Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. febrúar 1997 - 9 Jlagur-®mttrat RITSTJORNARSPJALL Gengið um gólf Einn eftirminnilegasti við- talsþáttur í íslensku sjón- varpi fyrr og síðar var þáttur með Þórbergi Þórðarsyni sem var á dagskrá í árdaga Sjónvarpsins. í þættinum var Þórbergur að segja frá og átti erfitt með að sitja kyrr á meðan hann talaði. Hann stóð upp þegar frásögnin tók að æsast og gekk um gólf í sviðsmyndinni og talaði. Spyrillinn, Magnús Bjarnfreðsson, sat hins vegar örlítið vandræðalegur á sínum stað enda um fátíða uppákomu í sjónvarpi að ræða, meira að segja í því íslenska. Þjóðin hins vegar varð yfir sig hrifin og fannst Þórbergur meiri maður fyrir að láta ekki „showbusiness" sjónvarpsins njörva sig um of niður, hvorki líkamann né andagiftina. Þór- bergur var og er líka eitt af stórskáldum þjóðarinnar, sann- kölluð þjóðareign og samein- ingartákn. Síðan hefur fátt ef nokkuð jafn óvænt gerst í sjón- varpi, enda þjóðin orðin kassa- vön, jafnt þeir sem koma fram og þeir sem horfa á. Síbyljan, sápurnar og yfirborðsmennsk- an renna nú um skjáinn án allra truflana og fólk er að vertdegu leyti orðið ónæmt fyrir dýpri blæbrigðum mannlegrar tilveru. Þó eru innanum og saman við skáld sem enn segja sögur og búa til myndir sem eru ígildi þess að gengið sé svo- h'tið um gólf. Sá gólfsumgangur heldur í okkur lífinu sem þjóð. Sinfónían Þessi sjónvarpsþáttur kom upp í hugann þegar útvarpið hafði viðtal við framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar íslands vegna farar hljómsveitarinnar til Nuuk á Grænlandi þar sem hún spilaði við opnun hins glæsilega menningarhúss Katuaq. í þessu viðtali, sem tekið var áður en hljómsveitin fór út, var m.a. verið að segja frá óþægindum sem hlutust síð- ast þegar hjómsveitin spilaði í Grænlandi fyrir einum tíu ár- um. Þá stóðu menn úti í sal nefnilega upp þegar spileríið var að komast á flug og gengu um gólf. Upplýst var í viðtalinu að búið væri að tala við Græn- lendingana um þetta og tryggt orðið að þeir myndu sitja með- an spilað væri. En þó Grænlendingar hafi setið kjurrir undir sinfómutón- leikunum að þessu sinni, þá er óhætt að segja að þeir hafi í síð- ustu viku engu að síður gengið mikið og almennt um gólf þjóð- menningar sinnar. Það gerðu þeir í tengslum við opnun menningarhúss í Nuuk sem var vissulega mikilfengleg. Græn- lendingar meta málið þannig að í þessu mikla húsi muni opnast gluggi til umheimsins, gluggi sem áður var ekki fyrir hendi og að fjármunirnir sem lagðir voru í þetta muni skila þeim menningarlegum og - þegar fram í sækir - efnahagslegum arði. Inn og út um þennan glugga muni streyma hvers kyns hugmyndir og örvun fyrir þjóðlíf þessa tilölulega einangr- aða lands. Og það mikilvægasta af öllu er að þessi opnun á að verða á forsendum Grænlend- inganna sjálfra. Sjálfsímyndin styrkt Þetta eru hreint ekki svo litlar væntingar. Og þrátt fyrir að ís- lenska sinfónían sé að reyna að fá Grænlendinga til að hætta að ganga um gólf í sviðsmyndinni, er megin niðurstaðan þó sú að með hátíðarhöldunum öllum sé einmitt verið að fá Grænlend- inga til að sinna sfnum málum um leið og sjálfstraustið og sjálfsímyndin fær aukinn styrk. Slík styrking er vitaskuld nauð- synleg þjóð sem er að feta sig áfram á sjálfstjórnarbraut í samfélagi þjóðanna og er á kafi í því að byggja upp nútímalegt samfélag með öllum þeim stofn- unum og innviðum sem því fylgja. Grænlendingar eru að En þó Grænlendingar hafi setið kjurrir undir sinfóníutónleikunum að þessu sinni, þá er óhætt að segja að þeir hafi í síðustu viku engu að síður gengið mikið og almennt um gólf þjóðmenningar sinnar. breyta með nokkuð dramatísk- um hætti þeirri ímynd sem þeir hafa haft í samfélagi þjóðanna. John Lennon söng á sínum tíma að konan væri annars flokks maður, hún væri „blámaður heimsins." Grænlendingar hafa þurft að búa við það að vera „blámenn hins vestræna heims“ vegna nálægðar sinnar við veiðimennsku, sem allt of oft er jafnað við einhvers konar villi- mennsku. Enginn efi er á að framkoma danskra og banda- rískra stjórnvalda varðandi staðsetningu kjarnorkuvopna í Thule og flugslyss vélar sem bar kjarnavopn þar á sfnum tíma má að hluta rekja til þess að þessum „herraþjóðum" þótti ekki ástæða til að hafa „ein- hverja veiðimenn á hundasleð- um“ með í ráðum eða einhver sérstök skylda væri að upplýsa forustumenn þeirra um að kjarnavopn væru geymd á svæðinu. Breyttir tímar Það er liður í breyttri ímynd Grænlendinga að þessi mál eru nú dregin fram og viðurkennd sem það hneyksli sem þau hafa alltaf verið. Þetta hneyksh, til viðbótar „gólfgöngum“ Græn- lendinga í menningarhúsi sínu í vikunni, gefur tilefni til að ætla að verulegar breytingar séu að verða á stöðu Grænlands í sam- félagi þjóðanna. Og það sem er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur íslendinga er að Græn- lendingar virðast í vaxandi mæli horfa til menningar- og viðskiptalegra tengsla við ís- land í þeirri viðleitni sinni að skapa sér styrkari stöðu. Við höfum bæði hag af aukinni samvinnu og samstarfi auk þess sem það er beinhnis skylda okkar að taka í þessa útréttu hönd. Margt sameiginlegt í erindi sem Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra flutti í tengslum við alþjóðlega kaup- stefnu sem haldin var í Nuuk í kjölfar opnunar menningar- hússins undirstrikaði hann nauðsyn öflugri viðskipta- tengsla og samvinnu milli ís- lands og Grænlands. Hann benti líka á að íslensk og græn- lensk samfélög byggðu afkomu sína á veiðimennsku og sjálf- bærri nýtingu náttúrauðlinda. Sem slíkar ættu þjóðirnar ým- issa sameiginlegra hagsmuna að gæta, s.s. gagnvart ofstækis- fullum „umhverfissinnum“ sem legðust gegn dýraveiðum. Þetta er auðvitað laukrétt hjá utan- ríkisráðherra. En það er ekki eingöngu í baráttunni gegn andstæðingum dýraveiða sem íslendingar eiga samleið með Grænlendingum. Báðar þessar þjóðir byggja á hreinleika, hvort sem það er grænlenska rækjan eða íslenski þorskurinn, í útflutningi sínum og hafa komist þangað sem þau eru á grundvelh mengunarlítillar náttúru. Umhverfisvernd hreint Norður - er því grund- vallaratriði fyrir báðar þjóðir. Samkenndin ætti að vera mikil bara af þessum sökum og lyg- arnar og leyndin með kjarn- orkuslysið og kjarnorkuvopnin á Thule á sínum tíma ætti að snerta okkur enn meira en aðra. Gæti ekki það sama gerst hér og í Grænlandi? Kjarnorkufangelsi Þórbergur er vissulega búinn að ganga um hið íslenska sjálf- stæðisgólf um talsvert langt skeið og þjóðin hefur komið sér Tillögur af þessu tagi gera nefnilega ekki ráð fyrir því að lífrænt og eðlilegt samfélag sé til staðar í þessum rflgum, enda strjálbýlið talið einn aðal kosturinn við staðsetninguna. upp ágætu sjálfstrausti og áber- andi viðveru og sæmilegri virð- ingu í samfélagi þjóðanna. Af þeim sökum kann landsmönn- um kannski að finnast ótrúlegt að komið yrði fram við þá á sama hátt og „blámenn hins vestræna heims“ - Grænlend- inga. En of mikil vissa getur verið varasöm, eins og nýlegar tillögur ekki ómerkari stofnun- ar en RAND-fyrirtækisins gefa til kynna. Þar er lagt til að Grænland verði notað til að leysa vandamál stóveldakapp- hlaups eftirstríðsáranna með því að þar verði geymd úrelt kjarnavopn undir alþjóðlegu eftirliti. Til vara var bent á að ísland kæmi einnig til greina sem slíkur geymslustaður og loks óbyggðir í Ástahu ef allt annað þryti. Það er óneitanlega umhugsunarefni að þessi tvö lönd, Grænland og fsland, skuh þykja slíkur kjörvettvangur fyr- ir kjarnorkurusl. Það er ekki síður merkilegt að maður eins og Uffe Elleman-Jensen skuli telja slfkt vel koma til greina hvað Grænland varðar. Tillögur af þessu tagi gera nefnilega ekki ráð fyrir því að lífrænt og eðlilegt samfélag sé til staðar í þessum ríkjum, enda strjálbýlið talið einn aðal kosturinn við staðsetninguna. Þessi lönd eru útkjálkar, fanganýlendur eða eins konar veðurathugunar- stöðvar. Nokkurs konar Hvera- vellir heimsins að vetrarlagi. Hætt er við að grænlenska rækjan eða íslenski þorskurinn þættu lítt eftirsóknarverðir kostir þegar fororðið er: Má bjóða þér mat frá kjarnorku- fangelsi norðursins? Hitt er svo annað mál hvort við þurfum á úreltum kjarnavopnum að halda til að ná fram þessum áhrifum. Spurningin er hvort óhamin stóriðjustefna og virkj- anamanía muni ekki fara lang- leiðina í að klára þetta mál? Til hamingju Vaxandi samskipti og tengsl ís- lendinga við Grænlendinga sem verið hafa í sviðsljósinu alla þessa viku vegna vígslu menn- ingarhússins og kaupstefnunn- ar eru sérstakt ánægjuefni. Það er íjölmargt sem tengir þessar tvær þjóðir sem þó eru í raun svo ólíkar. Grænlendingum ber að óska til hamingju með nýja menningarhúsið í Nuuk og von- andi eiga sem flestir eftir að ganga þar um gólf í glæsilegri sviðsmyndinni - en að græn- lenskum hætti.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.