Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 7
^Oítgur-Œímmit
ERLENDAR
F R É T T I R
Fórnarlömb
efnahagsimdurs
Baksvið
Dagur Þorieifsson
Aung San Suu Kyi hefur
hlotið heimsathygh og
friðarverðlaun Nóbels
fyrir baráttu sína gegn herfor-
ingjaklíkunni sem stjórnar ætt-
landi hennar, Búrma (Myan-
mar). Þar er hún í stofufangelsi.
Miklu verri þrengingum af
hálfu búrmskra valdhafa sæta
Karenar, þjóð í suðurhluta
landsins, sem ekki sættir sig
við yflrráð eiginlegra Búrma-
manna. En fréttir af sjálfstæðis-
baráttu Karena fara lágt í fjöl-
miðlum.
í einni heimild stendur að
Karenar séu um þrjár milljónir,
í annarri að um sjöundi hver
íbúi Búrma sé þeirrar þjóðar.
manna, Qölmennustu þjóðar
Búrma. Enda hafa Karenar,
einkum þeir sem eru kristnir að
einhverju marki, verið í upp-
reisn gegn búrmskum valdhöf-
um svo að segja alla tíð frá því
er Bretar létu af yfirráðum í
Búrma, eða í um hálfa öld.
Mun sá ófriður lengst af hafa
verið þrátefli á þá leið, að
Búrmaher hefur ekki getað
bugað Karena að fullu en Kar-
enar hafa ekki haft bolmagn til
þess að kreppa svo að búrmsk-
um valdhöfum að þeir féllust á
kröfur Karena um sjálfstjórn
eða sjálfstæði.
En fyrir skömmu hóf Búrma-
her eina stórsóknina enn gegn
uppreisnarmönnum þessum og
beitir um 100.000 manna liði
gegn um 2500 hermönnum
uppreisnarmanna. Þar við bæt-
ist að afstaða Taflands til Kar-
ena hefur breyst, Búrmastjórn í
vil. Fram að þessu hafa Kar-
Dagbladet norska hefur eftir
þarlendum Búrmafræðingi að
Búrmaher einbeiti sér nú að því
að gera að engu lífsbjargar-
möguleika Karena þeirra, er
búa í héruðunum við landa-
mæri Taflands, en þeir eru um
háif önnur milljón talsins.
Ávaxtatré séu höggvin kerfis-
bundið, búfé slátrað og matar-
birgðum rænt. Einnig hefur
frést að fólk sé flutt nauðugt úr
héruðum þessiun og það hefur
Búrmastjórn raunað játað á
sig. Áminnstur norskur Búrma-
fræðingur telur að hér sé um
þjóðarhreinsun að ræða. Að
sögn Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna fyrir
nokkrum dögum hafði Taí-
landsher undangengna viku
rekið tilbaka yfir landamærin
um 4000 karenska flóttamenn,
nýkomna til Taflands á ílótta
undan Búrmaher.
í hálfa öld hafa upp-
reisnarmenn af þjóð
Karena í Búrma hald-
ið velli gegn Búrma-
her. En nú sameinast
Búrma og Taíland
gegn þeim, vegna
sameiginlegra hags-
muna á sviði efna-
hagsmála.
Herinn heldur landslýð niðri.
Mál hennar er sínótíbetskt, sem
sé skylt búrmsku (sem og tal-
máli, kínversku og tíbetsku),
en allsérstætt. Karenar búa
víða í Suður-Búrma, í dölunum
við fljótin Irawaddy og Salwe-
en, við landamærin að Taflandi,
í ijalllendinu milli nýnefndra
fljóta, í fjalllendi fylkisins Ar-
akan.
100.000 gegn 2500
í einni handbók stendur að
Karenar séu myndarlegastir
sýnum af þeim þjóðum megin-
lands Suðaustur-Asíu, er séu
mongólakyns, og þreklegir. Að-
alatvinnuvegur þeirra hefur frá
fornu fari verið landbúnaður. í
heiðni þeirra fornri, sem enn
gætir með þeim, hafa menn t.d.
átrúnað á steinblætum og spá í
hænsnabein. En margir Kar-
enar eru einnig búddasinnar
eða kristnir.
Karenum varð eitthvað svip-
að við og fleiri minnihlutaþjóð-
um í nýlendum Evrópuríkja, er
þær urðu sjálfstæð rfld. Þótti
Karenum mörgum sem þeir
færu úr öskunni í eldinn er þeir
losnuðu við yfirráð nýlendu-
kúgara og fengu í staðinn yfir
sig drottnun eiginlegra Búrma-
enar á flótta undan Búrmaher
gjarnan fengið að dveljast í Taí-
landi um lengri eða skemmri
tíma, en nú bregður svo við að
Taflandsher rekur tilbaka yflr
landamærin fólk það karenskt,
er yfir þau leitar á flótta undan
Búrmamönnum.
Búsmala slátrað,
ávaxtatré höggvin
Ástæðan til þess kvað vera sú
að samkomulag hefur náðst
milli Búrma og Taflands um að
jarðgasleiðsla verði lögð frá
fyrrnefnda landinu til hins síð-
arnefnda og er fyrirhugað að
hún liggi um héruð þau
Búrmamegin landamæranna,
sem lengi hafa verið á valdi
karenskra uppreisnarmanna.
Valdhafar Búrma vilja sem fyrr
bæla umrædda uppreisn niður
og bæði þeir og taflenskir ráða-
menn vilja útiloka að leiðslunni
geti stafað hætta af völdum
þriðja aðila. Tafland mun telja
sig liafa ærna þörf fyrir gasið,
er því á að berast eftir þessari
fyrirhuguðu leiðslu, sem orku-
gjafa fyrir efnahagsundur sitt
og búrmskir valdhafar eru með
þessu að reyna að tengjast
efnahagsundrum annarra Suð-
austur- Asíuríkja.
Þorp brennd
Eftir heimildamönnum í landa-
mærahéruðunum Taflandsmeg-
in er haft að flóttafólkið heim-
rekna megi búast við því versta
af Búrmaher, sem orðlagður er
fyrir grimmd og hrottaskap.
Muni Búrmaher líklega drepa
alla karlmenn meðal flótta-
fólksins yfir tíu ára aldri, en
nauðga konunum. Flóttamenn
hafa skýrt svo frá að í karensku
þorpi að nafni Kaserdoh hafi
búrmskir hermenn nauðgað
fjórum konum fyrir augum
þeirra nánustu. Þá hefur frést
að Búrmaher hafi slegið eldi í
hús í byggðum Karena og jafn-
vel brennt þar heil þorp.
Karenar munu í stríði þessu
ekki hafa notið teljandi aðstoð-
ar utan frá og á alþjóðavett-
vangi hafa þeir litlar undirtekt-
ir fengið við kröfur sínar um
sjálfstjórn eða sjálfstæði. En
einskonar hlutleysi Taflands
gagnvart ófriði þessum mun
hafa komið þeim að nokkru
haldi. En nú er sem sé svo að
sjá að Taflandsstjórn hafi í ill-
deilu þessari tekið afstöðu með
Búrmastjórn. Horfur eru taldar
á að það ríði baggamuninn í
stríði þessu, búrmsku herfor-
ingjaklíkunni í vil.
Bandaríkjastjórn hefur, með
hliðsjón af ástandinu í landa-
mærahéruðum Búrma og Ta-
flands Búrmamegin, lýst yfir
óánægju með það að Tafland
skuli gera karenskt flóttafólk
afturreka og borið fram mót-
mæli við Taflandsstjórn af því
tilefni.
Laugardagur 8. mars 1997 - 7
r á
AKUREYRARBÆR
LEIKSKÓLADEILD
Leikskólakennarar
Leikskólakennarar Akureyrarbæjar óskar eftir að
ráða leikskólastjóra við leikskólann Kiðagil frá 1.
júní 1997.
Einnig er auglýst eftir leikskólakennurum í stöðu að-
stoðarleikskólastjóra á leikskólann Iðavöll og í almenn-
ar stöður á ýmsum leikskólum.
Nánari upplýsingar gefa deildarstjóri leikskóladeildar
og leikskólaráðgjafar í síma 460 1450.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK/Félags ís-
lenskra leikskólakennara og Launanefndar sveitarfé-
laga.
Umsóknarfrestur er til 20. mars nk.
UMHVEFSFISDEILD
Verkstjóri - Flokksstjórar
Verkstjóri og flokksstjórar óskast til starfa við
UNGLINGAVINNU og SKÓLAGARÐA ísumar.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og hafa
reynslu af verkstjórn/flokkstjórn og garðyrkjustörfum.
Upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofu umhverf-
isdeildar í síma 462 5600.
Umsóknarfrestur er til 26. mars nk.
Eftirtaldar stöður garðyrkjufræðinga eru
lausar til umsóknar hjá umhverfisdeild:
Forstaða unglingavinnu og skólagarða Akureyrar-
bæjar
Umsækjandi þarf að vera garðyrkjufræðingur, hafa
reynslu af garðyrkjustörfum, verkstjórn og stjórnunar-
störfum.
Garðyrkjufræðingur hjá garðyrkjudeild
Umsækjandi þarf að vera garðyrkjufræðingur og hafa
reynslu af garðyrkjustörfum og flokksstjórn.
Laun samkvæmt Launanefnd sveitarfélaga og Starfs-
mannafélags Akureyrarbæjar.
Upplýsingar um störfin veitir umhverfisstjóri í síma 462
5600.
Umsóknarfrestur er til 21. mars nk.
BÚSETU- OG ÖLDRUNARDEILD
Við mötuneyti öldrunarþjónustu Akureyr-
arbæjar í Hlíð eru eftirtalin störf laus til
umsóknar:
Staða yfirmatsveins:
Verksvið yfirmatsveins er að sjá um allan rekstur eld-
húss og mötuneytis í Hlíð, aðdrætti, skipulag og verk-
stjórn við eldamennsku. í mötuneytinu eru allir íbúar
Hlíðar auk starfsmanna í fæði en þaðan er einnig flutt-
ur matur til annarra stofnana.
Krafist er sveinsprófs í matreiðslu og er reynsla af
rekstri mötuneytis æskileg.
Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Launanefnd-
ar sveitarfélaga.
Staða aðstoðarmatsveins:
Við hlið yfirmatsveins og undir hans stjórn er ætlunin
að starfi aðstoðarmatsveinn og mun hann taka vaktir á
móti yfirmatsveini. Sveinspróf í matreiðslu er skilyrði.
Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Launanefnd-
ar sveitarfélaga.
Umsóknir ásamt prófskírteinum skulu berast starfs-
mannadeild á eyðublöðum sem þar fást. Upplýsingar
um störfin veitir deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar
í síma 460 1400.
Umsóknarfrestur vegna beggja starfanna er til 21.
mars nk.
Umsóknareyðublöð fyrir öll störfin, fást í starfsmanna-
deild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Nánari upplýsingar um kaup og kjör eru gefnar í
starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 462 1000.
Starfsmannastjóri.
V__________________________________________________________/