Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 7
|Dagur-®mrám \\l —1 V^,ni> \ Laugardagur 12. apríl 1997 - VII MINNINGARGREINAR „Þegar þú ert sorgmœddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grœtur vegna þess sem var gleði þín. “ (Khalil Gibran: „Spámaðurinn") Þú sem ert uppspretta orkunnar, geislar þínir lýsa um allan heim, lýstu einnig upp hjarta mitt til að það geti unnið sem þií. “ (Gayani) Elsku frændi, það er erfitt að kveðja, við frænkur þínar héld- um í vonina eins og allir en nú ertu farinn og við söknum þín. Eftir sitja minningarnar um stundirnar sem við systkina- börnin áttum saman. Það var líf og ijör á Hólkoti enda vorum við 10 „systkinin". Þú varst ákveðinn, lífsglaður, uppátækjasamur og stríðinn, með óbilandi áhuga á bflum, sérstaklega vörubflum, fyrst var það Bedford og síðan MAN og við frænkurnar sátum oft undir moldarbarði á Hólkotshólnum í bílaleik. Við rákum kýrnar, fór- um í ijósið og fjárhúsin, vorum í heyskap, veiddum í Vestmanna- vatni og syntum þar af og til. Stundum stálumst við til að vaða niður við Skógargirðingu, alltaf var fundið upp á ein- hverju við misjafnar undirtektir foreldranna. Oft gengum við móagöturnar suður í Höskuldsstaði til Olla frænda og Kristbjargar en þar dvöldum við oft á sumrin þegar við urðum eldri. Ekki fækkaði uppátækjunum þó að árin liðu. Aldrei féll þér verk úr hendi og alltaf varstu boðinn og búinn til að aðstoða við alla skapaða hluti, enda einstaklega verklag- inn. Ilúmorinn var alltaf á sín- um stað jafnvel undir það síð- asta, það þótti okkur vænt um. Minningarnar eru margar um góðan frænda og traustan vin. „Systkina" böndin eru sterk og ekki rofnuðu þó við færum sitt í hvora áttina og stofnuðum fjöl- skyldur. Þú kvaddir þetta líf á fertugsafmælinu þínu á falleg- um degi. Veðrið var enn fal- legra þegar móðir okkar (Svana frænka) og faðir þinn tóku á móti þér 1. apríl 1957. Foreldr- ar þínir og Svana frænka voru líka viðstödd þegar þú kvaddir 1. apríl 1997. Við kveðjum þig með ljóðum sem Ása amma kenndi okkur, elsku Gummi um leið og við þökkum fyrir allar samveru- stundirnar. Hvíl í friði. Elsku Hólmfríður, Kristbjörg Hildur, Guðmundur Smári, Ólafur Freyr, Stebbi, Hidda og Hólkotssystkini, Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorg- inni. Innilegar samúðarkveðjur. Égfel íforsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumson) Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guðrún, Eva Ásrún, Valdís og Dóra Þórdís Albertsdœtur Kristín Markúsdóttir g hitti Kristínu og Harald fyrst fyrir um það bil 20 árum síðan, þegar við Har- aldur Árni, sonur þeirra vorum ný- byrjuð saman. Þau tóku mér hlý- lega eins og þeirra var von og vísa. Við vorum bara krakkar, ég nýorð- in 16 ára og Halli á 18. árinu og bjuggum fyrstu mánuðina á fallega heimilinu þeirra á Mosabarði 4. Óneitanlega fylgdi því heilmikið ónæði, þar sem nú voru tveir að æfa sig á hljóðfæri daginn út og inn. Mest reyndi það á Kristínu þar sem hún var heima á daginn og heyrði hvern tón en aldrei varð ég vör við að það þreytti hana á nokk- ur hátt. Þvert á móti. Hún hvatti okkur á svo marga vegu. Kristín og Haraldur áttu gott hljómplötusafn og Kristín hlustaði með okkur á perlur tónbókmenntanna, sagði okkur frá bókum sem hún hafði lesið, tónleikum og óperum sem hún hafði farið á. Gladdist með okkur þegar vel gekk og hug- hreysti þegar á móti blés. Við fórum svo að búa og seinna þegar við höfðum lokið námi, ílutt- um við hingað til Njarðvíkur. Krist- ín og Haraldur komu oft í heim- sókn og hjálpuðu okkur í orði og verki. Kristín var vel lesin og ágæt- lega hagmælt. Hún var greind kona og ótrúlega minnug. Hún hafði fallega söngrödd og kunni mikið af lögum og ljóðum. Það var ósjaldan sem ég hringdi í hana til að spyrja um Ijóð, lagboða eða biðja hana um að raula fyrir mig byrjunina á lagi sem mig vantaði og við ræddum oft saman um alla heima og geima. Síðast liðið ár, í veikindum for- eldra minna og við fráfall fóður míns þótti mér sérstaklega vænt um að finna umhyggju tengdafólks míns. Þrátt fyrir veikindi Kristínar hringdi hún daglega til mín, sagði að þau væru með hugann hjá okk- ur og hún bæði þess í bænum sín- um að vel færi. Ég fann þá svo vel hversu gott er að eiga góða að, í blíðu og stríðu. En nú skiljast leiðir um stund. Margs að sakna en minningarnar góðu verða aldrei frá okkur teknar. Börnin okkar litlu, Bogi, Ilaraldur og Hildur, sem hafa misst svo mik- ið núna á stuttum tíma, sakna ömmu Stínu sinnar. En þau vita eins og við, að nú líður henni vel. Elsku Haraldur, Halli, Erling, Gísli, Hebba og aðrir ástvinir, Guð gefi okkur styrk í missi okkar. Blessuð sé minning Kristínar Markúsdóttur. Geirþrúður Fanney Bogadóttir Sigrún Ingólfsdóttir Kveðja frá Félagi framsóknar- kvenna í Reykjavík Sigrún Ingólfsdóttir gerðist liðs- maður í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík árið 1962. Hún var þá nýlega ílutt til Reykjavíkur, en hafði áður verið skólastjórafrú á Hólum í Hjaltadal. Maður hennar, Kristján Karlsson, hafði verið skólastjóri á Hólum um árabil. Sig- rún var húsfreyja sem staðnum hæfði. Bæði voru þau hjón samval- in að glæsileik og myndarskap og vegur Bændaskólans á Hólum mikill í þeirra tíð. Kristján var af- burðasnjall og hygginn bænda- frömuður. Sigrún var Fnjóskdælingur, dóttir bændahöfðingjans Ingólfs í Fjósatungu og Guðbjargar Guð- mundsdóttur konu hans. Hún ólst upp á miklu menningarheimili. Foreldrar hennar voru bæði Þing- eyingar og bjuggu á æskuheimili Guðbjargar, Fjósatungu. Ingólfur var alþingismaður Suður-Þingeyinga fyrir Framsókn- arfiokkinn um margra ára skeið og formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 1925 til ævi- loka. Sigrún aflaði sér menntunar m.a. í Noregi. Þar voru þær sam- tíða Helga Vilhjálmsdóttir móður- systir mín frá Bakka í Svarfaðar- dal og héldu þær miklum vinskap upp frá því meðan báðar lifðu. Sig- rún gerðist vefnaðarkennari við Kvennaskólann á Blönduósi vet- urna 1934-1938 og gat hún sér þar sem annarsstaðar gott orð fyr- ir myndarskap og mannkosti. Eftir komuna til Reykjavíkur vann hún um árabil í Þjóðminjasafni íslands. Sigrún hafði mikinn áhuga á stjórnmálum svo sem hún átti kyn til. Hún lét sig bæði landsmál og borgarmál miklu skipta. Hún átti lengi sæti í Fulltrúaráði Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík, þá sat hún einnig mörg flokksþing Framsóknarflokksins. Fyrst og síðast vann hún mikið og óeigingjarnt starf fyrir kvenfé- lagið í Reykjavík, eins og við árleg- an basar félagsins. Hún stóð með okkur í laufabrauðsbakstri og gaf fallega handavinnu á basarinn. Þá sat hún fyrir félagið bæði í Mæðrastyrksnefnd og Áfengis- varnarráði. Félagið gerði Sigrúnu að heið- ursfélaga árið 1982. Hún varð fyrir þeirri sorg að missa Kristján mann sinn á besta aldri. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru Ingólfur, Karitas, Karl og Guðbjörg. Þá ólu þau upp fósturdóttur, Freyju F. Sigurðar- dóttur. Sigrún fékk kærkomna hvíld þann 1. aprfl sl. eftir margra ára stranga sjúkralegu. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík á Sigrúnu Ingólfsdóttur mikið að þakka. Við minnumst þessarar glæsilegu, fróðu og traustu konu með virðingu og þökk. Bogí Nikulásson að var snemma árs 1977 að ég hitti Boga Nikulásarson í fyrsta sinn. Við vorum þá nýorðin par, ég og dóttir hans, Geirþrúður Fanney. Það var á heimili Boga og Ragnhildar á Sunnuveginum. Ilann var að koma heim úr vinnu og heilsaði, að mér fannst þá, heldur fálega. Við Geir- þrúður vorum mjög ung, ég á 18. ári en hún rétt nýorðin 16 ára, yngsta dóttir hans, og eflaust hefur það átt sinn þátt í því að Bogi heilsaði mér á mjög hlutlausan hátt. En viðmót hans í minn garð breyttist fljótt og alla tíð síðan hef- ur mér fundist eins og hann ætti í mér hvert bein. En Bogi tengdafað- ir minn var svona, hann var ekki allra, en þeirra sem hann var, reyndist hann tryggur vinur. Bogi Nikulásarson hefði orðið 85 ára 10. aprfl síðastliðinn, en hann lést eftir erfið veikindi þann 1. desember 1996. Bogi var yndislegur maður, bráðgreindur, hæglátur, reglusam- ur, vinnusamur og mikill húmoristi. Hann hafði sterka rétt- lætiskennd og var mjög ákveðinn í skoðunum. Bogi unni náttúrunni og öllu lífi, sem endurspeglaðist í störfum hans öll þau ár sem hann starfaði að landbúnaði, við til- raunastöðina að Sámsstöðum í Fljótshlíð og síðar þegar þau Ragn- hildur byggðu upp af mikilli elju og dugnaði, nýbýlið Hlíðarból í Fljóts- hlíð, þar sem þau ráku myndarlegt bú um tveggja áratuga skeið. Við Bogi urðum fljótt miklir mátar og ræddum langtímum sam- an um það sem okkur lá á hjarta hverju sinni. Hann var fróður mað- ur og vandaður og ég hef orðið þeirra gæfu aðnjótandi að geta til- einkað mér ýmislegt sem hann lagði inn hjá mér og kem til með að búa að því alla ævi. Bogi hafði yndi af ferðalögum, en eins og með svo marga af hans kynslóð, hafði hann því miður ekki tækifæri til ferðalaga fyrr en á efri árum. Bogi og Ragnhildur ferðuð- ust þá töluvert, bæði innan lands og utan og ræddum við Bogi oft um þau ferðalög. Sérstaklega var hon- um hugleikinn ferð þeirra til ftalíu fyrir nokkrum árum, þar sem þau fóru meðal annars til Rómar. Oft sátum við yfir kaffibolla og ríku- legu meðlæti að hinum einstaka hætti Ragnhildar, og létum hugann reika um fjarlaig lönd og margvís- legan ferðamáta. Eitt hafði hann yndi af að ræða við mig en það voru siðir og menn- ing þjóða sem og verðmæta- og gildismat þeitta. Honum fannst við íslendingar vera hégómlegir í þessum efnum og hef ég ósjaldan verið honum sammála. Bogi var tónelskur maður með fallega ten- órrödd og það hlýtur því að hafa verið mikill missir fyrir Kirkjukór Fljótshlíðar þegar fjölskyldan á Hlíðarbóli flutti á Selfoss. Ragn- hildur er ekki síður músíkölsk og endurspeglast meðfædd tilfinning þeirra beggja fyrir tónlist, í dætr- um þeirra sem allar eru bráðmús- íkalskar. Ég hef oft séð í hugskoti mínu, Boga heima á Hlíðarbóli, sitja mörgum stundum við að troða harmoníumorgelið fyrir dóttur sína Geirþrúði, sem langaði til að spila en náði ekki niður á fótstigin því hún var bara tveggja ára. Ég tel mig vera lánsaman mann að hafa kynnst svo vel þeim Boga og Ragnhildi, og hafa átt með þeim ómetanlegar stundir. Að hafa eign- ast dóttur þeirra, Geirþrúði, fyrir eiginkonu og áttt með henni börnin mín Boga, Harald og Hildi, sem ég veit að hafa erft ýmsa af eiginleik- um afa Boga. Að hafa kynnst þess- ari fjölskyldu allri, sem er að mínu mati einstaklega samheldin og trygg. Þessi kynni komu á hárrétt- um tíma fyrir mig. Það er mín gæfa. í veikindum Ragnhildar nú, reynir á samheldni þessarar yndis- legu íjölskyldu og ég er sannfærð- ur um að það verður ríkur þáttur í bata hennar. Elsku Ragnhildur, Geirþrúður mín, Agga, Gerður og Ragna, íjórir mánuðir eru ekki langur tími og söknuður okkar allra er mikill. En við skulum hlúa að minningunni um yndislegan mann og vona að Guð gefi að þær minningar verði smátt og smátt sorginni yfirsterk- ari. Ilaraldur Árni Haraldsson Finnur Sigurðsson Þú og lífið Bros þitt yljaði öll vera þín gladdi, veitt leiðsögn, öryggi. Nú ertu breyttur. Þú ert horfinn mér, þér sjálfum, okkur öllum. Samt ertu hér enn. Ég get haldið í hönd þína, tekið utan um þig, faðmað þig að mér. En hugur þinn er hljóður, viðbrögð og skynjun önnur en áður. Þú brosir dauft, minni þitt er horfið í djúp gleymskunnar. Nú ríkir kyrrð í sálu þinni, í stað ólgandi tilfinninga, gleði, sorgar, lífs. Þú ert annar en þú varst, en ég elska þig enn. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kveðja frá eiginkonu, börn- um og Jjölskyldum

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.