Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.02.1997, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 15. febrúar 1997 !®itgur-'3ítmtmt Verður að nýta dauða tímann Fjárhúsin eru 4 km frá bænum og þarf að fara í gegningar tvisvar á dag, yfirleitt á snjósleða. Áður en þau fengu sleðann var farið á gönguskíðum þegar hægt var og annars gengið. Myndm sbb Bændur hafa með minnkun bústofns sín þurft að leita ýmissa leiða til að auka tekjur sínar og nýta þann tíma sem er dauður hjá þeim á vet- urna. Eiim þeirra er Sigurður Ólafsson, bóndi og smiður á Að- albób í Hrafnkelsdal, en í nóv- ember sl. opnaði hann formlega trésmíðaverkstæði á Aðalbóli. Sigurður og kona hans Krist- rún Pálsdóttir hafa búið á Aðal- bóli síðan 1974 og er Kristrún reyndar fædd þar og uppalin. En hvernig skyldi Sigurði finn- ast að reka trésmíðaverkstæði svona langt frá hringiðunni? „Það er náttúrlega bilun. Mikið af efninu fæ ég að sunnan og sendi talsvert þangað til baka. Ég hef verið í smíðum al- veg síðan ég byrjaði að búa en ekki haft neina aðstöðu fyrr en núna. Ég smíðaði t.d. allt hér inn í húsið og tók að mér all- skyns verkefni eins og eldhús- innréttingar fyrir skólann o.fl.“ Ostabretti fyrir Osta- húsið Sigurður hefur hannað osta- bretti fyrir Ostahúsið í Hafnar- firði en systir hans, María, er einn eigenda þess. Brettunum skilar hann fullfrágengnum í plasti og með logoi fyrirtækis- ins, „Sámur bóndi“. Brettin eru af fjórum gerðum og hafa verið vinsæl. Hann segist geta gert um 15-20 bretti á dag, en það sé talsverð handavinna. Ostahúsið hefur hingað til setið nánast eitt að brettunum. „Það væri ekk- ert mál að íjölda- framleiða þessi bretti á almenn- an markað ef einhver vildi kaupa. Þau er í dýrari kantinum en eru líka vand- aðri bretti en gengur og gerist. T.d. er yfirleitt ekki nokkur leið að ná brettum upp af borði en ég hef fræst rönd undir svo hægt er að smeygja fingrunum undir. Það er strax tals- verður munur.“ - Þú hefur ekki verið í þess- um smáiðnaði fyrr? „Nei, ekki fyrr en á síðasta ári. Ég byijaði á þessu til að nýta dauða tímann á veturna. Yfirleitt er mesta smíðatörnin á sumrin eða þeg- ar fer að vora og þá er ég í venjulegri smíðavinnu." - Hvernig finnst þér fara saman að búa og smíða? „Það er allt í lagi ef menn geta notað dauða tímann. Ef menn eru að þessu á sumrin þá trassa þeir það sem þarf að gera heima. Við erum tvö í þessu og eigum tvo stráka, 14 og 16 ára, sem eru líka með okkur. Ég er meðal annars í þessum iðnaði til að hafa eitt- hvað fyrir þá að gera. Annars þyrfti ég að senda þá í burtu og það færi mest í kostnað. Þeir „Leiðbeinendurnir sögðu okkur að við ættum að nota fjöl- miðlana eins mikið og við mögulega gætum fyrir ekki neitt. Það væri alveg skilyrði.“ eru á fullu í búskapnum og hér á verkstæðinu þess á milli. Þannig að þetta er fjölskyldu- fyrirtæki." Einföld en notadrjúg uppfinning Sigurður hefur komið sér upp nauðsynlegum vélum smám saman. „Það þarf talsverðan tækjabúnað þó að maður ætli bara að gera einföldustu hluti," segir hann. Þá hefur hann hannað sér- staka haldara fyrir tveggja lítra plastflöskur en í þá notar hann frárennshsrör og er hönnun þessi í raun ákaflega einföld og notadrjúg eins og flestar góðar uppfinningar. Hann sker rörin niður og fær þannig hólk en höldurnar kaupir hann tilbún- ar. „Ég flutti höldurnar inn beint að utan en ef ég hefði keypt þær í búð í Reykjavík þá hefðu þær kostað sexfalda upp- hæð.“ - Eru fleiri hugmyndir um notadrjúga hluti á teikniborð- inu? „Ég er með fullt af hugmynd- um en þær eru allar í hausnum á mér ennþá. Ég er ekki búinn að útfæra þær. En það eru þessi smáhlutir sem ég lít til.“ - Þið eruð byrjuð í prjóna- vinnslu líka? „Það er fyrir prónastofuna ísadóru. Ég keypti mér prjóna- vél fyrir stuttu og vinn fyrir þau verkin, en þeir útvega efnið. Nú erum við að pijóna fyrir þau hjálmakraga. Þeir eru hannaðir fyrir sjómenn og eru opnir að ofan þannig að sjómennirnir komi hjálmunum á sig. Kristrún sér um sametningu á prjóna- vörunum, en ég um vélamálin." Nota fjölmiðla fyrir ekki neitt - Hvað um markaðsmálin? „Markaðsmálin eru langsótt fyrir mig. Vil frekar fara hægt af stað heldur en að leggja í mikinn kostnað við markaðs- setningu. Búið og þessi fram- leiðsla styðja hvort annað og ég hefði aldrei farið af stað með smíðaverkstæðið ef ég hefði ekki haft neitt annað með.“ Sigurður segir frá námskeiði sem hann sótti á síðasta ári um rekstur smáfyrirtækja. „Leið- beinendurnir sögðu okkur að við ættum að nota fjölmiðlana eins mikið og við mögulega gætum fyrir ekki neitt. Það væri alveg skilyrði.“ Og eitthvað virðist umfjöllun í fjölmiðlum skila sér því í kjöl- farið á grein um símaverkstæð- ið í Austra fyrir jólin fékk Sig- urður pöntun frá ísafirði. „Að vísu ekki nema eitt stykki,“ við- urkennir hann. Sigurður og Kristbjörg eru ekki einu bændurnir á svæðinu sem hafa fundið sér eitthvað til að gera með búskapnum. „Menn hafa verið að vinna úr hreindýraskinnum t.d. í Klausturseli. Svo er það prjóna- stofan en þar er mest fólk í Brúarási og úti í Tungu. Gerður Bjarnadóttir og Minerfa Har- aldsdóttir eru aðalmanneskj- urnar. Gerður er búin að vera að prjóna heima í mörg ár,“ segir Sigurður Búskapurinn aðalatriðið Tíminn sem hægt er að nýta til að smíða og prjóna er um 4-5 mánuðir á ári. Um sauðburð þarf að fara að snúa sér að mestu að búskapnum og í end- aðan október er farið að róast þar aftur. Sigurður tekur hins- vegar skýrt fram að búskapurinn sé aðalatriðið. Um síðustu ára- mót gerði hann búið að einka- hlutafólagi sem mun ekki vera algengt í sauð- ijárbúskap. En með þessu móti kemur hann bet- ur út í skattalegu tilliti. „Ef ég vinn kannski mikið eitt árið þá fer það bara í skatta en nú get ég dreift því. Ég get lagt inn á bið- reikning sem kallað er, ef það er mikill gróði, segir Sigurður og hlær. Ekki er að heyra neinn upp- gjafartón í bónd- anum á Aðalbóli. Á ýmsu hefur gengið í gegn um árin. Árið 1990 þurfti t.d. að skera niður allt fé og var íjárlaust í tvö ár. Sá tími var erfiður en upp styttir él um síðir. Nú eru fjárhúsin aftur full af fé, smíðaverkstæðið orðið að veruleika og því nóg að gera hjá þeim Sigurði og Kristbjörgu. SBB/AI Sigurður Ólafsson á Aðalbóli lætur sér ekki leiðast á veturna þó minna sé að gera í búskapnum. Fyrir nokkrum mánuðum opnaði hann trésmíðaverkstæði og nýtir tím- ann til að smíða þar ýmislegt sniðugt og skemmtilegt.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.