Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Blaðsíða 4
16 - Miövikudagur 2. apríl 1997 3Dítgur-'2ItUTOm UMBUÐALAUST Krafa um skilyrðislausa ást Friðrik Erlingsson skrifar Það er orðin hálfgerð tugga að heyra fullorðið fólk tala um unglinga einsog skynlausar skepnur, einsog vanvita sem hægt er að móta einsog leir í höndum sér. Þeir sem eru þess umkomnir að rifja upp og muna hvernig þeir hugsuðu sem unglingar er fyr- irmunað að skilja hversu auð- veldlega sumir fullorðnir gleyma þessum merku árum í h'fi sínu, hkt og þessi ár hafi aldrei verið. Áhyggjur þessara miðaldra einstaklinga, sem að því er virðist voru aldrei ung- hngar sjálíir, snúast ekki minnst um öll þau óæskilegu áhrif sem móta unglinga. Þetta leika. Þeir geta lesið þúsund bækur og séð þúsund myndir án þess að þeir breytist úr því sem þeir eru í eitthvað annað. Öll verðum við fyrir áhrifum meira og minna, en það hefur ekkert að gera með aldur. í öll- um aldurshópum eru áhrifa- gjarnir einstakhngar. Hvert fara hinir andlegu leiðtogar nýaldar í leit að fólki sem vill borga vel fyrir dulræn smyrsl á sárin? Þeir fara ekki til unglinga, þeir fara til miðaldra fólks og finna þúsundir manna sem eru auð- veldlega leiddir áfram einsog sauðir. Hvert leita sölumenn allskyns ruslvarnings nema tfi miðaldra fólks. Kannski væri nær að segja að allt miðaldra fólk væri svo áhrifagjarnt að það ætti ekki að leyfa þeim að lesa ákveðnar bækur eða horfa á ákveðnar bxömyndir því það gæti haft slæm áhrif á þá. Of- beldi unglinga er ekki tilkomið vegna aukningar á ofbeldisefiú fólk dreifir boðum og bönnum á báðar hendur í viðleitni sinni til að bjarga unglingum frá hættu- legum áhrifum, og þá ekki síst frá svokölluðum ofbeldismynd- um. Vel flestir unglingar hafa sterkan vilja, eru ákveðnir og hafa mjög mótaðan persónu- í sjónvarpi og kvikmyndum heldur á vaxandi skorti á mannlegum tengslum og þá sérstaklega innan íjölskyldunn- ar. Ofheldismyndir eru útrásar- meðöl fyrir spennu eða inni- byrgða reiði og ofbeldisleikir hafa alltaf fylgt unglingum. í dag eru myndirnar aðeins orðnar háþróaðri tæknilega. Kúrekamyndir voru einusinni ofbeldismyndir síns tíma, íþróttakapp- leikir hafa á sama hátt verið útrásarmeðöl fyrir spennu og óánægju, svo og allar þær íþróttir sem fólk stundar. Allt er það gert til að fá útrás og njóta vellíð- unar á eftir. íþróttir eru ek- ert annað en hamið ofbeldi, stýrð hegðun er leiðir til útrás- ar spennu og reiði. En ekki eru allir unghng- ar gefnir fyrir íþróttaiðkanir. Sumum hentar betur að fá út- rás með því að horfa á aðra slást á hvíta tjaldinu. Allt er þetta eðlilegt og náttúrulegt og hefur fylgt manninum lengi, í breytilegum myndum. Hinsveg- ar ber æ meira á svokölluðu til- gangslausu ofbeldi, andstætt við tilgangsríkt ofheldi íþrótta, og hörðu ofbeldi unglinga sem brýst stjórnlaust út með hræði- legum afleiðingum. Þar er ekki um að kenna einhverjum bíó- myndum eða tölvuleikjum. Það er mikil einföldun að halda því fram að afþreyingarefni hvetji unglinga til þessháttar hegðun- ar, nema að um sé að ræða ein- stakling sem er verulega illa skertur á geði og þá skiptir ekki máli hvort hann er unglingur eða miðaldra. Hinsvegar getur skortur á tilfinningatengslum skapað einstakling sem gefur skít í allt og alla. Flestir rað- morðingjar eiga slíkan bak- grunn sameiginlegan, svo og harðsvíraðir glæpamenn og samviskulausir einstaklingar í viðskiptum og stjórnmálum. Ef ofsafenginn unglingur hatar einhvern svo mjög að honum Ofbeldi unglinga er ekki tilkomið vegna aukningar d ofbeld- isefni í sjónvarpi og kvikmyndum heldur d vaxandi skorti d mannlegum tengslum og pd sérstak- lega innan fjölskyldunnar. finnist réttlætanlegt að berja viðkomandi í klessu þá er sú til- finning ekki fengin xír has- armynd. Hún er ræktuð heima. Ofsa- fenginn ungl- ingur er ekki líklegur til að ráðast á for- eldra sína, en mun frekar á yngri systkini eða hvern þann sem á vegi hans verður. Útrás verður hann að fá. Þegar unglings- strákur hangir yfir ofbeldis- myndum og sækir í félags- skap sem dýrk- ar þess háttar hegðun er reynd- ar mjög líklegt að ofbeldi verði það útrásarform sem hann vel- ur sér verði honum ögrað eða ógnað. En rótin liggur ekki í of- beldisefmnu sjálfu heldur í þörf hans til að leita í þessháttar efni. Þar er upptökin að finna. Sá sem ekki fær viðurkenningu hjá sínum nánustu mun sækja þá viðurkenningu annað, með góðu eða illu, hvað sem það kostar. Setji fjölskyldan og heimilið engin mörk mun við- komandi einstaklingur halda áfram að leita þeirra marka sem hann þarfnast, með hnefa- réttinum ef ekki vill betur. Þeg- ar foreldrar furða sig síðan á því hvernig það hafi gerst að barnið þeirra hefur lamið, stol- ið, svikið, logið, drukkið, dópað og misþyrmt, þá er oftar en ekki aðeins eitt svar við því: Allt var það birtingarmynd kröf- unnar um skilyrðislausa ást. GARRI Valkyrjur og karlaklúbbar Með síðustu fréttum sem Garri meðtók áður en hann seig inn í höfgi páskahátíð- arinnar var að nokkrar reykvískar valkyrjur hefðu sótt um inngöngu í einhvern karlaklúbb, trúlega Rótarý frekar en Lions. Virtur bankaframkvæmdastjóri af góðum ættum kom í sjón- varpsviðtal og var að út- skýra að sennilega myndu Rótarýmenn taka til gaum- gæfilegrar íhugunar um- sóknir frá þeim Ingi- björgu Sól- rúnu Gísla- dóttur borg- arstjóra, Helgu Jóns- dóttur borg- arritara, og Guðrúnu Pétursdótt- ur forstöðu- manni sjáv- arútvegs- stofnunar H.Í., um inngöngu í Rótarý- klúbbinn. Valkyrjur eiga er- indi í sjálfu sér er það ekki frétt- næmt þó einhverjar konur séu teknar inn í karla- klúbba. Þó vakti það athygli Garra að bankafram- kvæmdastjórinn af góðu ættunum sá sig knúinn til að útskýra í viðtalinu að þeir hjá Rótarý yrðu nátt- úrulega að taka tillit til þess að þarna væru á ferð þrjár valkyrjur og því ættu þær fullt erindi í félgið. Þetta er í fyrsta sinn sem Garri heyrir minnst á að inntökuskilyrði í svona karlaklúbba séu fólgin í einhverjum sérstök- um karaktereinkennum. Eitt slíkt skilyrði er greini- lega að viðkomandi þurfi að vera valkyrja og hafa látið kveða að sér með rækileg- um hætti í þjóðfélaginu. Að hafa komist í embætti borg- arstjóra, borgarritara eða forstöðumanns Sjávarút- vegsstofnunar H.í. er greini- lega eitthvað sem gerir kon- ur að þess konar einstak- lingum að þær geta flokkast sem karlmannsígildi (val- kyrju). Þess vegna fá þær inngöngu í karlaklúbba. Karlmannsígildi Eflaust hefur það verið hug- myndin hjá þeim Ing- björgu Sól- rúnu, Helgu og Guðrúnu að sækja um inngöngu í karlaklúbb til „að vinna síðusta vígi karlmann- anna“. Það er gott og blessað. Hins vegar er niður- staðan ekki stórsigur kvennafrelsissjónarmiða. Þvert á móti hafa karla- klúbbar skilgreint að aðeins valkyrjur, borgarstjórar, borgarritarar o.s.frv. hafi fulla heimild til að ganga í þessa klúbba vegna þess að þær eru karlmannsígildi. Þær geta þá gengið í klúbb- ana eins og strákarnir, nema hvað strákarnir þurfa ekki að vera borgarstjórar, borgarritarar eða forstöðu- menn til að fá inngöngu. Niðurstaðan er ótvíræð: Þó einstaka valkyrja nái að vinna sig upp úr volæðinu, þá er einfaldlega merki- legra að vera karlmaður heldur en kona - enda sækj- ast fremstu konurnar eftir því að fá að vera með og vera viðurkenndar af karla- klúbbunum. Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.