Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.02.1997, Blaðsíða 11
®agur-®tmirat Föstudagur 14. febrúar 1997 -11 URVALS GOLFFERÐ Ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn er nú í fyrsta sinn að skipuleggja golfferð fyrir Úr- vals-fólk, en það er félagsskap- ur fólks sem er 60 ára og eldra. Gömul teikning af Sigga Hafsteins, teiknuð á Akureyri um 1980. Teikn- ing R.Lár. Hópurinn telur nú um ijögur þúsund félaga. Til þess að ganga í klúbbinn þarf aðeins að koma við hjá umboðum Úrvals Útsýnar, eða hringja og láta skrá sig. Níunda til nítjánda apríl verða golfferðir fyrir Úrvals- fólk til Algarve í Portúgal og Isl- antilla á Spáni. SIGGI HAFSTEINS FARARSTJÓRI Hinn landskunni kylfingur Sig- urður Hafsteinsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður Úrvals- kylfinga og verður hann farar- stjóri Úrvals golfferðarinnar til Islantilla. Peir sem hafa áhuga ættu að hafa samband við golf- deild Úrvals Útsýnar í síma 5699300, eða tala við Sigga í síma 5872221. iYV H.>>>” r meeoRo dinm^Kv Gamla myndin Þessi mynd er tekin fyrir mörgum árum (og hárum), en hún sýnir fyrsta unglingalandslið íslands í golfi árið 1973. Myndin er tekin í Siikiborg í Danmörku en þar fór fram þrettánda Evrópumeistaramót unglinga í golfi. Á myndinni eru þessir, talið frá vinstri: Kjartan L. Pálsson fararstjóri, Loftur Ólafsson, Jóhann Ó. Guðmundsson, Björgvin Þorsteinsson, Hannes Þorsteinsson, Ólafur Skúlason, Óskar Sæmundsson og Konráð Bjarnason fararstjóri og síðar forseti Golfsambands íslands. VERÐLAUNAHAFAR ■ 'f / ■' '■ >.'■'■■*. Verðlaunahafarnir í SL-golfmótinu í Thailandi í janúar sl. taldir frá vinstri í fremri röð: Bergsveinn, Agnes, Þuríður og Emilía. Aftari röð: Hafsteinn, Ólafur A., Hallgrrmur, Símon, Sigurjón og Sigurður. Afmælismót Sjonna Stöðugt ijölgar þeim íslending- um sem leggja leið sína til Thai- lands yfir vetrarmánuðina og njóta þess að leika golf á glæsi- legum golfvöllum landsins. Sumir fara þarna austur á hverjum vetri til lengri eða skemmri dvalar. Eins og gefur að skilja kostar það sitt að fljúga svo langa leið, en á móti kemur að vallargjöld eru ódýr, sem og uppihald. Samvinnuferðir Landsýn gerði sérstaka golfferð austur á bóg- inn í janúar og var Kjartan L. Pálsson fararstjóri, en hann er manna reyndastur í golffarar- stjórn. Einn af ferðalöngunum var Sigurjón R. Gíslason GK, landskunnur kylfingur og landsliðsmaður í golfi í eldri og yngri ílokkum. Sigurjón, eða Sjonni eins og hann er nefndur meðal kylfinga varð sextugur í ferðinni og því var haldið sér- stakt afmælismót honum til heiðurs. Mótið fór fram á La- emchbang golfvellinum og tóku 30 kylfingar þátt. Keppt var með fullri forgjöf og punktafyr- irkomulagi. Ilelstu úrslit urðu þessi: Karlar: Elías I>. Magnússon GK 37 Jóhannes Jónsson GR 36 Jóhann Reynisson NK 36 Konur: Suphit Donkanha NK 30 Agnes Sigþórsdóttir GR 26 Þuríður Sölvadóttir GR 26 Þess má geta til gamans að Suphit er thailensk, en hefur búið á íslandi í nokkur ár. Hún hóf að leika golf á sl. ári á Nes- vellinum, en þetta var í fyrsta sinn sem hún lék í heimalandi sínu. SL-GOLFMÓT ÍTHAILANDI Aðalgolfmótið í ferð Samvinnu- ferða Landsýnar til Thailands var haldið um sl. mánaðamót á Laem Chabang golfvellinum. Leiknar voru 18 holur með og án forgjafar og urðu úrslit sem hér segir: Konur með forgjöf: Agnes Sigþórsdóttir GR 81 Puríður Sölvadóttir GR 87 Emilía Gústafsdóttir GEG 93 Karlar með forgjöf: Símon Sturluson GMO 73 Sigurður Ananíasson GEG 75 Ólafur A. Ólafsson NK 75 Karlar án forgjafar: Hallgrímur Júlíusson GV 85 Sigurjón R. Gíslason GK 90 Bergsveinn Alfonsson GR 90 Ómar Dagbjartsson GBO 92 GOLFTÍMINN umsjónarmaður: RagnarLár sími og fax 557 6516 Þrír fastagestir í golfparadísinni Thailandi. Þessir félagar hafa farið til Thailands árlega síðastliðin 5 til 7 ár og una sér vel. Þeir fara utan fyrir jól og eru í Thailandi í tvo til þrjá mánuði og leika golf fimm til sex daga vik- unnar. Félagarnir eru taldir frá vinstri: Jóhann Reynisson, Björn Kristjáns- son og Kristinn Helgason. Golfreglan Hér hefur Boggi púttað án þess að stöngin hafi verið ijarlægð að ráði. Eins og sjá má hittir hann ekki í holuna, en hann hittir þess í stað í flaggstöngina. Sé Boggi í holukeppni hefur hann tapað holunni, en sé liann í höggleik hlýtur hann tvö vítishögg og verð- ur að leika boltanum þar sem hann liggur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.