokum geta að rúmlega 6.000 manns voru að jafnaði á atvinnuleysiskrám á íslandi á síðasta ári. Beðið veðurs Togarar Snorra Snorrasonar, útgerðarmanns á Dalvík, hafa legið við bryggju síðan um áramót. Lfklegt er að skipin fari á veiðar innan tíðar, en vegna slæms veðurs á Flæmingja- grunni hefur ekki verið talið ráðlegt að senda skipin þangað, a.m.k. í bili. Hvorugt skipið hef- ur kvóta í íslensku fiskveiðilög- sögunni. Möguleikar hafa verið á því að skrá annað eða bæði skipin í Frakklandi og veiða franskan kvóta á Flæmingja- grunni. Snorri Snorrason segir að líkur á útflöggun til Frakk- lands fari þverrandi. GG A myndinni eru togararnir, Dalborg og Arnarborg, við bryggju á Dalvík, en í forgrunni siglir rækjubáturinn Stefán Rögnvaldsson EA-345 inn eftir rækjutúr í Eyjafjarðarál. M,nd: c Flugfélag íslands hf. Flugmenn farnir að skoða stöðuna Flugfreyjur vita nánast ekkert hvað bíður þeirra hjá nýju fyrirtæki. Trúnaðarráð Félags ís- lenskra atvinnuflug- manna hélt fund í gærkvöld um framtíðina í innanlandsflugi með stofn- un Flugfélags íslands hf. á dögunum. Margt er á huldu um framtíð flugstéttanna þegar innanlandsflugið hverfur frá Flugleiðum til hins nýja fyrirtækis. Flug- menn vita lítið hvað er framundan, og flugfreyjur enn minna. Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍA, sagði í gær að menn væru að reyna að átta sig á stöð- unni. „Það er ekki hægt að tala um neina ánægju í okk- ar röðum út af fyrir sig, né heldur óánægju, en hvort slíkt verður skal ósagt látið. Það á í rauninni eftir að ganga frá hverjum einasta hnút sem hægt er að hugsa sér, þetta hefði átt að gerast á síðasta ári,“ sagði Björn í gær. Björn sagði að flest væri ófrágengið um tilflutning flugmanna úr innanlands- flugi í utanlandsflug. Þó sagði Björn að ráðgert væri að allir flugmenn sem nú starfa í innanlandsflugi Flugleiða, verði komnir í millilandaflugið árið 1999. Erla Hatlemark, formað- ur Flugfreyjufélags íslands, sagði í gær að flugfreyjur vissu lítið meira um fram- tíðina en aðrir, hefðu allt sitt úr dagblaðafréttum. Hún sagði að beðið væri eft- ir nánari upplýsingum frá Flugfélagi íslands hf. -JBP Ðarnavernd Sveitarfélögin svara ekki Umboðsmanni bama Nefnd á vegum Sam- einuðu þjóðanna hef- ur áhyggjur af rétt- indum barna hér á landi, en Umboðs- maður barna fær litl- ar undirtektir sveitar- félaga. Islensk sveitarfélög virðast ekki barnvinsamleg að mati nefndar Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins. Hún hefur lýst áhyggjum af íslandi. Þetta kom fram á fundi fulltrúa íslenkskra stjórnvalda með nefndinni í Genf fyrir riímu ári. Umboðsmaður barna hefur gert tilraun til að fylgja málinu eftir, en ekki fengið miklar undirtekt- ir. Helstu áhyggjuefni: 1) Mis- munur í fjárveitingum til vernd- ar og velferðar barna eftir stjórnsýslusvæðum getiu- leitt til mismunar hvað snertir mennt- un og umönnun eftir skólatíma. 2) Langur vinnutími foreldra og stutt viðvera barna með fjöl- skyldum sínum ásamt því að ekki hafa verið gerðar nægileg- ar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börn séu ein heima. 3) Þá er dagvistunarrými áhyggju- efni, segir nefndin. Hún mælist til að tryggðar verði fjárveiting- ar að því marki sem framast er unnt samkvæmt samningnum sem ísland undirritaði, og við- urkennt að börn í mismunandi landshlutum þurfi að njóta sambærilegrar þjónustu og börn í þéttbýli. Engin áhugi? Umboðsmaðiu- barna fær treg svör við fyrirspurnum til sveit- arfélaga landsins um upplýs- ingar um það hversu háu hlut- falli af heildarfjárveitingum ár- in 1995 og 1996 hafi verið varið til verkefna í þágu bama og ungmenna. Fyrirspurnin er send í til- efni af áhyggjum nefndar Samein- uðu þjóð- anna um réttindi barnsins hér á landi. „Upp- haflega skoraði ég á öll sveitarfélög í nóvember 1995 að láta verkefni varðandi börn og ungmenni njóta raun- verulegs forgangs í fjárhags- áætlunum og hvatti þau til að hafa hagsmuni barna og ung- menna að leiðarljósi," sagði Þórhildur Líndal, Umboðsmað- ur barna, í samtali við Dag- Túnann. Ári síðar, eftir að ljóst var að ákaflega lítið hafði gerst, ákvað Umboðsmaður barna að senda annað bréf og óskaði eftir því við Samband íslenskra sveitar- félaga að hafa milhgöngu við sveitarfélögin. Sambandið ákvað í desember að senda bréf Umboðsmanns til sveitarfélaga með þúsund íbúa og fleiri, en gleymdi að senda með bréf Þór- hildar Líndal með nánari skýr- ingum. Litlu sveitarfélögin verst „Ég er búin að fá svör frá 9 sveitarfélögum af 34 þannig að þetta gengur ákaflega hægt,“ sagði Þór- hildur. Meðal sveitarfé- laga sem hafa nú þegar svarað eru Reykja- vík, Akureyri, Mosfellsbær og Akranes. „Auðvitað hefði ég viljað fá öll sveitarfélögin til að svara spurningum mínum og það kemur til greina að fara fram á það. Einmitt í Utlu sveitarfélög- unum getur aðstöðumunurinn verið mestur," sagði Þórhildur Líndal. -JBP Þórhildur Líndal umboðsmaður barna: „Ég er búin aðfá svörfrá 9 sveitarfé- lögum af34 þannig að þetta gengur ákaflega hœgt. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.