Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 8. mars 1997 JDagirr-®ímírat Rafvirki óskast Snarvirki ehf. á Þórshöfn vantar rafvirkja nú þegar. Mikil vinna og góð laun. Staðgengilsréttindi æskileg. Uppl. í síma 471 1608, Magnús, símboði 845 5935, Unnar Heimir. Félag járniðnaðarmanna Auglýsing um kjörskrá Kjörskrá Félags járniðnaðarmanna vegna atkvæða- greiðslu um verkfall, liggur frammi á skrifstofu félagsins frá 10. mars 1997. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér hvort þeir séu á kjörskrá og njóti atkvæðisréttar. Kærufrestur er til loka kjörfundar, sem auglýstur verður síðar. Kjörstjórn Félags járniðnaðarmanna. Menntamálaráðuneytið Styrkir til náms og rann- sókna í Rússlandi Stjórnvöld í Rússlandi bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms og einn til vísindalegs sérnáms í Rússlandi á námsárinu 1997-98. Umsækjendur um styrki til háskólanáms skulu að öðru jöfnu vera yngri en 27 ára og umsækjendur um styrki til vísindalegs sérnáms skulu vera yngri en 35 ára og hafa lokið MA- eða MS-prófi. Styrkirnir nema 83.490 rúblum á mánuði, sem eru lágmarkslaun í landinu. Að auki verður styrkþegum séð fyrir herbergi á stúdenta- garði, sem þeir greiða fyrir sömu leigu og rússneskir stúdentar. Styrkþegar greiða sjálfir allan ferðakostnað. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum og læknisvottorði. Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1997. HAFNASAMLAG NORÐURLANDS Útboð Aðstaða vegna farþegabryggju á Akureyri. Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í dýpkun, byggingu grjótgarðs og landveggs fyrir farþegabryggju við Torfunef á Akureyri. í verkinu er innifalið að vinna og flokka grjót í Krossanesnámu, aka því að garðstæðinu og byggja grjótgarð. Efnismagn í garðinn er áætlað 1900 rúmmetrar. Dýpka skal innan garðs í -3,0 m. Alls um 3600 rúmmetra efn- islosun vegna dýpkunar er í garð og við núverandi fyll- ingu í Krossanesi. Verkinu skal lokið ei'gi síðar en 10. maí 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hafnasamlags Norðurlands, Oddeyrarskála við Strandgötu á Akureyri frá og með mánudeginum 10. mars 1997 gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 24. mars 1997 kl. 11. Hafnarstjóri. F R E T T I R Kópavogur Urgur út af áfengissölu Listakaup, umboðsaðiii Quelle-vörulistans, mun annast um áfengissölu í Kópavogi. Þegar Ijósmyndari var þar á ferð í vikunni, var ekkert farið að gerast innanhúss í innréttingamálum, en útsalan á að opna fyrir mánaðamótin. Mynd:E.ói. istakaup hf. - Qu- elle-vörulistinn, ráðgerir að opna fyrstu áfengisútsölu Kópavogs undir lok þessa mánaðar í strjál- býlinu austast í bænum, þar sem rísa mun mið- bæjarkjarni á komandi árum. Mikil óánægja ríkir í bænum með þessa tilhögun, fyrir- tækið þykir afskekkt. Hulda Finnbogadóttir sem sóttist eftir leyf! til starfrækslu vínbúðar í Hamraborg, aðalvið- skiptakjarna Kópavogs, hefur kært útboðið til kærunefndar útboðs- mála. Hún telur að út- boð Ríkiskaupa hafi verið gallað. Varafor- maður þeirrar nefndar, Skarphéðinn Þórisson hæstaréttarlögmaður, sagði í samtali við blaðið að úr- skurðar væri að vænta seint í næstu viku. Talsmaður Listakaups, Ólafur Sveinsson, segir kæru Huldu Finnbogadóttur engu máli skipta, útsalan verði opnuð á næstunni. Aðspurður um áht að- allögmanns dómstóls ESB á skipulagi áfengismála á íslandi segir hann að það breyti ekki neinu. Lögmaður Evrópudóm- stólsins hefur sagt að hann telji að þegar við undirritun samn- ings um Evrópska efnahagssvæð- ið hefði átt að loka fyrir ríkisein- okun á áfengisverslun á Norður- löndum, þar á meðal á íslandi. Formaður nefndarinnar, Páll Sigurðsson lagaprófessor, tekur ekki þátt í úrskurðinum, segist vanhæfur vegna tengsla við Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR. Veitingarekstur Ljóst að ýmislegt mætti betur fara Afkoma veitingahúsa og gistihúsa hefur verið svo erfíð, nokkuð mörg und- anfarin ár, að eigendur þeirra hafa gripið til allra mögulegra ráðstafana til að draga úr kostnaði, sagði Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Sam- bands veitinga- og gistihúsa. En leitað var skýringa hennar á þeim mikla samdrætti í þessum greinum sem lesinn verður úr Atvinnuvegaskýrslum Hagstof- unnar. „Innkoman á þessum stöðum fer að langmestu leyti í hráefni og vinnulaun. íslensk veitingahús eru að borga eitt hæsta búvöruverð í heimi og áfengisgjald á íslandi, sérstak- lega á léttvín og bjór, er langt fyrir ofan það sem þekkist í öðrum löndum. Og þegar launin eru hátt í 40% af veltunni þá er vitanlega reynt að skera þar niður eins og mögulegt er.“ - Samt virðast alltaf ótal margir til í að spreyta sig í greininni? „Já, menn eru að leggja al- eiguna að veði til að kaupa staði sem aðrir hafa gefist upp á að reka, jafnvel fagmenn sem hafa unnið við þetta meginhluta sólarhringsins. Samt er alltaf til nóg af fólki sem telur sig geta gert betur; það hljóti að vera hægt að reka þetta. Og auðvitað ganga sumir staðir vel. Veit- ingarekstur er samt almennt mjög erfiður og viðkvæmur. Og álagning á mat mjög lág, því samkeppnin leyfir ekki annað. Enda hafa margir farið illa út úr þessu. - Oft heyrast líka raddir um vaxandi „svarta“ starfsemi? „Fví verða auðvitað stjórn- völd að svara. Það er búið að ýja að þessu í áratugi, að það sé gífurleg svört sala í veit- ingarekstri. Við höfum árum saman beð- ið um þokkalegt eftirlit í þess- um málum. Við getum auðvitað ekki lagt fram neinar sannanir fyrir því hvernig hlutirnir eru, en það er samt öllum Ijóst að ýmislegt mætti betur fara. Það er stjórnvöld- um líka ljóst, og þarna fer ríkis- kassinn á mis við afskaplega mikið. Að breyta þessu er vitaskuld einungis á færi yfir- valda, en þeim virðist óskap- lega erfitt að koma einhverjum böndum á þetta,“ sagði Erna Hauksdóttir. - HEI Reykjavík Mikill fjöldi árekstra s Ovenjumikið var um árekstra í Reykjavík í gær. Um klukkan 17.00 var búið að til- kynna 17 óhöpp og þar af eina bflveltu í Kjós, þar sem öku- maður slasaðist. Um miðjan dag í gær varð þriggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut við Fossvog sem lamaði umferð um hríð. Einn maður slasaðist, en ekki alvarlega. Akstursskil- yrði voru slæm í Reykjavík í gær, þó nokkur snjór og slæmt skyggni. BÞ Atvinna 29 ára gamall, fjölhæfur maður óskar eftir framtíð- arvinnu. Hálfur byggingariðnfræðingur og heill hönnuður. Mikil reynsla í teikni- og tölvuvinnu. Einnig nokkur reynsla af tré- og málmsmíði og ýmsu handverki. Ýmis vinna kemurtil greina. Hafið samband í síma 462 1030 Erna Hauksdóttir frkvstj. Samb. veitinga- „Við höfum íóra- raðir beðið um þokkalegt eftirlit í þessum múlum. “ og gistihúsa —

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.