Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 8
Laugardagur12. apríl 1997 - VIII MINNINGARGREINAR ANDLÁT Antony Leifur Estcourt Boucher lést af slysrórum 6. apríl Auöunn Þorsteinsson húsgagnasmíðameistari, Lönguhlíð 23, Reykja- vík, lést á heimili sínu að kvöldi annars páska- dags. Aslaug Axelsdóttir kennari, Einilundi 4F, Akureyri, andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri fóstudaginn 28. mars. Útförin hefur farið fram. Birkir Huginsson Áshamri 3 F, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 7. apríl. Björg Bjarnadóttir Klapparási 11, Reykjavík, lést á heimili dóttur sinnar í Bandaríkjunum þann 29. mars. Björn Kári Björnsson Háaleitisbraut 22, andaðist 2. apríl. Brynjólfur Bragi Jónsson fyrrv. leigubflsstjóri, Vanabyggð 3, Akureyri, lést að kvöldi 29. mars á dvalarheimilinu Hlíð. Brynjólfur Ketilsson Njörvasundi 33, Reykjavík, er látinn. Eiríkur Eyleifsson Nýlendu 2, Sandgerði, lést á Vífilsstöðum þriðju- daginn 1. aprfl. Elínrós Hermannsdóttir Holtsgötu 23, lést á Elliheimilinu Grund 31. mars. Erlendur J. Sæmundsson Hátúni 10, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfara- nótt 30. mars. Eyjólfur Ágústsson bóndi, Hvammi, Landsveit, lést sunnudaginn 30. mars. Eyjólfur Ágústsson bóndi, Hvammi, Landsveit, lést sunnudaginn 30. mars. Fannar Þorlákur Sverrisson Hlíöarbyggð 16, Garðabæ, lést afslysförum 5. aprfl sl. Friðrik Sigtryggsoson Meltoigi 26, Kefiavík, lést 30. mars. Guðmundur Bcrgmann Þorsteinsson (Muggur) Hjaltabakka 2, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. aprfl. Guðmundur Kristófer Georgsson Túngötu 24, Álftanesi, Bessastaðahreppi, lést á heimili sínu þann 8. aprfl. Guðmundur Stefánsson frá Hólkoti, Reykjadal, Fífurima 44, Reykjavík, lést þriðjudaginn 1. aprfl. Hallgrímur Hansson húsasmíðameistari, Skaftahlíð 9, Reykjavík, er látinn. Útforin hefur farið fram. Hallgrímur Tryggvason prentari, Hátúni 12, andaðist á Landspítalanum 1. aprfl. Haraldur Ágúst Snorrason Gnoðarvogi 28, lést á Landspítalanum 31. mars. Hulda Guðmundsdóttir hjúkrunarkona, Vogatungu 41, Kópavogi, lést miðvikudaginn 26. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingibjörg Jakobsdóttir Efstasundi 71, lést á Landakotsspítala 6. aprfl. Ingvar Björnsson lögmaður, Skeljagranda 4, Reykjavík, lést á Landspitalanum 7. aprfl sl. Jcnsína María Karisdóttir Framkaupstað, Eskifirði, lést á hjúkrunardeild Hulduhlíðar, Eskifirði, hinn 7. aprfl. Jón Halldórsson húsgagnabólstrari, Njálsgötu 86, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn langa. Jón Þorgeir Jónsson vélstjóri frá Birnhöfða, Hrafnistu, Reykjavík, lést 18. mars. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Karl Jónatansson Nípá, lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur fimmtudaginn 3. aprfl. Kristín Markúsdóttir lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 31. mars. Kristín Sigurðardóttir Eyri, Siglufirði, andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarð- ar 6. aprfl Kristján Atli Sigurjónsson Vallargötu 29, Þingeyri, lést á heimili sínu annan páskadag. Kristján Þórir Ólafsson fyrrv. vörubflstjóri, Erluhrauni 3, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 6. aprfl sl. Lára Lárusdóttir frá Heiði á Langanesi, tilhcimilis í Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 8. aprfl. Margrét Lúðvíksdóttir dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. aprfl. Óskar ögmundsson Kaldárhöfða, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 6. aprfl. Pálína Þórunn Thcodórsdóttir frá Bæjarskerjum, Stafnesvegi 2, Sandgerði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnheiður Jónsdóttir fyrrv. talsímavörður, lést á Dvalarheimilinu Dal- bæ, Dalvík, þann 6. aprfl. Reynir Guðmundsson l.jósheimum lOa, Reykjavík, lést á Landspítalan- um 6. aprfl. Sigjón Páll Guðiaugsson fyrrv. skipstjóri, frá Miðkoti lést á mánudaginn 31. mars á Dvalarhcimilinu Dalbæ, Dalvík. Sigrún Bcrgstcinsdóttir Ilringbraut 28, Rcykjavfk, lést á Landspítalanum 6. aprfl sl. Sigrún Ingóifsdóttir fyrrum skólastjórafrú, Hólum, Hjaltadal, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. aprfl. Sigurður Runólfsson fyrrverandi kennari, Kleppsvegi 22, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. aprfl. Sigurður Sigurðsson fyrrv. íþróttafréttamaður, Espigerði 2, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 3. aprfl. Sigurður Sigurðsson Gnoðarvogi 66, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 27. mars. Sigurjón Pálsson bóndi, Galtalæk, Rangárvallasýslu, lést á heimili sínu 30. mars. Stcfanía Sveinsdóttir frá Arnarbæli, Markarfiöt 49, Garðabæ, lést á Vifilsstaðaspítala 27. mars. Stefán Davíðsson Haugi, lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, laug- ardaginn 29. mars. Stcfán Þorsteinsson frá Ólafsvík lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. aprfl. Vilhjálmur Halldórsson Brekku, Garði. lést þann 1. aprfl. Sigfnður Einarsdóttir Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur og ég hef verið að rifja upp góðar minn- ingar. Þá er mér minnistæðast, þegar þú spilaðir við mig og þú lést mig alltaf vinna því ég var svo tapsár. Og þegar þú last sögur fyr- ir mig, Gilitrutt var alltaf mitt upp- áhald. Ég man sögurnar úr sveit- inni og allar ferðirnar í Kofann. Ég get enn heyrt hláturinn þinn og man enn brosið þitt. Ég man hvað mér fannst grjónagrauturinn þinn góður, og að fá soðið kjöt hjá þér var alltaf með því besta sem ég fékk. Ég veit ekki hvort þú vissir af mér þegar ég kom stundum, til þín á Sunnuhlíð og hélt utan um þig. Ég lagði höfuðið í fangið á þór, og talaði við þig. Stundum tókst þú í hárið á mér og straukst það eins og þú gerðir þegar þú burstaðir hárið mitt fyrir mörgum árum. Þú varst mér svo dýrmæt, og sérstök. Ekta amma. Mér finnst sárt að geta ekki komið til íslands og kvatt þig. Þú lifir í minningu minni. Guð geymi þig amma mín. Saknaðarkveðja, þín Halla. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grœnum grundum lœtur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má nœðis njóta. Þessar hendingar úr sálmi Davíðs komu aftur og aftur upp í hugann daginn sem vinkona mín og íyrr- verandi nágrannakona Sigfríður Einarsdóttir lést, eftir erfiða sjúk- dómslegu. Og hún veitti huggun, fullvissan um að nú nyti hún hvfld- ar þeirrar, sem sálmurinn gefur fyrirheit um, en hvfldarinnar var orðin þörf. Ég er þess fullviss að Sigfríður hefði kosið að um hana yrði ekki skrifað að henni látinni, svo hljóð- lega sem hún vildi lifa lífi sínu, en ég veit hins vegar að hún virðir mér það til vorkunnar að vilja minnast hennar með nokkrum fá- tæklegum orðum, svo lengi var samfylgd okkar sem aldrei bar skugga á. Kynni okkar Sigfríðar hófust fyrir rúmum 50 árum þegar hún og maður hennar fluttu frá Akra- nesi hingað í Ölfus, en þar höfðu þau búið um tíma. Með komu Sigfríðar og Krist- jáns í Ölfusið hófst merkilegur þáttur í lífi þeirra. Það að byggja upp á jörð sem hafði verið í eyði nokkur ár kostaði mikið átak við uppbyggingu á mannvirkjum á jörðinni, sem framkvæmt var á fáum árum með mikilli vinnu og eljusemi. Við aukin kynni okkar Sigfríðar kom í ljós að hún var mörgum góðum kostum búin. Hún var ákaflega listræn og listfeng eins og hún átti ætt til og hafði þann hæfi- leika að geta búið til fallega hluti úr nánast öllu. Sigfríður var hlédræg í allri framkomu. Hún var fámál, allt að því þögul stundum, en lagði þó sitt til málanna og hafði ákveðnar skoðanir, enda greind kona. Hún sá ekki ástæðu til að hafa sig mikið í frammi og taldi það ekki vera í sínum verkahring að segja öðrum til, hvorki um orð né athafnir. En þrátt fyrir þessa hlé- drægni og látlausa framkomu hennar, sem mjög svo mótaði sam- skipti okkar, var hún samt alltaf tilbúin til að veita aðstoð ef hún hélt að einhversstaðar væri að- stoðar þörf. Þannig var Sigfríður, fyrir það ber að þakka alveg sér- staklega. Við nágrannar hennar urðum þess oft vör. Þetta heitir að eiga góða nágranna. Þau Sigfríður og Kristján voru mjög samhent í að koma búskapn- um í sem best horf. Byrjunarerfið- leikar hentu þau eins og oft vill verða, en dugnaður og þrautsegja þeirra beggja yfirunnu erfiðleik- ana. Fljótt fóru börnin að létta undir sem auðveldaði þeim hjónum að stækka búið, sem þýddi betri fjár- hagsafkomu. Snemma á þeirra búskaparár- um urðu þau veitendur, og urðu þar að leiðandi traustir einstak- lingar í sveitarfélaginu. Sú ákvörð- un þeirra að flytja burt úr sveitinn var tekin vegna heilsubrests Krist- jáns. Það var árið 1963. Það var ekki sársaukalaust því bæði voru þau hjón þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast og alast upp og lifa sín manndómsár í faðmi blómlegra byggða. Sigfríður sýndi það í verki að hún trúði á mátt gróðurmoldar- innar, hún var snjöll garðyrkju- kona, þess sjást glögg merki á hennar fyrrum bújörð hér í ná- grenni. Sigfríður var svo lánsöm að njóta góðrar umönnunnar barna sinna í erfiðum veikindum, sem öll sýndu henni mikla umhyggju og ástúð. Þar voru þau að endur- gjalda henni þá miklu umönnun og móðurást, sem hún hafði ávallt sýnt þeim í bernsku. Ég þakka Sigfríði langa og góða samfylgd og vináttu. Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur og þakka alla vin- semd í okkar garð. Ragnheiður Jóhannsdóttir Bakka. llallgnimir Trvggvason Hallgrímur Tryggvason fæddist á Akureyri 16. maí 1936. Hann lést 1. apríl á Landspílalanum í Reykjavík. For- eldrar hans voru Tryggvi, skip- stjóri á Akureyri, f. 15. mars 1897, d. 9. apríl 1968, Haligríms- sonar bónda í Höfðahverfl, Ind- riðasonar, og kona hans, Pálína, f. 7. febrúar 1896, d. 3. nóvember 1958, Tryggvadóttir bónda á Kol- grímsstöðum í Eyjaflrði Pálsson- ar. Hallgrímur kvæntist ekki og átti ekki afkomendur. Síðustu árin átti hann sér góða vinkonu, Ólöfu Sigurlásdóttur, ættaða frá Vestmannaeyjum. Hallgrímur hóf prentnám í POB á Akureyri 1. október 1953 og tók sveinspróf í setningu 1957. Hann sótti námskeið í sctningu í Landsdelsskolen í Álaborg 1957 og innritaðist 1961 í London School of Printing and Graphic Art. Eftir heimkomuna starfaði hann víða að iðn sinni og tók meðai annars að sér útlitsteikn- ingar á dagblaðinu Mynd í Reykjavík og mun þá vera fyrsti maður hér á landi til að gera full- komnar vinnuteikningar að upp- setningu dagblaðs. Haustið 1964 ferðaðist HaUgrímur um Banda- ríkin og kynnti sér verkalýðsmál, prentskóla og prentsmiðjur í boði bandarískra aðUa. Stundaði 1969-70 nám í Folkstone School of Art í Englandi. Námsgrein Graphic design. Hallgrímur tók á sínum tíma allnokkuð af frétta- ljósmyndum. Þá teiknaði hann allnokkuð af félagsmerkjum, meðal annars Félags bókagerðar- manna og Ölfusborga, svo eitt- hvað sé nefnt. Haddi minn. Þú ert þá farinn á feðranna fund. Lífsgöngunni sem hófst á Eyrinni á Akureyri fyrir rúmum sextíu árum er lokið. Éyr- arpúkar vorum við báðir tveir en höfðum lengi vel lítt saman að sælda. Ég sparkaði bolta öllum stundum en þú lékst Harrison Dill- ard á hlaupabrautinni. Ég í KA, þú í Þór. Kynni tókust ekki fyrr en þú hafðir lokið landsprófi einu ári á undan mér enda árinu eldri. Ein- hver daginn urðum við af tilviljun samferða niður Strandgötuna og er við kvöddumst fyrir utan Hrfs. 6 sagðirðu: „Á ég ekki að lána þér glósur frá því í fyrra?“ Þar sýndir þú mér fyrst þinn innri mann full- an af greiðvirkni, hugulsemi og hlýju. Upp frá því vorum við kunn- ingjar. Þú hafðir að loknu lands- prófi hafnað þeirri sjálfsögðu leið (að margra mati) að ganga MA- veginn. I staðinn hófst þú prent- nám í POB. Var það lífsþorstinn eða hvað? Var nokkur ástæða til að liggja yfir latínuskruddum með Álþýðuhúsið handan við hornið? Bráðger maðurinn með ólgandi írskt blóð í æðum. Tilbúinn í slag- inn og hann tókstu svo sannar- lega. Enda var hann írskur snill- ingurinn Óskar Wilde sem sagði: „Ég get staðist allt nema freisting- ar.“ Vinir urðum við um tvítugt og mörg árin milli tvítugs og þrítugs hittumst við nánast daglega. Margt var brallað, sprellað og spekúler- að. Lífsnautnamaður varstu. Mað- ur samveru og samræðu. Lífsgleð- in mögnuð. Einstakur húmoristi og vífinn varstu, það fór ekki leynt. Þú vildir svo sannarlega lifa lífmu lifandi. Oftast líka líf í kringum þig. Fagurkeri og smekkmaður og einstaklega athugull. Ekkert var þér óviðkomandi. Fannst fegurð- ina jafnt í því smáa sem stóra. Á kvöldgöngu upp Strandgöt- una með stórbrotna sýn yfir logn- bjartan Pollinn og upp yfir bæinn gat fuglinn í fjörunni eða fótspor í sandi orðið þér mótív og yndis- auki. Varðst enda prýðis ljósmynd- ari með næmt auga, frumlegur og kröfuharður. Hagur varstu í þinni grein, prentlistinni og ekki síður skyldum greinum. Sfleitandi að nýjungum og íjölbreytni. En bóka- merkið góða dagaði uppi. Manstu er við sátum með Helga magra á Klöppunum eftir vornæt- urstund með Bakkusi og nutum tignarlegs sólrissins við ijörðinn eina, fjörðinn okkar. Þá gat nú andinn komið yfir menn, ekki síst ef enn leyndist dreytill í giasi. Engum hefi ég kynnst lundbetri né ljúfari. Oft vildi nú kastast í kekki öls við teit en að þú ættir hlut að máli, það var af og frá. Efnishyggja fannst ekki í þinni orðabók. Eftir situr þó ríkust í huga mínum minningin um þitt andlega ríkidæmi sem þú miðlaðir svo óspart af. Engin áttir þú afkvæmin en börn og unglingar áttu hug þinn og löðuðust að þér. Ógleymanleg er hún mínum börnum heimsókn- in til Exceter og ekki síður okkur Aðalbjörgu fimmtugsafmælisveisl- an í Barbican Center í London. í þessu forljóta steinsteypuferlíki fannst þú notalega veitingastofu sem skrýddist í tilefni dagsins og hver forláta rétturinn rak annan. Þú áttir staðinn. Með árunum fækkaði samveru- stundunum. Ég á Blönduósi, þú í Reykjavík. Það var hörmuleg grá- glettni örlaganna, að þegar þú varst kominn heill í höfn hjá sómakonunni Ólöfu Sigurlásdóttur, sem var þér svo kær, þá skyldi fyrsta höggið 'ríða. Þau urðu fleiri og síðustu árin varstu bundinn hjólastól að mestu. En h'fið hélt áfram og lundin jafnlétt. Þú fylgdist með og hélst þræðinum á undraverðan hátt jafnvel svo að er ég kvaddi þig síð- ast, viku fyrir andlátið, fannst mér þú vera að ganga í endurnýjun h'f- daganna. Svo kom lokahöggið. Rómverska ljóðskáldið Virgill segir einhversstaðar: „Lífið er of stutt fyrir alla og ekki hægt að endurtaka það.“ Ástkærri vinkonu þinni, Ólöfu Sigurlásdóttur, færi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Vertu sem best kvaddur gamle svend. Þú varst drengur góður. Þinn vinur. Vignir Einarsson (Viggi)

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.