Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 3
,iOitgur-(Eímmn , _ Laugardagur 12. apríl 1997 - III ÍSLENDINGAÞÆTTIR HAGYRÐINGA-R FÓLK í ÆTTUM Spaugstofugrín (eða galdrafár nútímans) Spaugstofunnar sprellimál spilla ró hjá þjóðum. Af þeim logar eldahál hjá öllum mönnum, góðum. Biskupstetrið brá við skjótt, - bœldar hvatir ólga. Máttifara um miðja nótt að magna seið á dólga. Á því verður enginn stans, ég œtla að segja bara. Klónaði bréf til kristins manns, sem kann með völd aðfara. Undirheimar aldrei meir eflaust ná að dáðum. í heitum pottum hafa þeir heilmikið af ráðum. Séra Þórir, segja menn, sœmdir hlyti af stefnum. Sama ráð nú eygja enn afillum sökum gefnum. Þá mun fólkið ekki oft iðka gláp á kvöldin. Refsivöndinn reiða á loft réttlát yfirvöldin. Siöa-Vörður Dalafólkið III Svo segir í fornri heimild að Langanes er norðast í Austfirðingafjórðungi - þar gengur Helkundu heiði eftir nesinu fram - var þar settur upp hamar Þórs á heiðinni sem fjórðunga skilur. Ströndin sunnanvert frá Langanesi fyrir botni Bakkaflóa heitir Langanesströnd frá fornu fari. Þar úti fyrir mætast hlýir og kaldir hafstraumar og verð- ur þokusælt og úrkomur miklar þegar vindur blæs af hafi en undra hlýtt og þurrt í sunnan og suðvestanátt. Þarna hefur byggð verið mest við sjóinn, hlunnindi af reka og stutt til miða en heiðar- býli að baki byggðinni. Á eitt þeirra settist Árni Gíslason frá Kolgrímastöðum og bjó á Miðfjarðarnesseli og Fossi, afbýli frá Skeggjastöðum. Hann hafói áður búið í Saur- bæjarhreppi en líklega þótt þar þröngbýli. Hann þráði heiðar- faðminn og fluttist norður 1846 með konu sinni, Sigríði Guð- mundsdóttur frá Gullbrekku. Árni var sagður hagleiksmaður og vefari. Meðal barna hans var Guðríður, átti Árna Þorkelsson og var langamma systkinanna Auðuns, Ingveldar og Þórarins Haraldsbarna sem enn búa í þessari sveit, á Þorvaldsstöðum, næsta bæ við Skeggjastaði. Er margt fólk komið af Guðríði. Hún var ljósmóðir í sinni sveit. Bróðir hennar var Gísli bóndi í Kverkártungu, átti mörg börn. Hann var afi Oddnýjar Guðmundsdóttur kennara, kannski síðasta farkennara á fslandi og Gísla Guðmundsson- ar, lengi þingmanns fyrir Fram- sóknarflokkinn og hann var langafi Odds Gunnarssonar verslunarstjóra í Húsgagnahöll- inni í Reykjavík. í Kverkártungu er fæddur þjóðskáldið Örn Arnar (Magnús Stefánsson), móðir hans giftist Þórarni, syni Guðríðar Árna- dóttur. Við Kverkártungu er kenndur nafnkunnur draugur, Tungubrestur, og er talið að hans hafi orðið vart fram á þessa öld. Ef einhver skyldi verða hans var skal þess getið að hann gef- ur sig til kynna með brestum eins og þegar vel þurrum viði er brennt. Frá honum segir í Gráskinnu hinni meiri. Kverkártunga fór í eyði 1937 og var aldrei lagður akvegur þang- að né heldur komu þangað vél- knúin tæki. Ingibjörg Gísladóttir barst vestur í Húnavatnssýslu á svip- aðar slóðir og Þorsteinn bróðir hennar. Hún átti Ólaf Pálsson, bjuggu í Eiríksstaðakoti 1845, það er um miðjan dal í Svartár- dal. Dóttir þeirra var María, átti Svein Guðmundsson og var þeirra son Níels bóndi, síðast í Þingeyrarseli, afi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra, einnig Ólafur, átti Mál- fríði Gilsdóttur frá Krossnesi. Önnur dóttir Ingibjargar og Ólafs var Guðrún, átti Jón Ólafsson. Meðal þeirra barna voru Ingibjörg Ósk, lengi fram- kvæmdastjóri KFUK í Reykja- vík, Halldór trésmiður í Reykja- Guðríður Árnadóttir, Ijósmóðir. vík, faðir Guðrúnar Jónínu, skólastjóra og alþingismanns Örn Arnar, skáld (Magnús Stef- ánsson er kirkjubókarnafnið). Kvennalistans, og Ólafur, bjó á Kárastöðum í Ilegranesi, átti Sigurlaugu Jónasdóttur sem nú hefur orðið þekkt að því að spá í garnir. Guðrún Jónína Halldórsdóttir, skólastjóri og alþingiskona. Guðmundur Gíslason var vinnumaður á Grenjaðarstað og víðar, átti Sigríði Jónsdóttur. Hann fluttist á efri árum með sonum sínum til Kanada. Þeir kölluðu sig Goodman þegar þangað kom og má finna þeirra getið í Almanaki Ólafs Thor- geirssonar. Guðrún Gísladóttir yngri frá Kolgrímastöðum fluttist vestur í Húnaþing, átti Jón Árnason frá Skottastöðum, bjuggu í Kóngs- garði og Höll í Svartárdal (hverskonar nöfn voru þetta?) Sigurgeir sonur þeirra var bóndi í Akrahreppi en synir hans voru Eiríkur bóndi í Akra- hreppi en hans synir voru Ei- ríkur bóndi á Varmalandi, Stað- arhr. d. 1974, átti mörg börn, og Valdimar Stefán bóndi á Gunnfríðarstöðum, d. 1967. Sigurgeir Jónsson átti barn með Hannínu Hannesdóttur, systur Ehvoga-Sveins, það var Þóra Sigurlaug, átti Flosa Sigurðsson bónda á Hrappsstöðum í Ljósa- vatnsshreppi. Jóhannes Gíslason frá Kol- grímastöðum bjó á Húsavík Gísli Guðmundsson, alþingis- maður. 1870. Kristjana dóttir hans flentist þar, var móðir Þorvalds Pálssonar, bónda í Akurseli og Hraunkoti, síðast á Þórshöfn. Önnur börn Jóhannesar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. fluttust til Kanada. Vitað er að afkomendur þeirra voru margir en verða varla taldir héðan af. Um fólkið sem hér hefur ver- Oddný Guðmundsdóttir, kennari. ið greint mætti sitthvað íleira segja. En það bíður enn síns tíma að rekja betur þennan þátt í hinum íjölskrúðuga vef kynslóðanna og þá gæti þessi urníjöllun orðið dálítil uppi- staða. Er þó hætt við að sums staðar kunni að verða bláþræð- ir í vefnum en hér verður stað- ar numið að sinni. ás.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.