Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Síða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Síða 8
8 - Laugardagur 22. febrúar 1997 ^agur-'ðlúmrm PJÓÐMÁL JDagur- (Hmxtmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Flafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Simar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Elskuvinir Stundum þurfa menn að klóra sér einu sinni og svo aftur til að átta sig á órannsakanlegum vegum kerfis- ins. Til dæmis núna: hvers vegna er kostnaður vegna íþróttameiðsla á fjárlögum ríkisins, meðan allir aðrir verða að borga iðgjöld til að standa straum af kostn- aði við öll hugsanleg óhöpp daglegs lífs, heima og í vinnu? Um er að ræða nokkra tugi milljóna - svona eftir því sem óhöppin gerast - og þeim er alltaf að fjölga í íþróttum. Gamla fólkið sem fótbrotnar í hálku og börnin sem detta á róluvellinum þurfa slysatrygg- ingu. Ekki íþróttamenn. ~\ íþróttamenn eru alls góðs maklegir, sérstaklega á hátíðisdegi bikarúrslita þegar unnendur góðrar skemmtunar bíða eftirvæntingarfulhr eftir sigur- stund. En þetta slysatryggingamál er af allt öðrum toga. Það snýst um framgangsmáta mála og vinnu- brögð. Upphaflega átti íþróttahreyfingin að borga ið- gjöld, en sveikst um það. Þá verður ekki betur séð en elskuvinir, póhtískir hrossakaupmenn og spottatog- arar hafi komið málum snyrtilega fyrir bakvið tjöld- in, séð um að skattborgararnir fengju reikninginn í stað þess að fara eftir leikreglum sem öllum öðrum var gert að hh'ta. Við getum ímyndað okkur samtölin. í þriðja lagi Það er auðvitað harmsefni að íþróttaslys hafi tvöfald- ast á íjórum árum, meðan tekist hefur að stórfækka vinnuslysum. Slasaðir íþróttamenn eru nú næstum helmingur þeirra einstaklinga sem njóta slysatrygg- ingar Tryggingastofnunar! Er eitthvert óútskýrt sam- hengi þarna á milli? Spyr sá sem ekki veit. Hitt er ljóst að hér höfum við lítið dæmi um vitlaus vinnu- brögð, enn einn feluleikinn í kerfinu og möndl með hagsmuni. Styrkir til íþróttamanna eiga að heita því nafni. Ekki „E og F hður 24. greinar." En athugið þetta með morgunkaffinu góðir hálsar: úr því að faldir eru nokkrir tugir milljóna í styrkjum elskuvin- anna í pólitík og íþróttum, hvernig haldið þið að mál- in séu þar sem enn meira er í húfi? Stefán Jón Hafstein. Gerirðu eitthvað fyrir konuna þína á konudaginn? Gísli S. Einarsson alþingismaður Já, alla jafna færi ég henni blóm og elda eða færi henni morgunmat f rúmið, kannski baka ég pönnu- kökur á sunnudaginn. Annars er engin föst regla á þessu, þetta snýst stundum við. Til dæmis kemur fyrir að konan dekrar við mig á konudaginn og ég við hana á bóndadaginn. En það er mikið jafnræði með okkur hjónum. , Vilhelm Ágústsson viðskiptamaður á, ég færi henni undantekningar- laust blóm en að öðru leyti er ég svo gam- aldags að ég er ekkert að rétta henni sérstak- lega hjálparhönd við húsverkin eða neitt slíkt. En blómin eru alltaf á sínum stað. ♦ i, ég nenni ekki að vera með í svona. Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar2 s Eg geri eitthvað fyr- ir konuna mína á hverjum degi og það á við um konudag- inn eins og aðra daga. En það eru engar sér- stakar hefðir hjá okkur á þeim degi. Gefið þeim grið „Fólk ætti ekki að eyða orku í svona vitleysu og hugsa heldur um að hækka hin launin. Ég segi: Hækkið verkalaunin, niður með tollana, en látið banka- stjórana í friði.“ - lesendabréf í DV í gær. Nautnaseggur „Það er mikil og heilbrigð nautn að naga bein og eykur lífshamingju manna.“ - Jón Stefánsson í Helgarpóstinum Ekki enn „Við, sem nú erum farin að eld- ast, erum ekki búin að segja okkar síðasta orð. Ef ekkert verður gert til að leiðrétta þær skerðingar sem við höfum orðið að þola síðustu ár, þá munum við grípa til róttækra ráðstaf- ana fyrir næstu kosningar.“ - Margrét H. Sigurðardóttir í Morgun- blaðinu í gær. Pótintáti stígur fram „Enn er stiginn fram pótintáti á Alþingi íslendinga, sem vill að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Kefla- víkur. Hann telur jafnframt að einungis sé spurning um tíma hvenær það verður gert.“ - Leiðari Alþýðublaðsins í gær. Á morgun er það Buchenwald Húmið var sigið á landið einn kaldan vetrardag og pistilhöf- undur ornaði sér við heitan kaffisopa og ódýrt koníak á vínstúku hótels skammt frá landamærum Pól- lands og gamla Austur-Prússlands. Við barinn stóðu nokkrir unglingar framan við sjónvarpið og vöktu for- vitni pistilhöfundar enda á hann ekki önnur áhugamál en fólk, bæði lifandi og látið. Hann hafði tekið eftir þessum krökkum fyrr um daginn að skrá sig til gistingar í afgreiðslu hótelsins en kom hópnum ekki fyrir sig. Helst Ukt- ust þeir einhvers konar sólbakaðri blöndu af Suðurálfum og sumir gátu verið komnir vestan frá Suður-Amer- íku. En samt var einhver Norðurálfu- blær á krökkunum og agaður kraftur sem stakk mjög í stúf við hangandi kæruleysið sunnan Alpa og Mexíkó- flóa. Álengdar heyrðust þeir tala saman með hvössu kokhljóði sem vel gat ver- ið einhver útgáfa af hollensku. Kannski voru þetta síðbúnir Móhikan- ar frá gömlu nýlendum Hollendinga. En einn piltanna grét í hljóði yflr tíu- fréttunum og þurrk- aði framan úr sér með handarbakinu. Þegar betur var að gáð voru þau öll með tár niður kinn- arnar. Pistilhöfundi brá í brún við þessa sjón en ástæðan blasti við í tíu- fréttunum. Á skjánum voru svipmyndir frá átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins og þurfti nú ekki fleiri vitna við. - Arabarnir eru að ráðast á okkar fólk! sagði pilturinn og barðist við grátinn: - Og ég er ekki nema sautján ára gamall! - Sautján ára gamall? hváði pistil- höfundur og skildi ekki samhengið. - Já, því miður, þeir taka mig ekki í herinn fyrr en ég verð átján ára! hélt stráksi áfram og brosti hreykinn í gegnum tárin: - En sem betur fer er bróðir minn orðinn átján og fær að berj- ast fyrir okkur báða! - Já, sagði stelp- an við hlið stráks- ins: - Ekkert okkar er orðið átján svo við verðum bara að fylgjast með í sjónvarpinu! - Vilt þú líka fara að berjast, heill- in? spurði pistilhöfundur sautján ára stelpuna. - Auðvitað! sagði stelpan og leit undrandi á þennan sveitamann: - Við erum öll Júðar! - Þú verður að passa upp á stelp- una, hún er herská! sagði pistilhöf- undur við strákinn. Auðvitað pössum við upp á okkar kvenfólk! svaraði strákurinn hissa: - Það gerir það enginn fyrir okkur! Pistilhöfundi þótti samræðurnar merkilegar og staðfesta að ekki verð- ur vandi Palestínumanna leystur nema við samningaborðið. Arabarnir sigra aldrei ísrael þrátt fyrir ofureflið. Júðarnir mega við margnum. Enginn her sigrar fólk sem bíður grátandi eft- ir að verða nógu gamalt til að deyja fyrir landið sitt. - Á hvaða ferðalagi eru þið annars um gömul riddarahéröð? spurði pist- ilhöfundur svo þegar veðrið birtist á skjánum og tár þornuðu á hvörmum. - í dag heimsótti ég gröf ömmu minnar! sagði strákurinn og stelpan bætti við: - Á morgun förum við til Buchen- wald! Mannes

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.