Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Side 10
10 - Föstudagur 14. febrúar 1997 jOagin--<IImmm
Skagadóm-
arar í bikar
úrslitum
Gunnar Viðarsson og Sigur-
geir Sveinsson, frá Akranesi
munu dæma úrslitaleik karla í
Bikarkeppni HSÍ, á milli Hauka
og KA, sem fram fer í Laugar-
dalshöllinni annan laugardag.
Dómarar á úrslitaleiknum í
kvennaflokki, sem er á milli
Hauka og Vals, verða Hafsteinn
Ingibergsson og Gísli Jóhanns-
son, sem eru frá Keflavík.
Stefán og Rögnvald í
Drammen
Stefán Arnaldsson og Rögnvald
Erlingsson munu dæma síðari
viðureign norska liðsins Dram-
men og franska liðsins US Cret-
eil í 8-liða úrslitunum í Borga-
keppni Evrópu, sem fram fer í
Noregi á sunnudaginn. Jafnt
varð í fyrri leik liðanna, í
Frakklandi, 24:24, og norska
liðið er því heldur líklegra til að
komast áfram.
UM HELGINA
HANDBOLTI
1. deild karla:
Laugardagur
ÍBV-ÍR kl. 16:30
1. deild kvenna:
Laugardagur
ÍBA-KR kl. 16:30
Fram-FH kl. 15:00
Fylkir-ÍBV kl. 14:30
2. deild karla:
Föstudagur
Þór-Ármann kl. 20:00
ÍH-KR kl. 20:00
Keflavík-Hörður kl. 20:30
KARFA
Úrvalsdeildin
Föstudagur
ÍA-Tindastóll kl. 20
UMFN-KFÍ kl. 20
BLAK
1. deild karla:
Föstudagur
Þróttur N.-Stjaman kl. 20:00
Laugardagur
ÍS-KA kl. 14:00
Þróttur N.-Stjaman kl. 15:30
1. deild kvenna:
Föstudagur
Þróttur N.-Víkingur kl. 21:30
Laugardagur
Víkingur-Þróttur kl. 14:00
FRJÁLSAR
Meistaramót íslands innanhúss
í karla- og kvennaflokki verður
haldið í Baldurshaga og í
Kaplakrika um helgina.
GLÍMA
Bikarglíma íslands, sú 25. í
röðinni, verður haldin að Laug-
arvatni á morgun og hefst
klukkan 14. Búist er við því að
keppendur verði á annað
hundrað talsins, en glímt verð-
ur í ijórum flokkum karla og
þremur flokkum kvenna. Glímd
verður jafnaðarglíma með út-
sláttarfyrirkomulagi.
FIMLEIKAR
Skrúfumótið hefst á morgun í
íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi
og lýkur á sunnudaginn. Það er
Fimleikadeild Gróttu sem sér
um framkvæmd mótsins.
HANDBOLTI
Jakobmeiddur
KA-maðurinn Jakob Jóns-
son, tognaði á úlnlið í
leiknum gegn Val f fyrra-
kvöld og hann fer því ekki
með liðinu til Ungverjalands.
Sömu sögu er að segja um
Sverri Björnsson, sem enn
er að ná sér eftir fingurbrot.
Aðeins tólf leikmenn KA
héldu til Reykjavíkur í gær,
en flogið verður utan nú í
morgunsárið. KA-menn
verða síðan á ferðalagi í all-
an dag, millilent verður í
Amsterdam og þaðan liggur
leiðin til Búdapest. Síðasti
áfangi ferðarinnar, til
Veszprém, verður með lang-
ferðabfl, en búist er við því
að hópurinn verði kominn
þangað kl. 20 í kvöld að
ungverskum tíma, eða kl. 19
að íslenskum tíma. KA-
menn munu taka létta æf-
ingu í höllinni í kvöld, en á
morgun fá leikmenn liðsins
sitt erfiðasta verkefni í Evr-
ópukeppni til þessa.
Búist er við því að allt að
þrjú þúsund áhorfendur
fylgist með leiknum, sem
einnig verður sýndur beinni
útsendingu á ungversku
einkastöðinni Duna. Islensk-
ir sjónvarpsáhorfendur eiga
þess kost að fylgjast með
leiknum í beinni útsendingu
á Ríkissjónvarpinu og hefst
útsendingin klukkan 14.
Naumt Ir/á KR
leiknum og við það virtist sein
Þórsarar misstu sjálfstraustið.
Það bætti síðan ekki stöðuna
hjá Þór að Bandaríkjamaðurinn
í liðinu, Fred Williams fékk sína
fjórðu villu í upphaíi hálfleiks-
ins. Ilann varð síðan að yflrgefa
völlinn átta mínútum fyrir
leikslok.
Shawn Smith skoraði 23 stig
fyrir Hauka og Pétur Ingvars-
son var með 15 stig. Williams
var með 21 stig fyrir Þór, Kon-
ráð Óskarsson gerði 14 stig og
Hafsteinn Lúðvíksson 12.
Grindavíkursigur
aegn ÍR
IR-ingar réðu leiknum í Grinda-
vík frá fyrstu minútu til leik-
hlés, en þá höfðu ÍR- ingar for-
ystuna 38:52. Sú forysta dugði
ÍR skammt, því það tók heima-
Iiðið aðeins tvær og hálfa mín-
útu af síðari hálfleiknum, til að
jafna metin. Eiríkur Önundar-
son, sem skoraði nítján stig
fyrir ÍR í fyrri hálfleiknum, náði
sér ekki á strik í síðari hálfleik
og Tito Baker gat sig lítið hreyft
úr góðri gæslu Péturs Guð-
mundssonar. Grindvíkingar litu
hins vegar aidrei um öxl og
innþyrtu öruggan sigur.
Herman Mayers átti stórleik og
skoraði 33 stig fyrir Grindavík.
Eggert Garðarsson skoraði 22
stig fyrir ÍR og var þeirra besti
maður. gg/gþö/fe
Úrslit í úrvalsdeildinni
í gærkvöld:
Grindavík-ÍR 90:74
KR-Skallagrímur 78:77
Breiðablik-Keflavík 71:111
Haukar-Þór 88:65
Þorbjörn Jensson,
landsliðsþjálfari, met
ur möguleika ís-
lensku liðanna á að
komast áfram í Evr-
ópukeppninni.
Morgundagurinn er sann-
kallaður Evrópudagur
hjá KA og Stjörnunni, en
þá fara fram síðari leikir lið-
anna í 8-liða úrslitum Evrópu-
mótanna í handknattleik. Liðin
hafa aldrei náð jafn langt á Evr-
ópumótum eins og í ár, en sú
þraut að vinna sér sæti í undan-
úrslitum keppninnar reynist ör-
ugglega erfið fyrir bæði hðin,
sem eiga útileiki fyrir höndum.
KA leikur gegn ungverska liðinu
Fotex Veszprém í Evrópukeppni
bikarahafa klukkan 14 að ís-
lenskum tíma, og þremur tímum
síðar leikur Stjarnan síðari leik
sinn í EHF-keppninni gegn
spánska liðinu Academica Vigo.
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf-
ari, var fenginn til að meta
möguleika íslensku liðanna á
sæti í undanúrslitunum.
Öflug vörn lykilatriði
„KA-menn þurfa að ghma við
gífurlega erfitt verkefni, því
þetta ungverska lið hefur mikla
hefð á bak við sig í Evrópu-
keppni og hefur meðal annars
orðið Evrópumeistari. Það var
nánast engin vörn hjá KA í fyrri
leik Uðanna og það er algjört
lykilatriði að spila góðan varn-
arleik ytra. Ef ég þekki Alfreð
Gíslason, þjálfara KA, rétt þá er
Sergei Ziza leikmaður KA í baráttunni við Zoltán Vergendi hjá Fotex
Veszprém, í fyrri leik liðanna um síðustu helgi. Myn&.jHF
hann örugglega mjög óánægður
með þennan þátt og kemur til
með að leggja mikla áherslu á
hann,“ segir Þorbjörn.
„Annað atriði, sem skiptir
miklu máli fyrir KA-menn er að
halda hraðanum niðri, KA- liðið
er mikið sóknarlið og hættir til
að ljúka sóknum sínum á stutt-
um tíma.“
Þorbjörn sagðist búast við því
að maður yrði settur til höfðs
Róberti Julian Duranona, þegar
KA-hðið væri í sókn. „Hann er
lykilmaður í sókninni og gefur
margar sendingar á Leó Örn á
línunni. KA-menn mega búast
við því að hann verði tekinn úr
umferð frá fyrstu mínútu til
þeirrar síðustu,“ sagði Þorbjörn.
Hann taldi að erfiðir leikir að
undanförnu hjá KA, ættu ekki að
hafa áhrif á leik liðsins á morg-
un og heldur ekki tapið gegn
Valsmönnum í fyrrakvöld. „Það
er mín reynsla, að þeir leikir
sem eru að baki fylgja mönnum
ekki í Evrópukeppninni."
Spænsk liö eru miklu
sterkari á heimavelli
„Spænsk lið er gífurlega sterk á
heimavelli. Það er eins og um
tvö óhk lið sé að ræða, eftir því
hvort maður mætir þeim á
heima- eða útivelli. Stjarnan
fékk góð tækifæri í heimaleikn-
um, en spilaði þá lokakaflann
óskynsamlega og náði ekki að
„dempa“ sig niður. Möguleikar
Stjörnunnar eru kannski ekki
mikhr á að komast áfram, en
þeir felast í því að þeir nái að
halda leiknum mjög mikið niðri
og spila eins fáar sóknir og hægt
er,“ sagði Þorbjörn. Hann sagði
að Stjörnumenn mættu búast við
því að Valdimar Grímsson, yrði
tekinn úr umferð allan leikinn,
því það þafi gefist Vigo-mönnum
mjög vel í leiknum í Garðabæn-
um um síðustu helgi.
Hafsteinn Lúðvíksson og félagar hjá Þór stóðu upp í hárinu á Haukunum í
fyrri hálfleik í leik liðanna, en í þeim síðari voru það Hafnfirðingarnir sem
gáfu tóninn. Myn& jhf
KR-ingar, sem lapað höfðu
þremur leikjum í röð
unnu nauman sigur á
Skallagrími, þegar liðin mætt-
ust í íþróttahúsinu á Seltjarnar-
nesi í gærkvöld. Liðin skiptust á
forystunni nær allan leik-
tímann, en KR-ingar höfðu þó
frumkvæðið á lokamínútunum.
Skallagrímur náði að minnka
muninn í 78:77 með körfu
Tómasar Holton tólf sekúndum
fyrir leikslok, en KR-ingum
tókst að halda boltanum út leik-
tímann og innbyrða dýrmætan
sigur í baráttunni um sæti í úr-
slitakeppninni. Jonathan Bow
skoraði 21 stig fyrir KR, en Joe
Rhett var stigahæstur gestanna
með 18 stig.
Þórsarar veittu Hauk-
um viðnám fyrir hlé
Þórsarar veittu Haukaliðinu
kröftuga mótspyrnu og voru
sterkari aðilinn framan af
leiknum. Gestirnir spiluðu
sterkan varnarleik og höfðu um
tíma ellefu stiga forskot í fyrri
hálfleiknum, en sá munur var
kominn niður í tvö stig í leik-
hléi, 36:38. Haukarnir spiluðu
stífa pressuvörn í síðari hálf-
HANDBOLTI
íslensku liðin verða að
ItaUa hraðanum niðri
KARFA • Úrvalsdeild