Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Blaðsíða 7
|Dagur-'3Iítttimt MINNINGARGREINAR Laugardagur 22. mars 1997 - VII og reynslu úr fortíðinni. Sumt, ef til vill flest, hverfur í hið mikla djúp en annað er sem lýsandi leiftur. Þannig man ég fyrstu kynni okkar Tómasar Karlssonar. Frjálslyndir stúdentar í Há- skólanum létu til sín taka í lok sjötta áratugarins og nýstúdent úr MR kom til liðs við okkur hin sem fannst að örlög lands og jafnvel heimsbyggðar réðust í stúdentapólitíkinni. Þar var stofnað til vináttu sem hélst þó að oft væri vík, jafnvel heimshöf, á milli vina. Þetta voru áhyggju- laus, ljúf ár en leiðir skildu. Önn- ur tengsl tóku við í blaða- mennsku, öðrum fjölmiðlastörf- um og síðar stjórnmálum. Tómas Karlsson var skarp- greindur maður með vítt áhuga- svið, skapmikill og ljúfur í senn og áriðanlega ekki allra. Yfirborð gat verið hrjúft, en viðkvæm lund var undir niðri. Á þessum árum var honum fljótlega töm nokkur alþjóðahyggja, sem hann þroskaði með sér í Lundúnahá- skóla. Stundum fannst mér hann mótast nokkuð af frænda sínum dr. Kristni Guðmundssyni, fyrrum kennara við MA, síðar utanríkis- ráðherra - að minnsta kosti leyndu sér ekki kunn ættarein- kenni ýmissa þeirra frænda af Rauðasandi. Ungur tók Tómas við ábyrgð- arstörfum á Tímanum og aðeins 24 ára gamall var hann skipaður fulltrúi ritstjórnar, en ritstjóri nokkru síðar 33 ára að aldri. Það voru glæsileg hjón, Ása og Tómas, sem á pressuballi árið 1967 voru gestgjafar Edwards Heath, forsætisráðherra Bret- lands, en þá gegndi Tómas for- mennsku í Blaðamannafélagi ís- lands. Þessi ár voru átakaár í þjóðfé- laginu samkvæmt nokkuð þekktu munstri mótuðu af alþjóðlegum áhrifum. Stjórnmálabarátta var ekki síður innan flokkanna og átti það sannarlega við Fram- sóknarflokkinn á þessum árum, einkum í Reykjavfk. Þótt þessi barátta bæri oft frekar keim af þrætubókarlist og ágreiningi um orð og ályktanir var vissulega tekist á um grund- vallaratriði. í utamíkismálum var Tómas þeirrar bjargföstu skoð- unar, að örlög okkar íslendinga væru samofin hagsmunum lýð- ræðisríkja Vestur-Evrópu þar sem öryggi þeirra sem og okkar yrði í ótryggri veröld best tryggt með samstarfi við Bandarfkin og innan vébanda Atlantshafs- bandalagsins. Þessi sannfæring reyndist ekki alltaf auðveld fyrir ungan rit- stjóra við þær aðstæður sem þá voru. Flokksumræður höfðu lengi mótast af nokkurri þjóðernis- hyggiu og þeirri óskhyggju, að einhver önnur lögmál giltu um stöðu okkar í heiminum en ná- granna okkar í austri og vestri. Af einhverjum ástæðum voru þessar raddir háværari en hinna sem vissu betur og oft á tíðum skarst í odda utan og innan flokksins. Tómas fór ekki var- hluta af þessum átökum um menn og málefni þar sem oft var vegið að honum óverðskuldað. Segja má að þessi sérstæða umræða hafi staðið í nokkra ára- tugi eða þar til að Sovétveldið hrundi innan frá í lok níunda áratugarins og staðreyndir heimsmála urðu lýðum Ijósar. Ekki veit ég hvort hinn ógn- andi vágestur sem smám saman nísti inn í h'f hans, aftraði honum að skynja að fullu hina nýju heimssýn, en það mun hafa verið fyrr en flestir vissu. Hvernig sem því var háttað, var Tómas þátttakandi í örlaga- ríkri stefnumótun þar sem lífs- hagsmunir þjóðarinnar voru í veði. Það er á fárra vitorði, en verð- ur sagt nú, að á mikilli örlaga- stundu fyrir allt að því aldar- fjórðungi gegndi Tómas Karlsson því vandasama hlutverki að eiga stóran þátt í því, að fundi var komið á með forsætisráðherrum íslands og Bretlands, þar sem samkomulag náðist um lausn sem tryggði viðurkenningu á 50 mflna landhelgi íslands. Friður var saminn í þorska- stríði, þar var mikil hætta á ferð- um og ýmsir fiskuðu í gruggugu vatni. Frekari stigmögnun átaka hefði getað leitt til hinna alvar- legustu atburða sem tókst að forða. Allt fram til þessa dags hefur þetta legið í þagnargildi í sam- ræmi við góðar hefðir, en nú þeg- ar fyrir liggja ritsmíðar erlendra fræðimanna í alþjóðamálum má telja líklegt að senn verði 611 sag- an sögð. Einhvers staðar segir að sagan sé alltaf að endurskrifa sig og ef til vill verður það raunin. Með nýjum störfum Tómasar dvöldust þau hjón erlendis, báð- um megin hafsins. Minnst er margra ánægjustunda á áttunda áratugnum - einkum í Bandaríkj- unum þar sem liðnir atburðir voru metnir í nýju ljósi með nýj- um mönnum og siðum. Síðar tóku við grimm örlög veikinda og endurfundum fækkaði. Með Tómasi Karlssyni er horfinn lit- ríkur og sterkur persónuleiki og eru innilegar samúðarkveðjur færðar eiginkonu og fjölskyldum. Blessuð sé minning hans. Heimir Hannesson Það var árið 1960, að Tómas Karlsson kom að máh við mig og spurði, hvort við ættum ekki að taka að okkur vikulegan útvarps- þátt um það, sem efst væri á baugi hverju sinni á erlendum vettvangi. Mér leist strax vel á hugmyndina og nokkru síðar hleyptum við af stokkunum út- varpsþættinum „Efst á baugi". Þar með hófst mjög náið og skemmtilegt samsstarf milli okk- ar Tómasar sem átti eftir að standa lengi. Um þessar mundir var Tómas blaðamaður á Tíman- um. Hann var mjög duglegur og hugmyndaríkur blaðamaður en hafði auk þess rfkan áhuga á stjórnmálum. Samstarf okkar um „Efst á baugi" stóð í tæpan ára- tug eða nær allan þann tíma, sem þátturinn lifði, en við fluttum hann vikulega í tæp 10 ár. Ég kynntist Tómasi vel þessi ár. Hann reyndist traustur sam- starfsmaður og leysti verk sitt vel af hendi. Er samstarfi okkar um „Efst á baugi" lauk fækkaði samveru- stundum okkar. Við vorum þó um nokkura ára skeið áfram sam- starfsmenn í blaðamennsku og góð vinátta hélst með okkur alla tíð. Síðar hóf Tómas störf í utan- ríkisþjónustunni og fór þá m.a. til starfa erlendis. Skildu þá að mestu leiðir með okkur. Þó áttum við hjónin þess kost að heim- sækja Tómas og hans ágætu konu, Ásu, til New York er hann var varafastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóunum. Ég fylgdist þá um skeið nokkuð með störfum Tómasar hjá Sameinuðu þjóðun- um, var t.d. með honum á fund- um hjá S.Þ. Sá ég þá, að hann leysti þau störf öll mjög vel af hendi. Tómas var glöggur og vel máli farinn, og reyndist góður fulltrúi þjóðar sinnar á erlendum vettvangi. Það var mjög ánægjulegt að heimsækja Tómas og konu hans Ásu til New York. Um tíma var útlit fyrir, að Tómas mundi leggja stjórnmál fyrir sig. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, var kapps- fullur og duglegur og mörgum kostum búinn til stjórnmálaaf- skipta. En hann kaus fremur að gerast embættismaður í utanrík- isþjónustunni. Þó var hann um skeið varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að Tómas hefði orðið góður stjórn- málamaður, ef hann hefði kosið að leggja þau mál fyrir sig. Síðustu árin átti Tómas við mikla vanheilsu að stríða. Varð hann af þeirri ástæðu að láta af störfum í utanríkisþjónustunni fyrir 5 árum. Eftirlifandi eiginkona Tómasar er Ása Jónsdóttir. Hún reyndist Tómasi góður lífsförunautur, stóð þétt við hlið hans í öllum hans störfum og var honum stoð og stytta í erfiðum veikindum. Ég þakka Tómasi samfylgdina og einlæga vináttu. Við hjónin vottum Ásu og börn- um þeirra innilega samúð okkar. Drottinn blessi minningu Tómasar Karlssonar. Björgvin Guðmundsson Sigurður Stefánsson Sigurður Stefánsson var fæddur 29. apríl 1905 á Öndólfsstöðum í Reykja- dal, S-Þing. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 24. febr- úar síðastliðinn. Eigtnkona hans var Sabína Árnadóttir frá Bakka á Kópaskeri, f. 27. maí 1908, d. 18. febrúar 1993. Sig- urður Stefánsson var jarð- sunginn frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 8. mars síðast- liðinn. Lífsklukkan hans Sigga hefur stöðvast. Ég sit með gamla vasaúrið hans og trekki það varlega upp. Tuttugu ár síðan hann gaf mér það og sagði að það væri vísast orðið ónýtt. Það gengur samt enn. Ég sit og- hlusta á tifið, heyri minning- arnar koma til mín. Stend á hlaðinu heima á Öndólfsstöðum þar sem Siggi átti hema alla sína ævi, hátt í heila öld. Gamla fólkið er allt gengið á braut og mér finnst einsog nú hljóti lit- irnir ðamást og eyðast, tónar orgelsins að fjara út. Sigurður Stefánsson hét hann, bóndi á Öndólfsstöðum. Siggi hennar Bínu, sem sagði mér sögurnar og kynnti undir ímyndunaraflinu svo um mun- aði. Hún hét Sabína Árnadóttir og manninn sinn kallaði hún oftast Sigga bónda. Þau voru samhent hjón og um margt óvenjuleg. Þótt þeim yrði ekki barna auðið voru börnin ekki ófá sem hjá þeim fengu að dveljast og njóta sumardaga í sveit. Ég fékk meira en það, var heimagangur hjá þeim allan Afsakið í eina tíð var prentsmiðjupúka kennd ýmis missmíði á prentuðu máli. Nú er sá leiði ári að mestu kveðinn í kútinn, en fyrir kemur að tólvupúki fari á kreik og rugli. í minningargrein um Sigurð Stefánsson, sem birtist að hluta í síðustu íslendingaþáttum varð shkur ruglingur, að ekki skal reynt að skilja hann og útskýra. Eru viðkomandi og lesendur blaðsins beðnir beðnir velvirðingar á þeirri útreið sem greinin fékk. Hér er þess freistað að birta greinina um Sigurð í heild. ársins hring, elstur barnanna í syðra húsi. Þau urðu á sinn hátt afi minn og amma, ekki síður en afi og Gunna á loftinu. í gamla Öndólfsstaðahúsinu var hægur vandi að hverfa á vit lið- ins tíma, gleyma amstri dægr- anna og drekka í sig ótal ævin- týri. Minningarnar. Eldhúsið í kjallaranum. Siggi í horninu við eldhúsborðið. Bína að sýsla við eldavélina. Ég sit á bekknum undir glugganum og horfi á Sigga raka sig. Hann strýkur yfir vanga sér til að at- huga hvort skeggbroddarnir séu farnir og h'tur út um glugg- ann, fylgist með öllu. Kannski ber gest að garði? Surgið í raf- magnsrakvélinni svo notalegt og ég fæ að prófa á eftir þegar hann er búinn. Ærbókin, klædd í brúnan umbúðapappír til að hh'fa kápunum, liggur í glugga- kistunni ásamt nýjasta blaðinu af Hestinum okkar og spilunum hennar Bínu, ótrúlega snjáðum. Þau tala um heima og geima, hlusta á útvarpið: fréttirnar, sögurnar og leikritin. Hlusta og spjalla. Hafa skoðun á öllu og áhuga, líka því sem ég hef gam- an af. Og tvisvar í viku kemur Tíminn, þrjú blöð í senn. Siggi les framhaldssöguna upphátt. Hún heitir því undarlega nafni Stúlka í rigningu. Hann hefur sett upp gleraugun og les skýrt og skilmerkilega, en með ein- kennilega litlum blæbrigðum. Við Bína hlustum og stundum verður að staldra við til að átta sig betur á þessari sögu. Svo er þriggja daga hlé á lestrinum. Siggi í fjárhúsunum sínum. Aldrei að flýta sér. Sest á garða- bandið og hvílir sig um stund. Segir ekki margt, en leyfir mér að láta vatnið renna í stokkana. Tækniundur þegar vatnið flæðir úr einum stokk í annan og ærn- ar í syðstukró og ystukró geta svalað þorsta sínum. Og svo er hlaðan þar sem Siggi fann mús- arhreiðrið og sýndi mér sex pínulitla, bleika músarunga. Einhver hefði örugglega viljað losna við slíkan ófögnuð, en ekki Siggi. Mýsnar fengu að eiga sitt athvarf í hlöðunni eins lengi og þær vildu. f Siggafjárhúsi eru básar fyr- ir hesta í einu horninu. Gæðing- urinn Vilji, hvítur draumfákur í rökkrinu. Og áratugum seinna myndir og minningar um menn og hesta. Gletta, Andvari, Hrafnhetta. Hvort ég muni ekki eftir þessum eða hinum? Áhug- inn alltaf sá sami. Vor í lofti, búið að sleppa ánum og kominn tími til að dytta að girðingum. Siggi með hamar og naglbít, ég með gaddavírshönk og ryðgaðan bauk með nöglum og sinklum. Við röltum rveir saman með- fram túngirðingunni, ekkert liggur á. Við girðingu verður ekki gert á einum degi, Uttá! Þú skilur það, líttá! „Skrítið þetta líttá, sem hann Siggi segir alltaf," segir einhver krakka- bjálfi. „Þú getur sjálfur verið skrýtinn," segi ég. Siggi á sínum gráa Fergusoh. Hann er með derhúfu og situr teinréttur í sætinu á dráttarvél- inni sem nú er þarfasti þjónn- inn. Spori gamli eltir hann. Rykið þyrlast upp á veginum og þeir hverfa á bak við hólinn. Merkilegt að hann skyldi aldrei eignast bíl. Stóra orgelið í stofunni. Gamla húsið ómar af söng. Kóræfingar og raddæfingar, til- sögn í orgelleik. Einn kemur þá annar fer. Einsöngur, tvísöngur og kvartett við undirleik Sigga. Kaffi niðri og kaffi uppi. Svo er sungið meira. Segulbandstæki karlakórsins stillt upp úti á verkstæði og tekið upp. Og sungið. Arin líða. Bína hamast með tuskukústinn sinn á mjóum ganginum. Siggi er enn í stofu að spila gamlan vals. Stór nótnastafli við endann á dívan- inum í herberginu innaf stof- unni. Hvaðan komu allar þess- ar nótur? Þú manst eftir þessi, líttá! Seinna, löngu seinna, hljóma gömlu lögin ennþá þótt fingurnir séu ekki alltaf jafn fljótir og áður að finna réttu nóturnar. Móðir mín og Hallar- frúin, - þreytt og angurvær. Vasaúrið mitt tifar án afláts, telur mínútur og klukkustundir, eða ár og öld. Minningarnar halda áfram að streyma fram og ef ég hlusta vel heyri ég org- eUð spila hægan vals heima í grænmálaðri stofunni hjá Sigga og Bínu á Öndólfsstöðum. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.